Síða 1 af 1

Nýr router - gamli broadband router virkar ekki

Sent: Fim 03. Sep 2015 07:50
af omare90
Sælir,


var að fá nýjan router frá símanum(Thomson Media Access TG789) og ég er með svona broadband router með WAN inputi sem ég nota til að dreifa WIFI um húsið. Á gamla routernum var þetta bara plug & play, en þegar ég tengi græðjuna við nýja routerinn kemur bara "no internet access"

Búinn að reyna að gúgla aðeins en var bara að velta fyrir mér hvort einhver hér kannist við svona vandamál?


Kv Ómar

Re: Nýr router - gamli broadband router virkar ekki

Sent: Fim 03. Sep 2015 09:35
af depill
Þetta á ekki að vera issue. Ertu ekki örugglega að tengja í annað hvort port 1 eða 2 á routernum ?

Re: Nýr router - gamli broadband router virkar ekki

Sent: Fim 03. Sep 2015 13:24
af omare90
depill skrifaði:Þetta á ekki að vera issue. Ertu ekki örugglega að tengja í annað hvort port 1 eða 2 á routernum ?


Þori varla að viðurkenna það en þetta hrökk í gang þegar ég endurræðsti Broadband Routerinn.

Þakka fyrir hjálpina :P