Síða 1 af 1

Windows 10: Alternative Audio Device

Sent: Fös 11. Des 2015 21:22
af mikkimás
Til að gera langa sögu stutta: Windows 10 heimtar að ég noti nýjustu gerð af Conexant driver sem gerir alla tónlist úr tölvunni óhlustanlega. Ég get notað valmöguleikann Roll Back Driver, en þá kemur bara sjálfkrafa uppfærsla á drivernum um leið. Þetta er stríð sem ég get ekki unnið.

Mín aulaspurning er, get ég farið á sveig við vandamálið með því að ná mér í eitthvað alternative audio device?

sound.JPG
sound.JPG (29.07 KiB) Skoðað 1308 sinnum

Re: Windows 10: Alternative Audio Device

Sent: Fös 11. Des 2015 22:01
af Haflidi85
Ef þetta er borðvél, þá geturðu náttúrulega alltaf bara keypt þér alvöru hljóðkort í vélina.

Re: Windows 10: Alternative Audio Device

Sent: Fös 11. Des 2015 22:45
af viggib

Re: Windows 10: Alternative Audio Device

Sent: Lau 12. Des 2015 19:08
af mikkimás
Þetta er því miður fartölva.

En ég bind vonir við upplýsingarnar í þessum linki.

Re: Windows 10: Alternative Audio Device

Sent: Lau 19. Des 2015 14:56
af mikkimás
Nibb, ekkert gengur. Það fer einhvern veginn allt í rugl.

Þar sem þetta #$%& Conexant SmartAudio drasl fylgdi með tölvunni/stýrikerfinu, er eitthvað sem bannar mér að ná mér í aðra audio drivera, s.s. RealTek HD Audio?

Á þetta tvennt eftir að skeytast á og orsaka vandræði?

Re: Windows 10: Alternative Audio Device

Sent: Lau 19. Des 2015 15:16
af kizi86
fengið þér bara usb hljóðkort og alvöru hátalara?