Vantar aðstoð með Excel tímaútreikninga
Sent: Mið 05. Ágú 2015 17:28
Jæja, það hljóta einhverjir excel snillingar að vera hérna inni, ég er það nefnilega engan vegin en dauðlangar að leysa útúr þessu vandamáli hjá mér.
Málið er að ég er með app sem að mér finnst helvíti þægilegt að nota til þess að fylgjast með vinnutímum hjá mér.
það skilar útúr sér á hinum og þessum formötum og álíka
Hérna er appið
Málið er að ég er að exporta þessu yfir í excel og fatta bara hreinlega ekki hvernig ég á að láta reikna út fyrir mig dagvinnu og yfirvinnutíma.
sjá þessa mynd
Málið er semsagt að ég vill endilega getað látið excel reikna út fyrir mig reit F1 og G1 (og svo auðvitað áfram niður)
en það þarf að vera þá að vera með eftirfarandi formerkjum.
yfirvinna er allt fyrir 08:00 og allt eftir 17:00
yfirvinna er auðvitað alltaf á laugardögum og sunnudögum.
og síðan er náttúrulega ekki verra ef að hægt er að reikna það líka eftir því hvort að það sé almennur frídagur eða ekki (þessir fjölmörgu íslensku frídagar (en þetta er svo sem aukaatriði sem að er ekkert bráðnauðsynlegt))
Vandamálið er bara fyrst og fremst að það er svo helvíti langt síðan að ég fiktaði eitthvað í excel að ég bara kann andskotann ekkert á þetta, sem að er náttúrulega virkilega slæmt, þar sem að þetta er eitt albesta forrit í heiminum.
Mig grunar all snarlega að þetta sé einhver sáraeinföld formúla sem að ég er bara ekki að fatta, ég er nú búinn að prufa að googla þetta aðeins, en ég er að gera mig alveg endanlega gráhærðann á því, þar að auki þá er heilsan enþá ekkert neitt rosalega frábær eftur þjóðhátíð.
Ef að einhver ykkar gæti bjargað mér með þetta, þá væri það bara alveg vægast sagt frábært.
Með fyrirfram þökkum og kveðju.
urban
Málið er að ég er með app sem að mér finnst helvíti þægilegt að nota til þess að fylgjast með vinnutímum hjá mér.
það skilar útúr sér á hinum og þessum formötum og álíka
Hérna er appið
Málið er að ég er að exporta þessu yfir í excel og fatta bara hreinlega ekki hvernig ég á að láta reikna út fyrir mig dagvinnu og yfirvinnutíma.
sjá þessa mynd
Málið er semsagt að ég vill endilega getað látið excel reikna út fyrir mig reit F1 og G1 (og svo auðvitað áfram niður)
en það þarf að vera þá að vera með eftirfarandi formerkjum.
yfirvinna er allt fyrir 08:00 og allt eftir 17:00
yfirvinna er auðvitað alltaf á laugardögum og sunnudögum.
og síðan er náttúrulega ekki verra ef að hægt er að reikna það líka eftir því hvort að það sé almennur frídagur eða ekki (þessir fjölmörgu íslensku frídagar (en þetta er svo sem aukaatriði sem að er ekkert bráðnauðsynlegt))
Vandamálið er bara fyrst og fremst að það er svo helvíti langt síðan að ég fiktaði eitthvað í excel að ég bara kann andskotann ekkert á þetta, sem að er náttúrulega virkilega slæmt, þar sem að þetta er eitt albesta forrit í heiminum.
Mig grunar all snarlega að þetta sé einhver sáraeinföld formúla sem að ég er bara ekki að fatta, ég er nú búinn að prufa að googla þetta aðeins, en ég er að gera mig alveg endanlega gráhærðann á því, þar að auki þá er heilsan enþá ekkert neitt rosalega frábær eftur þjóðhátíð.
Ef að einhver ykkar gæti bjargað mér með þetta, þá væri það bara alveg vægast sagt frábært.
Með fyrirfram þökkum og kveðju.
urban