Síða 1 af 1

Varðandi ADSL2+

Sent: Fös 10. Des 2004 17:02
af traustis
Mig langar að vita ýmislegt um þetta, t.d. Er hægt að nota venjulegan adsl router á þetta kerfi hjá t.d. http://www.son.is og http://www.btnet.is og eru Síminn og OgVodafone að fara að taka upp þetta kerfi :?:

Sent: Fös 10. Des 2004 17:58
af ParaNoiD
Ef þú nennir að lesa í gegnum 14 síður af misgáfulegum umræðum um einmitt þessi efni þá er það hér :P http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=6434&start=0

Sent: Sun 12. Des 2004 19:43
af emmi
Þú getur notað venjulegan router á þetta en þá færðu bara venjulegt ADSL merki. Til þess að geta notað ADSL2+ þá þarftu router sem styður það.

Sent: Sun 12. Des 2004 20:46
af traustis
emmi skrifaði:Þú getur notað venjulegan router á þetta en þá færðu bara venjulegt ADSL merki. Til þess að geta notað ADSL2+ þá þarftu router sem styður það.


Oki þakka þér, en ef ég kaupi t.d. 8mb línu frá btnet hvað fæ ég þá ef ég nota venjulegan ADSL router ?

Sent: Sun 12. Des 2004 21:51
af emmi
Venjulegt ADSL ræður við allt að 8mbit þannig að þú ættir að ná því.

Sent: Þri 14. Des 2004 13:58
af OrkO
uhhh..... ertu að meina þetta emmi ?

Sent: Þri 14. Des 2004 14:06
af MezzUp
OrkO skrifaði:uhhh..... ertu að meina þetta emmi ?

Ef að þú ert að tala um hraðann, þá myndi ég halda að hann væri að meina þetta. Reyndar hef ég líka séð 9Mbps gefið upp sem max downstream fyrir ADSL.

Sent: Þri 14. Des 2004 20:51
af emmi
Yep, ADSL staðallinn ræður við 8 niður og 1 upp.

Sent: Þri 14. Des 2004 21:50
af OrkO
var svona meira að furða mig á að geta notað ADSL router með ADSL2+ þjónustu Hive.. en ekki hvað ADSL ræður við mikið

Sent: Þri 14. Des 2004 22:18
af emmi
Ah, jájá það er alveg hægt. Eina sem þeir þurfa að gera er að stilla portið í DSLAM hjá sér á G.dmt í staðinn fyrir Auto eða ADSL2+.