Síða 1 af 1

Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Mán 15. Feb 2016 18:03
af CloVek
get eg notað DSL router sem modem sem er ekki DSL? , er buinn að reyna að finna út úr þessu og það er eins og það vantar stillingar í interfaceinu hjá mer og hvar get ég keypt módem ef þetta virkar ekki.

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Mán 15. Feb 2016 20:17
af Icarus
Hvað áttu við? Módem sem er ekki DSL?

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Mán 15. Feb 2016 20:26
af CloVek
átti að vera að routerinn er ekki með dsl tengi, semsagt vill nota gamla routerinn sem modem í staðinn að kaupa modem

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Mán 15. Feb 2016 20:27
af CloVek
var að kaupa annan router og er ekki með ljósleiðara er með ljósnet og dsl kemur beint úr vegg

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Mán 15. Feb 2016 20:56
af Icarus
Þú þarft að hafa eitthvað sem hefur DSL möguleika, hvort sem það er eldri routera eða ekki. Ef hann er mjög gamall er hann líklegast bara ADSL en ekki með Ljósnetsstuðning (VDSL).

Ef þú ert með router sem styður VDSL geturðu sett hann í brigde mode og látið þá ethernet routerinn sem ég geri ráð fyrir að þú hafir verið að kaupa séð um PPPoE auðkenninguna, þá þarftu að fá user og pass frá ISP-anum þínum.

Hvað er að því að nota bara routerinn sem þú færð frá ISP-anum? Svo miklu miklu auðveldara, sérstaklega ef þú ert ekki 100% á því sem þú ert að gera.

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Mán 15. Feb 2016 21:03
af CloVek
hann er bara lélegur er ekki að ná fullri tengingu með honum og ef maður hreyfir við honum þá dettur allt út í svona klukkutima

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Þri 16. Feb 2016 09:37
af CloVek
ég er með vdsl router en hvernig get eg sett hann í bridge mode er buinn að prófa eitthvað en þegar ég fer inní interfaceið á honum að þá vantar mér WAN settings sem ég þarf eða allaveganna það er það sem leiðbeiningarnar sögðu mér þegar eg vara að lesa yfir þær,

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Þri 16. Feb 2016 11:13
af Icarus
Þá myndi ég láta skipta honum út, ef hann dettur út getur verið að línan sé léleg og þá mun nýr router ekki bjarga neinu. Talaðu við ISP-an þinn.

Vill ekki vera leiðinlegur, en ef þú veist ekki hvað þú ert að gera áttu ekki að fikta í þessu.

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Þri 16. Feb 2016 11:22
af CloVek
en get ég þá ekki bara keypt modem? installation guideið sem fylgdi routernum sagði allaveganna að eg ætti að tengja dsl ó modem og netsnuru frá honum í routerinn

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Þri 16. Feb 2016 23:33
af Icarus
Módem er ekki eitthvað sem þú kaupir útí næstu búð, og ef þú pantar það af netinu þarf það að styðja réttu staðlana. Þegar það er svo komið þarftu að setja inn réttar VLAN stillingar og svo PPPoE auðkenningu í routernum þínum.

Ef netið er að detta út hjá þér eru tvær líklegar ástæður fyrir því. Routerinn sem þú ert með er eitthvað bilaður eða línan er léleg. Seinni kosturinn er í raun líklegri. Ef línan er léleg geturðu keypt hvað sem þú villt, það er ekki að fara að leysa vandann þinn.

Ef routerinn frá ISP er bilaður er varla mikið mál að fá honum skipt út.

Talaðu við ISP-an þinn.

Re: Get eg notað DLS router sem modem, hvar get ég keypt módem

Sent: Fim 18. Feb 2016 11:53
af CloVek
er buinn að ná þessu! náði að bridge gamla routerinn allt er í góðu nuna, takk fyrir hjálpina samt =D