Síða 1 af 1

Tune Up í ruglinu ?

Sent: Mán 14. Des 2015 19:41
af oskar9
Sælir Vaktarar, ég sótti mér Tune up utilities 2014 um daginn þar sem það er langt síðan ég formattaði og mig langaði að prófa hvort þetta forrit væri að virka eitthvað.

Svo þegar ég ræsi tölvuna úr sleep daginn eftir þá eru bara 900mb laus á SSD disknum sem windows og tune up er installað á ( voru 75-80gb laus kvöldið áður)
Svo sé ég með WinDirStat að Tuneup er búið að gera sér 57gb möppu á C/ disknum

Er þetta einhver error í foritinu eða getur verið að þessi torrent útgáfa hafi verið með vírus ?

Mynd

Re: Tune Up í ruglinu ?

Sent: Mán 14. Des 2015 20:50
af Kristján
öööö hentu þessu drasl forriti og vertu sáttari forever.....

Re: Tune Up í ruglinu ?

Sent: Mán 14. Des 2015 20:59
af GuðjónR
Sammála síðasta, svona forrit gera yfirleitt meira ógagn en gang.

Re: Tune Up í ruglinu ?

Sent: Mán 14. Des 2015 21:04
af machinefart
Lenti í svipuðu um daginn með vél eftir að windows 10 hafði verið sett upp - þá böggaði avast tune up eða eitthvað illa út og smekkfyllti harða diskinn aftur og aftur. Ég henti að sjálfsögðu þessu rusli út og sagði eigandanum að svona forrit skili afar sjaldan einhverju öðru en veseni.

Re: Tune Up í ruglinu ?

Sent: Mán 14. Des 2015 22:13
af HalistaX
Sótti þetta forrit fyrir einhverjum árum(örugglega ekki 14 samt), var sagt að þetta væri the shit.... Gerði nákvæmlega þetta. Ég henti því bara útaf tölvuni, ég myndi gera það aftur núna ef ég væri þú.

Re: Tune Up í ruglinu ?

Sent: Mán 14. Des 2015 22:18
af worghal
mögulega búið að ná í bitcoin chainið til að mina meðan þú ert idle?
chainið er er næstum komið í 50gb

Re: Tune Up í ruglinu ?

Sent: Mán 14. Des 2015 23:21
af Squinchy
Hljómar eins og einhver óvelkominn sé kominn inn til þín, er að nota paid útgáfuna af þessu frá AVG, worth every penny IMO

Re: Tune Up í ruglinu ?

Sent: Þri 15. Des 2015 00:03
af DJOli
Ég notaði tune-up utilities einusinni fyrir 5-6 árum. slæm hugmynd. Junkware.
Delete it.

Re: Tune Up í ruglinu ?

Sent: Þri 15. Des 2015 23:07
af oskar9
ok takk kærlega, ég er búinn að henda þessu út ásamt öllum umerkjum sem ég fann...drasl