Síða 1 af 1
Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Mið 05. Ágú 2015 20:29
af Vigfusson
Kvöldið ég er með frekar óvenjulegt vandamál sem mig langaði að athuga hvort fleirri ættu við.
Málið er þannig að ég er með server sem ég nota til þess að streama til fjölskyldumeðlima. Til þess notast ég við Plex. Fyrr á þessu ári tók hann allt í einu upp á því að loka fyrir allann aðgang að server-num hjá tveimur notendum og það eina sem þeir hafa sameiginlegt er að þeir eru hjá Tal(365).
Eftir að ég tengi mig við router frá tal þá næ ég ekki einu sinni að SSh-a mig inn á serverinn. Ef ég tengi mig inn á aðra routera þá tengist ég fínt.
Þannig að spurning mín er þessi, eru aðrir sem hafa lent í þessu og /eða hefur einhver náð að laga þetta?
Re: Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Mið 05. Ágú 2015 21:13
af Moldvarpan
Já, þarft mjög líklega að fara borga fyrir þjónustuna með plex pass.
Þessir hjá tal, eiga þeir það líka sameiginlegt að nota plex í gegnum media interface, atv, roku eða þess háttar viðmót?
Re: Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Mið 05. Ágú 2015 21:20
af Vigfusson
Sælir
Plex Passinn er virkur
og HTPC er Roku 3 en ég er læstur úti á hvaða tæki sem ég nota þegar ég tengist við routerinn (Sími, Fartölva), Þetta er ekki bara Plexinn sem er læstur heldur Serverinn sjálfur, Hef prufað tenginu hjá Símanum og Hringdu og þetta virkar fínt þar, Langaði bara að athuga hversu algengt vandamál þetta væri.
Re: Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Mið 05. Ágú 2015 21:22
af Gislinn
Moldvarpan skrifaði:Já, þarft mjög líklega að fara borga fyrir þjónustuna með plex pass.
Þessir hjá tal, eiga þeir það líka sameiginlegt að nota plex í gegnum media interface, atv, roku eða þess háttar viðmót?
Þetta hefur sennilegast ekkert með Plex Pass að gera fyrst ssh virkar ekki þegar hann tengist netinu hjá Tal en virkar annars á öðrum netum.
Re: Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Mið 05. Ágú 2015 21:27
af Vigfusson
Fannst það líklegast, bjóst bara við þvð að ná meiri athugli á ennan póst með því að blanda Plex inn i þetta.
Re: Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Mið 05. Ágú 2015 21:34
af Gislinn
Eru þessir hjá Tal séu með router frá Tal/365? Virkar að fara inná plex serverinn í gegnum 3G/4G á símanum þínum? Hefur þú aðgang að öðrum ssh-serverum sem þú getur prufað að logga þig inná í gegnum TAL netin?
Re: Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Fim 06. Ágú 2015 10:01
af Moldvarpan
Vigfusson skrifaði:Fannst það líklegast, bjóst bara við þvð að ná meiri athugli á ennan póst með því að blanda Plex inn i þetta.
Ef þú vilt að fólk leggi metnað í aðstoða þig, þá þarftu líka að gefa upp nákvæmari upplýsingar um hvernig vandamálið lýsir sér.
T.d. á hvernig tækjum ertu að nota plexið? Virkar það á HTPC viðmótum en ekki Roku/ATV? Lista upp tækin hvort þau séu local eða remote, viðmótið sem þau eru á og hvort þau séu connectable.
Þegar þú reynir að tengjast þessum tækjum, hvað gerist á skjánum? Ertu að fá villuboð?
Er serverinn alveg 100% rétt stilltur?
Og þess háttar.
Þú hlýtur að skilja hvað ég er að meina.
Re: Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Fim 06. Ágú 2015 13:14
af Vigfusson
Gislinn skrifaði:Eru þessir hjá Tal séu með router frá Tal/365? Virkar að fara inná plex serverinn í gegnum 3G/4G á símanum þínum? Hefur þú aðgang að öðrum ssh-serverum sem þú getur prufað að logga þig inná í gegnum TAL netin?
Notendur og ég sjálfur erum allir með router og áskriftarleið hjá Tal/(365).
Já það virkar að fara inn á Plex í gegnum 3G og jafnvel að SSH líka. Sagði það líka áður en fínt að endurtaka það að þegar tengst er með öðrum þjónustuaðilum (Síminn og Hringdu) Þá virkar allt heila kerfið eins og það á að virka.
Og að lokum nei, er ekki með neinn annan SSH aðgang sem gæti verið að valda truflunum.
Re: Vandamál á milli PLEX - Tal
Sent: Fim 06. Ágú 2015 13:25
af Vigfusson
Moldvarpan skrifaði:Ef þú vilt að fólk leggi metnað í aðstoða þig, þá þarftu líka að gefa upp nákvæmari upplýsingar um hvernig vandamálið lýsir sér.
T.d. á hvernig tækjum ertu að nota plexið? Virkar það á HTPC viðmótum en ekki Roku/ATV? Lista upp tækin hvort þau séu local eða remote, viðmótið sem þau eru á og hvort þau séu connectable.
Þegar þú reynir að tengjast þessum tækjum, hvað gerist á skjánum? Ertu að fá villuboð?
Er serverinn alveg 100% rétt stilltur?
Og þess háttar.
Þú hlýtur að skilja hvað ég er að meina.
Biðst afsökunar á illa uppsettum Pósti. En eins og hefur komið fram þá tel ég það afar ólíklegt að þetta vandamál hafi eitthvað að gera með sjálft Plexið. Notaði það frekar til að athuga hvort fleirri ættu í vanda með að tengjast innan Tal/(365) og hvort þeir hefðu náð að leysa það eða hvort þeir hefðu bara skipt um símafélag.