Síða 1 af 1

NAT vesen, er Technicolor svona slappur?

Sent: Fim 12. Nóv 2015 13:03
af IngoVals
Bróðir minn er alltaf með Strict Nat í Call of Duty: Black Ops III og er á ADSL tengingu hjá símanum. Port forwarding gerir ekkert fyrir okkur. Prófaði að slökkva á Firewall uppá djókið og sami hlutur.

Mér datt helst í að setja Xbox undir DMZ host en það eru agalegar takmarkanir á þessum Technicolor router. Eina sem ég gat valið var assign public IP address to device, sem og ég prófaði og þá fyrst fékk hann open/moderate NAT en þá virkar netið ekki á öðrum tækjum.

Ég get ekki séð að hægt væri að bridga ADSL módemið yfir á betri router úr þessu tæki. Hvað er til ráða?

Er þetta ekki bara þessi router sem er með skitu eða? Kaupa annan ADSL router, skipta um ISP, biðja símann um einhverja betri týpu (búnir að prófa TG589 og TG789) eða bara :mad ?