mercury skrifaði:Nú er ég alveg grænn þegar það kemur að netbúnaði. Nennið þið að útskýra hvað er svona framúrskarandi nýjung við þetta ?
"Meðal-router" sem þú færð hjá símafyrirtækjum er með specca upp á ca. 400 MHz, 8MB ram og 32 MB flash disk.
Stýrikerfi á þessum búnaði sem var hent saman af lowest bidder oft með mjög gömlum hugbúnaðarútgáfum og veikleikum sem fyrirtæki nenna/tíma ekki að plástra.
Í raun er þetta lítil tölva með 5 auka lan tengjum og wifi korti með stýrikerfi sem þú getur uppfært, breytt og customizer-að eins og þér hentar.
Oft er það netbúnaðurinn sem höndlar ekki þá bandvídd/fjölda tenginga/álag sem heimilið er með (torrent, twitch, youtube o.s.frm) og veldur lélegri upplifun.
Þessir speccar (1,6 GHz, 1GB ram, 4 GB flash) eru svipaðir speccar og á OnHub routerinum sem Google er að promote-a.