Síða 1 af 1

Hringiðan og Facebook

Sent: Mán 19. Okt 2015 20:34
af olihar
Kvöldið

Var að velta fyrir mér hvort einhverjir fleiri séu í vandræðum með Facebook hjá Hringiðunni, síðan opnast yfirleitt mjög hægt og oft vantar myndir í feedið, sem og oft hættir það bara að opnast.

Það sem er sérstaklega hægt er ef reynt er að horfa á videó, þau opnast oft ekkert yfir höfuð, eða opna fyrstu nokkrar sek og stoppa svo.

Ef ég skipti yfir í hotspot í síma þá opnast allt mjög smooth.

Flest allt annað virkar super smooth á þessari tengingu, spurning hvort það sé eitthvað routing fuck í gangi með Facebook.

P.s. Instagram er líka stundum frekar leiðinlegt, en get ýmindað mér að það sé að tengjast sömu serverum.

Ég hef testað nokkrar tölvu og alltaf sama sagan.

Skjáskot af því hvernig þetta opnast mjög oft, s.s. texti opnast en ekki myndir, meira að segja bara hluti af profile myndum sjást.

Screenshot 2015-10-19 20.36.24.png
Screenshot 2015-10-19 20.36.24.png (146.72 KiB) Skoðað 1180 sinnum


Hringiðan - Ljósleiðari 100/100

Re: Hringiðan og Facebook

Sent: Mán 19. Okt 2015 21:43
af GuðjónR
Gerist þetta líka ef þú opnar Facebook í "Private Window" ?
Bara svona til að útiloka "cache" í browser, ég ef lent í svipuðu og þá var það local vesen hjá mér sem lagaðist þegar ég þurrkaði allt cache út.
Minnir líka að ég hafi verið með þrjátíu+ "taps" opna, en það er svo sem ekkert óvanalegt hjá mér. :)

Re: Hringiðan og Facebook

Sent: Þri 20. Okt 2015 01:38
af olihar
Já hef prufað það, einnig er þetta vandamál í nokkrum tölvum sem og síma og spjaldtölvu, lagast allt þegar ég nota aðra tengingu.

Re: Hringiðan og Facebook

Sent: Þri 20. Okt 2015 14:17
af kizi86
ljós eða vdsl? búinn að prufa að restarta router og ljósleiðaraboxinu ef ert á ljósi?

Re: Hringiðan og Facebook

Sent: Þri 20. Okt 2015 17:02
af olihar
Já segi í póstinum hér að ofan að ég sé á ljósi.

Já hef restartað bæði ljósleiðarabox og router.

Re: Hringiðan og Facebook

Sent: Þri 20. Okt 2015 18:26
af darkppl
ekkert svoleiðis vandamál hjá mér er í hringiðunni með ljós.
búinn að prófa að skipta um dns?

Re: Hringiðan og Facebook

Sent: Þri 20. Okt 2015 22:33
af Icarus
Hvaða DNS er í routernum? Hljómar svolítið eins og DNS issue.