Síða 1 af 1

Pæling með 500 mb tengingu hjá vodafóne

Sent: Mið 10. Feb 2016 08:38
af jonno
.

sælir

Er með 100.mb tengingu núna frá vodafóne og er buinn að panta mér 500.mb tengingu enn þarf
að skipta út boxinu sem kemur inn i hús og kostar það um 18.þúsund ef ég ætla að fá 500.mb
mig langaði að atuga hvort að einhverjir hérna væru komnir með svona tengingu hvort sem það er frá vodafone eða einhverjum öðrum
er að færa mig i pakka hjá þeim með ótakmörkuðu niðurhali þar sem það kostar mig bara 2.200 krónur meira og þá er 500,mb tenging í boði
er með stóra fjölskyldu og betra að vera áhyggjulaus með niðurhalið

væri gaman að heyra frá ykkur sem hafið svona tengingu , hvernig hún er að virka ,hvort það sé þess virði að uppfæra í 500.mb

.

Re: Pæling með 500 mb tengingu hjá vodafóne

Sent: Mið 10. Feb 2016 09:17
af berteh
Ég er með svona tengingu og eins og flest allt annað yfir ljósið þá virkar þetta nákvæmlega á auglýstum hraða, ég hef verið að fá nánast fullan hraða erlendis frá líka(400mbit+) og yfir engu að kvarta :)
Hvort þetta sé þess virði er náttúrulega bara mat, en fyrir minn smekk að geta verið að downloda á 400+ í einni tölvu og samt átt plenty bandbreidd inni er frekar gott :)

Re: Pæling með 500 mb tengingu hjá vodafóne

Sent: Mið 10. Feb 2016 09:24
af ZoRzEr
Ég fékk mér svona fyrir 2 mánuðum. Sé ekki eftir því. Hef fengið auglýstann hraða alla daga síðan ég breytti. Þurfti að gera einhverja smávæginlega breytingu á lögnum í götunni sem ég greiddi ekkert fyrir. Ég var nú þegar með fjórðu kynslóð af ljósleiðaraboxi þannig ég gat breytt strax.

Hraðinn er æði og konan horfir á Netflix stanslaust og ég hef engar áhyggjur.

Re: Pæling með 500 mb tengingu hjá vodafóne

Sent: Mið 10. Feb 2016 09:33
af jonno
Takk strákar fyrir þetta ,
Já ég er einn af þeim sem verður alltaf að hafa það flottasta þó svo ég þurfi það kanski ekki hehe kannast einhver við þetta :-)
hlakka til að fá þetta , þegar ég fékk mitt box var ég ekkert að spá í þessu og fékk eldra boxið enn það var vist hægt að fá það nyrra lika
eins og þú ert með :-( þetta er einmitt ástæðanm fyrir þessu hjá mér er með 3 sjónvörp og stundum öll á netflix og að hafa ekki áhyuggjur með niðurhalið ..

Re: Pæling með 500 mb tengingu hjá vodafóne

Sent: Mið 10. Feb 2016 09:35
af berteh
Ég kannast við þetta svekkelsi með boxið, ég fékk mitt vitandi að hitt kæmi viku seinna. En þá var sagt að 3. kynslóð tæki gbit líka :(

Re: Pæling með 500 mb tengingu hjá vodafóne

Sent: Mið 10. Feb 2016 10:20
af ponzer
Ég er kominn með 500Mbps hjá Voda - er mjög sáttur! Er að vísu ekki með ótakmarkaða pakkann hjá þeim.

Mynd

Hraðinn til og frá landinu er hinsvegar misjafn en það þarf ekki að vera Vodafone að kenna heldur erlendum transit/peering aðilum.

Lúxemborg
Mynd

London
Mynd

Re: Pæling með 500 mb tengingu hjá vodafóne

Sent: Fös 12. Feb 2016 11:47
af jonno
þetta lookar vel