Síða 1 af 1

WIFI í borðtölvu.

Sent: Mið 02. Sep 2015 13:34
af Kristján
Góðann daginn yndislega fólk.

Ég er að flytja í lítið herbergi og þar er ekki hægt að snúrutengja borðvélina mína.

Þannig þá verð ég að nota USB netkort eða PCI-e kort og vantar smá uppástungur og eða reynslusögur.

Ég er búinn að skoða þessi tvö USB netkort:

Asus USB-AC56 802.11AC Dual Band Netkort

Netkort þráðl.TP-LINK AC 1200Mbps USB

Búinn að lesa newegg review um þessi tvö og þau eru mis góð svosem, enda nýlegar vörur

Einhver hlítur að vera með WIFI í borðvélinni sinni og með einhverja reynslu sögu eða uppástungur.

Með fyrirfram þökk :D

Re: WIFI í borðtölvu.

Sent: Mið 02. Sep 2015 13:56
af greatness
Sæll.

Ég verslaði mér þetta fyrir um það bil ári síðan og hef ekki lent í neinum vandræðum:

https://tolvutek.is/vara/gigabyte-gc-wb ... pci-e-kort

Fæ frábært merki og góðan hraða í allt sem skiptir máli. Í mínu tilviki er einn veggur sem að skilur á milli routers og tölvunnar.

Kveðja.
Daníel.

Re: WIFI í borðtölvu.

Sent: Mið 02. Sep 2015 14:31
af Kristján
greatness skrifaði:Sæll.

Ég verslaði mér þetta fyrir um það bil ári síðan og hef ekki lent í neinum vandræðum:

https://tolvutek.is/vara/gigabyte-gc-wb ... pci-e-kort

Fæ frábært merki og góðan hraða í allt sem skiptir máli. Í mínu tilviki er einn veggur sem að skilur á milli routers og tölvunnar.

Kveðja.
Daníel.


Ertu að spila einhverja leiki eða? þar sem ping og lat er eitthvað sem skiptir máli?

Re: WIFI í borðtölvu.

Sent: Mið 02. Sep 2015 16:42
af zedro
En að fara í net yfir rafmagn? Ég er með TP-Link AV500 Powerline Kit með rafmagnsúttaki og er mega sáttur.

Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:

Re: WIFI í borðtölvu.

Sent: Mið 02. Sep 2015 18:27
af Kristján
zedro skrifaði:En að fara í net yfir rafmagn? Ég er með TP-Link AV500 Powerline Kit með rafmagnsúttaki og er mega sáttur.

Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:


Já var líka að spá í það, málið er að ég er í risi fyrir ofan íbúðina sem leigusalinn er í og ekki viss hvort tenglarnir séu á sömu grein eða töflu.
Er eitthvað mál að finna það út eða?

Re: WIFI í borðtölvu.

Sent: Mið 02. Sep 2015 19:26
af greatness
"Ertu að spila einhverja leiki eða? þar sem ping og lat er eitthvað sem skiptir máli?"

Nei því miður...