Síða 1 af 1

Routing til Evrópu hjá Hringidan.is

Sent: Mán 03. Ágú 2015 14:31
af pepsico
Ég ákvað að athuga af hverju ég og aðrir sem ég þekki hjá Hringiðunni erum með talsvert hærra latency til Svíþjóðar en allir aðrir.

Ástæðan er frekar fyndin og ég er spenntur að heyra skýringar þegar það opnar hjá þeim á morgun kl. 09.00.

Mynd

Mynd

Einhver í Kiev er greinilega æstur að fá viðskiptin.

Þetta er það sem væri mögulegt með því að nota DANICE:

Mynd

Re: Routing til Evrópu hjá Hringidan.is

Sent: Mán 03. Ágú 2015 16:43
af Revenant
Hringiðan (AS25509) er með Cogent og NORDUnet sem upstream.
Cogent eru frægir fyrir að vera með ódýrustu transit umferðina og eins og sagt er "you get what you pay for" (sjá t.d. Netflix debate-ið milli Cogent og Verizon).

Re: Routing til Evrópu hjá Hringidan.is

Sent: Mán 03. Ágú 2015 17:38
af depill
Basicly þetta að ofan. Cogent fer ekki shortest-path heldur cheapest-path og eru frægir fyrir það.

Re: Routing til Evrópu hjá Hringidan.is

Sent: Mán 03. Ágú 2015 22:52
af emmi
Hvaða ispar á Íslandi eru með bestu tengingarnar/rútur í dag?

Re: Routing til Evrópu hjá Hringidan.is

Sent: Þri 04. Ágú 2015 00:04
af ponzer
Síminn hefur alltaf verið með mjög reliable uppá routing útúr landi.

Re: Routing til Evrópu hjá Hringidan.is

Sent: Þri 04. Ágú 2015 16:50
af Revenant
Mér finnst mjög þægilegt að nota http://bgp.he.net/ til að skoða svona.

Nokkur dæmi:

* Vodafone notast við CWC sem transit (CWC er í eigu Vodafone)
* Síminn er með Cogent, HE og Tinet SpA sem transit (að ég held) en þeir peer-a við marga aðra aðila í gegum LINX og AMS-IX.
* Hringdu er með TATA COMMUNICATIONS
* Advania er með Cogent og HE en peer-ast við aðra aðila.
* 365 rúta sig í gegnum Símann eða Advania.

Re: Routing til Evrópu hjá Hringidan.is

Sent: Þri 04. Ágú 2015 21:53
af depill
Revenant skrifaði:Mér finnst mjög þægilegt að nota http://bgp.he.net/ til að skoða svona.

Nokkur dæmi:

* Vodafone notast við CWC sem transit (CWC er í eigu Vodafone)
* Síminn er með Cogent, HE og Tinet SpA sem transit (að ég held) en þeir peer-a við marga aðra aðila í gegum LINX og AMS-IX.
* Hringdu er með TATA COMMUNICATIONS
* Advania er með Cogent og HE en peer-ast við aðra aðila.
* 365 rúta sig í gegnum Símann eða Advania.


Jamm HE og RIPE er fínt til að athuga svona. Þetta er samt horft frá augum HE

Síminn er með Transit við Cogent og TiNet. Þeir peera við marga aðila í gegnum Linx, AMS-IX ( þar á meðal HE ), sem eru stærstu peeringa punktarnir í Evrópu
Vodafone Ísland er í gegnum C&W mjög sterkur aðili sem er í eigu Vodafone UK
Hringdu er í gegnum Farice og TATA. Farice(sem ISP ekki beintengt strengnum) er svo í gegnum Cogent, TiNet, TATA og nLayer.
Advania er að peera í LINX. Þeir Transita í gegnum Staminus og Cogent ( peera við HE )
365 rútar mest í gegnum Símann og svo Advania
Símafélagið í gegnum Level3, Eastlink, Cogent


Væntanlega af þessum aðilum er Síminn ( og þeir sem eru bakvið þá ) með bestu "rútunar". Hins vegar er margt annað sem kemur inní eins og gæði búnaðar, uppsetning netkerfa og auðvita síðast en alls ekki síst stærð pípana.