Síða 1 af 1

Hringdu - Gagnaveitan Rvk. Hrós !

Sent: Lau 05. Sep 2015 01:43
af Dúlli
Ég vill hrósa Hringdu og Gagnaveitu reykjarvíkur.

Var að flytja inn í nýjan íbúð og frágangurinn á ljósleiðaranum var óásætanlegur.

Hafði samband við hringdu um að panta net og byðja þá um að laga ljósleiðaran og færa og uppfæra hann fyrir mig. Þeir sögðu að það væri ekkert mál, voru fljótir að svara og höfðu hratt samband við mann.

Svo fær maður mann frá Gagnaveitu Reykjavíkur strax tveim dögum síðar sem reddar þessu fyrir mann strax.

Ætla að láta myndirnar tala og takk fyrir mig.

Fyrir skrifaði:Mynd Mynd Mynd


Eftir skrifaði:Mynd Mynd Mynd


Athugðið, þótt rykið er þarna en þá bað ég um það, er sjálfur að gera upp íbúðinna og þetta verður strax skítugt.
Tær snild að losna við þessar helvítis ógeðslegu rennur og að þetta sé almenilega gert.

Og svo það besta er, er að maður er strax tengdur og virkjaður. Allt þetta tók 5 virka daga. :happy

Re: Hringdu - Gagnaveitan Rvk. Hrós !

Sent: Lau 05. Sep 2015 13:12
af nidur
Flott hjá þeim!

Því miður held ég að þetta sé rosalega algengur frágangur, allavega það sem ég hef séð.

Re: Hringdu - Gagnaveitan Rvk. Hrós !

Sent: Þri 08. Sep 2015 20:44
af Dúlli
Já þetta á fyrri myndum var bara rugl og óásætanlegt.

Finnst þeir eiga skila stórt hrós fyrir samskipti og þjónustu.

Re: Hringdu - Gagnaveitan Rvk. Hrós !

Sent: Þri 08. Sep 2015 23:02
af beatmaster
Borgaðirðu fyrir manninn sem lagaði þetta?

Re: Hringdu - Gagnaveitan Rvk. Hrós !

Sent: Þri 08. Sep 2015 23:04
af Dúlli
Mér var sagt að það ætti að koma krafa.

Re: Hringdu - Gagnaveitan Rvk. Hrós !

Sent: Mið 23. Sep 2015 23:27
af russi
Þarna ertu með fyrir, lagnir sem eru lagðar líklega fyrir 6-8 árum, þá máttu smáspennu lagnir ekki liggja með lágspennu og má það ekki enn víst.
En nú má leggja ljósleiðara með lágspennulögnum, hvort ljósleiðari sé ekki lengur flokkaður sem smáspenna veit ég ekkert um, en veit þó þetta.

Já svo var líka verktaka-kerfið hjá GR í upphafi frekar galið og hreinlega hvatti verktaka til að gera þetta svona svo þeir hefðu nú eitthvað uppúr þessu.

Re: Hringdu - Gagnaveitan Rvk. Hrós !

Sent: Þri 13. Okt 2015 00:45
af Benz
Það er ekki málmur í ljósleiðara og því ekkert mál að leggja þræði með rafmagni ;)
Kopar er annað mál enda gæti rafmagnið valdið truflunum.
Er ekki almennilega að sjá myndirnar en ef þetta er ljósleiðari sem var lagður svona þá hefur sá sem lagði hann ekki haft mikla þekkingu á slíkum lögnum.... :(

Re: Hringdu - Gagnaveitan Rvk. Hrós !

Sent: Þri 13. Okt 2015 10:53
af worghal
Benz skrifaði:Það er ekki málmur í ljósleiðara og því ekkert mál að leggja þræði með rafmagni ;)
Kopar er annað mál enda gæti rafmagnið valdið truflunum.
Er ekki almennilega að sjá myndirnar en ef þetta er ljósleiðari sem var lagður svona þá hefur sá sem lagði hann ekki haft mikla þekkingu á slíkum lögnum.... :(

ef það eru gamlar lagnir með tjöruvírum þá neita þeir að leggja ljósleiðarann.
lennti í því hjá mér og þurfti að fá þá til að koma og skoða og sanna fyrir þeim að í minni íbúð væri nýtt rafman í allri íbúðinni og það væri hægt að fara aðra leið inn í íbúðina.