Er ekki álíka að rökræða hvaða farsímafyrirtæki sé best og að rökræða hvaða olíufélag sé best?
Verðin svipuð en upplifun fólks misjöfn, þú þarft að þarfagreina sjálfan þig, hvað er það sem þig vantar og hvað ertu tilbún að greiða fyrir það.
Ég er hjá Hringdu og verð að segja að það er alveg ágætt, er í dag með VDSL sem er 100/25 og er að reyna að fara í ljósleiðara ef Gagnaveitunni tekst að tengja hann "rétt" einhverntíman. Í upphafi ætlaði ég í 100/100 ljós með ótakmörkuðu niðurhali en við nánari athugun þá ákvað ég að taka 50/50.
Ég spurði sjálfan mig þarf ég 100/100 stöðuga tengingu? Liggur mig það mikið á að sækja t.d. þátt að ég verð að ná honum á 2 mínútum? Er ekki allt í lagi að gefa þessu 4 mínútur?
Verðmunurinn hjá Hringdu á 50/50 og 100/100 (báðar leiðir með ótakmörkuðu gagnamagni) er 2.200 á mán eða 26.400 á ári, það er hvorki meira né minna en 4 mánuðir í áskrift af 50/50.
Ef við horfum á Símafélagið og Vodafone þá er sambærilegt að horfa á 100/100 með 150GB erlendu og ótakamarkað 50/50 hjá Hringdu.
Hringiðan virðist samt bjóða best í ljósleiðaramálunum 100/100 ótakmarkað kostar 500 kr. meira mánaðarlega en 50/50 ótakmarkað hjá Hringdu var nú bara að sjá það núna þegar ég fór að skoða þessi mál. Spurning um að skipta?
Ef þú ert með ADSL eða VDSL þá kann dæmið að líta öðruvísi út.