Síða 1 af 1

Airport Time Capsule

Sent: Mán 14. Sep 2015 21:00
af toivido
Af græðgi ákvað ég um daginn að fjárfesta í Airport Time Capsule 3TB. Ég hafði lítið kynnt mér þetta en í fyrstu var hugmyndin mín einungis að hafa þetta uppí hillu þar sem þetta myndi taka backup af tölvum heimilisins. Ég er með smá spurningar sem ég var að vonast til að þið gætuð frætt mig um.
1. Ég var að prufa að tengja þetta og þá kemst ég ekki lengra nema að tengja netkapal við þetta, er það algjör nauðsyn?

2. Mér skilst að þetta sé líka router, get ég þá hent þeim út sem ég er með í leigu hjá Símanum? Virkar þá sjónvarpsmyndlykillinn?

3. Í dag er ég með routerinn inní skáp fyrir neðan sjónvarpið, ég veit að þetta er ekki ákjósanlegasti staðurinn en þetta hefur ekki truflað mig hingað til, þ.e.a.s. netið er ágætlega hratt, er óhætt að geyma Airport Time Capsule inní skápnum í staðinn fyrir núverandi router?

4. Ég hefði helst viljað hafa ATC inní herbergi hjá mér svo ég geti líka tengt prentarann við það en er það ekki bara vesen í ljósi þess að ég er með sjónvarp frá símanum?, þ.e.a.s. þá þarf ég að tengja netkapal inní herbergi (símatengillinn er fyrir neðan sjónvarpið) og svo aðra netsnúru til baka í myndlykilinn fyrir sjónvarpið, er þetta ekki bara orðið vesen?