Síða 1 af 1

Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Lau 06. Feb 2016 11:45
af Explorer
Hvað nota kerfisstjórar og aðrir er tengjast uppsetningu / viðhaldi á serverum til að fylgjast með uppsettum forritum,Roles,Features.
Fyrir utan jú allar aðrar stillingar og upplýsingar og þess háttar.

Ég á í einhverjum erfileikum með að halda utan um það sem gert er.
Er með Exel fyrir IP conf. og uppsett forrit, R. & F. en vantar e-ð skilvirkara til að fylgjast með stillingum á milli servera og já..
PS c:\>DoImakeAnySence?

N.B Þetta er ekki atvinna mín ennþá :)

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Lau 06. Feb 2016 12:16
af dori
Ertu að hugsa um eitthvað eins og SaltStack, Puppet, Chef og slíkar lausnir?

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Lau 06. Feb 2016 13:07
af Explorer
Ég hljóp yfir þessar lausnir, en eru þetta ekki forrit sem eru sett á serverinn og hjálpar við að config.? Er þegar með allt uppsett, en vantar yfirsýn.

Þetta er tvíþætta hjá mér.
annars vegar:
Segjum að fyrirtæki með margar tölvur hafi 5 tæknimenn. Hvernig koma þeir uppl. sín á milli? Hvaða forrit er notað undir upplýsingar á borð við þær er ég nefndi áðan eins og uppsettum forritum,Roles,Features eða IP og tilheyrandi.
hins vegar:
Mig langar að geta kortlagt allt kerfið án þess að nota paint :) eins og t.d e-ð svona http://oneman.in/wp-content/uploads/2014/05/ITinfra.jpg

Takk fyrir skjótt svar og hugmyndirnar, ég mun skoða þær betur. Kannski get ég notað e-ð úr þessu.

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Lau 06. Feb 2016 13:17
af Explorer
Æ Kannski ekki besta myndin sem ég gat valið en mig langar að geta gert e-ð í þessa átt :)

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Lau 06. Feb 2016 15:19
af dori
Sko, svona configuration management kerfi eins og þessi sem ég minntist á hér áðan eru miklu meira en bara það.

Almenna hugmyndin er að þetta er sett upp á einn eða fleiri server og svo eru allar vélar sem þú stjórnar client. Svo stillirðu client vélarnar inná serverinn þannig að hann viti af þeim. Svo ertu með eitthvað config eins og "Mail server" og þá setur hann það upp og bara það og getur líka fylgst með því að engar stillingar breytist.

Það er náttúrulega hellað vesen að setja svona kerfi upp og stilla það fyrir þínar þarfir en það er up front vesen og svo tiltölulega smooth að viðhalda og bæta við vélum. Ég hef sjálfur ekki ennþá fundið tíma til að demba mér út í neitt af þessu almennilega en ætla að gera það þegar ég fæ smá tíma bara til að leika mér, vinn ekki sem kerfisstjóri.

Ég veit ekki nákvæmlega um hvað þú ert að biðja eða hvaða tól gætu hentað fyrir það. Ef þú ert bara með Windows vélar er ekki líka eitthvað svona "domain" thing þannig að þú getir configgað vélar og hvaða forrit mega vera uppset og fleira? Ætli þú verðir ekki bara að bíða eftir einhverjum sem þekkir aðeins meira inná þetta en ég :)

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Lau 06. Feb 2016 22:33
af johnnyb

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Lau 06. Feb 2016 23:13
af Hjaltiatla
Misjafnt hvað hentar hverju sinni , ég er allavegana byrjaður að Tweaka þessa scriptu í Visual Studio með hjálp Powershell tools addonsins.
Getur prufað að henda upp sýndavél og prófað Scriptuna og aðlagað eftir hentisemi :)
https://gallery.technet.microsoft.com/s ... 69#content

Er sjálfur að lenda í því að þurfa að tengjast nýjum umhverfum og þarf lausn til að fá betri yfirsýn hverju sinni.

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Sun 07. Feb 2016 17:19
af tdog
Ég geymi upplýsingar um IPtölur og configg í phpipam bara

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Mán 08. Feb 2016 23:02
af kusi
Ef þú vilt teikna svona myndir þá getur þú notað Dia
http://www.serveradminblog.com/2012/01/ ... n-program/

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Þri 09. Feb 2016 07:43
af Explorer
Vá frábært. Takk allir fyrir flottar hugmyndir. Ég hef þegar byrjað að ná í og prófa nokkra linka. Þetta lítur allt mjög vel út.

Re: Kerfisstjórar - skýrslu platform

Sent: Þri 09. Feb 2016 19:55
af russi
Sýnist nú að þess mynd sem þú sýndir okkur sé gert í Visio eða álíka forriti, hef allavega teiknað nokkur svona kerfi í Visio.

Til að fylgjast með öllu þessu battry þá ættiru að kanna hvort SNMP gæti ekki hjálpað þér eitthvað, það er til fjöldin allur af SNMP forritum til. Ég reyndar hef ekki verið að setja það uppá servera per se, en set það upp til að fylgjast með netbúnaði, en þetta er stutt í flestum tölvum líka, oft þá lítið service sem þarf að virkja. Útúr SNMP geturu lesið nánast þær upplýsingar sem þú villt, þú sníðir það eftir þínu höfði.
Ég t.d. er með þetta á routerinum og switch hér heima hjá mér og get þá séð auðveldega heildar traffík inn og út og hvað er að gerast á hverju porti á switch. Gæti meira segja enablað þetta á WiFi sendi og tölvum hér innan hús til vita meira. Sé auðvitað ekki hvað er verið að skoða eða gera, en fæ heildarmynd yfir þetta.

Hér t.d. einföld mynd úr einu svona kerfi sem heitir SNMPc Management Console
Mynd

Líka ákveðin snilld við þetta er þú getur með réttri uppsetningu haft þetta einfalt, svo ef rautt ljós kveikna þá skoðaru það og undir því ljósi eru kannski 10 tæki en einingis eitt af þeim er rautt, snöggur að greina hvar vandin er með því