Síða 1 af 1
Að magna upp wifi
Sent: Mið 14. Okt 2015 08:18
af isr
Ég þarf að magna upp wifi hjá mér,það er ákveðinn partur af húsinu hjá mér þar sem netið er ekki nógu sterkt. Ég er með rauter í bílskúrnum og það er ca 20 metrar í stofuna þar sem netið er slakt,það er slatti af veggjum sem blokkera sennileg.
Hvaða reynslu hafa menn af svona,það virðist vera svo mikið af græjum á öllum verðbilum ætlað í þetta. Það er bara spurning hvað er besti og ódýrasti kosturinn....
Re: Að magna upp wifi
Sent: Mið 14. Okt 2015 08:47
af Cascade
Þú gefur nú ekki nú ekki mikið af upplýsingum.
En þú þarft klárlega að setja upp access point
Best er auðvitað að hann sé tengdur með ethernet ("lan snúru")
Re: Að magna upp wifi
Sent: Mið 14. Okt 2015 09:00
af hagur
Svona án þess að vita mikið um aðstæður, þá myndi svona stykki:
http://att.is/product/zyxel-wre2205-wir ... -wre2205v2 líklega redda þessu fyrir þig. Þú þarft bara að stinga þessu í samband einhverstaðar inní húsinu hjá þér, t.d mitt á milli bílskúrs og stofunnar. Svo er auðveldast að nota bara WPS setup-ið og þá configurar þetta sig nánast sjálft. Þetta sér um að magna upp/endursenda WIFI merkið frá routernum þínum.
Flottari og betri leið væri að fá sér alvöru access point, t.d Ubiquity Unify (Fæst hjá start) og koma honum fyrir á góðum stað inn í húsinu. Notabene að hann er ekki extender, heldur þarf að tengjast við routerinn þinn með CATx kapli.
Re: Að magna upp wifi
Sent: Mið 14. Okt 2015 10:04
af Hannesinn
Extender trappar niður hraðann hjá þér. Nema bókstaflega ekkert annað sé í boði, þá sleppirðu þessu.
Re: Að magna upp wifi
Sent: Fös 30. Okt 2015 23:54
af jonsig
Sorry að vekja gamlan þráð , en með svona extender´a . Keyrir ekki AP á öðrum kanal ? Ef hann er að taka upp merki frá source og magna upp mekið og senda aftur þá hlýtur óumflýjanlega að koma delay á merkið .
Ég hef ekki mikið verið að vesenast í þessu en ég hef sett upp wireless bridge, með gömlum router . Þá skipti hann um kanal og broadcastaði öðru SSID, er að pæla hvort þetta sé fiffað einhvernvegin öðruvísi .