Síða 1 af 1
Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Lau 29. Ágú 2015 11:32
af joker
Ég var búinn að bíða eftir því í nokkur ár að þeir kæmu í götuna, svo loksins rættist draumurinn sérfræðingur kom fyrst og ákvað að inntakið skyldu vera í sérbyggðum bílskúrnum sem er 15 metra frá húsinu. Ekki var hægt að hagga þeirri ákvörðun. Síðan komu þeir lögðu ljóleiðarann um götuna og inn í skúr. Nokkru síðar komu menn sem voru í hálftíma að reyna að blása fíbernum frá skúrum og inn inn í hús, en þeir gáfust upp og fékk ég upplýsingar um það hjá GR að tengingu inn inn í húsið var hafnað.
Hvernig finnst ykkur þessi þjónusta, og hef ég einhverja möguleika að nýta mér þetta svona.?
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Lau 29. Ágú 2015 12:04
af GuðjónR
Ómögulegt að segja, það vantar hina hlið málsins.
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Lau 29. Ágú 2015 12:18
af nidur
Geturðu ekki bara fengið ljósleiðarann í gang úti í skúr og sett lankapal á milli skúrs og húss?
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Lau 29. Ágú 2015 12:40
af joker
nidur skrifaði:Geturðu ekki bara fengið ljósleiðarann í gang úti í skúr og sett lankapal á milli skúrs og húss?
Þá þarf ég eftir sem áður að grafa upp garðinn á milli skúrsins og hússins. Svo er spurning hvort ég geti komið upp WiFi frá skúr og senda það yfir ?
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Lau 29. Ágú 2015 12:46
af nidur
Persónulega myndi ég bara grafa fyrir 2 köplum, en þú getur fengið þér directional Wifi antennas til að senda á milli með góðum styrk og örugglega með fínum hraða.
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Lau 29. Ágú 2015 12:48
af GuðjónR
joker skrifaði:nidur skrifaði:Geturðu ekki bara fengið ljósleiðarann í gang úti í skúr og sett lankapal á milli skúrs og húss?
Þá þarf ég eftir sem áður að grafa upp garðinn á milli skúrsins og hússins. Svo er spurning hvort ég geti komið upp WiFi frá skúr og senda það yfir ?
Það er smámál að grafa smá skurð á milli og setja eitt rör ofan í.
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Lau 29. Ágú 2015 15:39
af BugsyB
5ghz ac brú - kostar 21990
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Lau 29. Ágú 2015 16:25
af joker
Takk fyrir þetta félagar, ég íhuga stöðuna
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Mán 31. Ágú 2015 21:01
af PepsiMaxIsti
Hvar er þetta ef ég má vera forvitinn
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Þri 01. Sep 2015 22:05
af joker
110 Reykjavík
Takk Gagnaveita Reykjavíkur
Sent: Sun 04. Okt 2015 10:31
af joker
Fljótlega eftir að ég setti þetta inn hafði GR samband við mig og þeir aðstoðuðu mig að ljúka málinu. Ég varð reyndar að sjá um jarðvinnuna sjálfur þar á meðal að grafa upp stéttina (með snjóbræðslu) fyrir framan hús. Að lokum fannst rör í jörðu sem hægt var að nýta fyrir fíberinn og inn í hús. Nú er ég kominn með margfalt hraðari tengingu en ljósnetið gat boðið uppá. Kærar þakkir Gagnaveita Reykjavíkur fyrir frábæra þjónustu.
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Sun 04. Okt 2015 11:21
af wicket
Fannst rör í jörðu? semsagt ekki rör sem þeir vissu af og því væntanlega ekki þeirra eigið? það er bannað og lélegt af GR ef það er þá þannig.
Re: Gagnaveita Reykjavíkur leggur ljósleiðara
Sent: Sun 04. Okt 2015 14:28
af joker
wicket skrifaði:Fannst rör í jörðu? semsagt ekki rör sem þeir vissu af og því væntanlega ekki þeirra eigið? það er bannað og lélegt af GR ef það er þá þannig.
Þetta var ónotað rör í minni eigu og átti að notast fyrir símalögn út í bílskúr.