Síða 1 af 1

Nýr router hjá Vodafone

Sent: Lau 05. Des 2015 03:50
af Krissinn
Er einhver búinn að uppfæra í nýja routerinn hjá Vodafone, ,,Vodafone HG 659" Ef, hvernig er hann að virka með VDSL tengingum? Ég vissi ekki einusinni að þeir væru byrjaðir með nýjan router :p Ég er alveg að gefast upp á þessu Zhone drasli!!!

Re: Nýr router hjá Vodafone

Sent: Lau 05. Des 2015 09:50
af lukkuláki
Ég gafst upp á þessu Zhone drasli hjá Vodafone eftr mörg ár og mikinn pirring, það hefur ekki verið neitt vandamál með netið síðan ég fór til 365

Re: Nýr router hjá Vodafone

Sent: Lau 05. Des 2015 10:09
af rattlehead
Ég gafst upp eftir að ég þurfti að skipta þrisvar um router. Ég keypti minn eiginn router. Það marg borgar sig. Nokkuð góður router borgar sig upp á 2-3 árum, þar sem leigugjaldið dettur niður.

Re: Nýr router hjá Vodafone

Sent: Lau 05. Des 2015 10:11
af KermitTheFrog
Virðist allavega vera að koma vel út skv eina (edit: íslenska) reviewinu sem er til um hann: http://simon.is/2015/12/nyr-vodafone-netbeinir/

Re: Nýr router hjá Vodafone

Sent: Lau 05. Des 2015 12:40
af kizi86

Re: Nýr router hjá Vodafone

Sent: Lau 05. Des 2015 13:43
af KermitTheFrog
kizi86 skrifaði:http://cyberwarzone.com/vodafone-will-get-you-hacked-must-read/
https://community.vodafone.co.nz/t5/Mod ... d-p/122565
http://mybroadband.co.za/vb/showthread. ... ay-reviews

svo jú til slatta af reviews um þennan router, og þær eru ekki góðar.....


1) Hvaða ISP hefur ekki remote login inn á routerana sem þeir eru að supporta? Ég held alveg örugglega að routerarnir frá Vodafone hérlendis skili ekki Admin login síðunni til hvaða IP tölu sem reynir að tengjast honum. Ef svo er þá er það eitthvað sem þarf að laga.
2) Vandamálið hjá þessum var eitthvað stillingaconflict í tölvunni hjá honum.
3) Þessi var að nota ADSL smásíu á VDSL tengingu.

En ég er ekki í viðskiptum hjá Vodafone svo ég get lítið talað fyrir þennan router. Rakst bara á þennan link um daginn.

Einhver með reynslu af þessum router má endilega chime-a inn.

Re: Nýr router hjá Vodafone

Sent: Mán 21. Des 2015 22:58
af Krissinn
Ég fékk þennan router í staðinn fyrir Zhone draslið um daginn :D Einnig búinn að uppfæra í þennan hjá pabba.... Miklu miklu betri router!! og þægilegt vefviðmót :) Starfsmaðurinn í versluninni var ekki alveg á því að þessi router væri fyrir VDSL en ég var búinn að fá aðrar upplýsingar frá þjónustuveri :p Sama skeði þegar ég ætlaði að fá þennan fyrir pabba en það reddaðist :p