Síða 1 af 1
MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Sun 19. Júl 2015 01:08
af DJOli
Kvöldið.
Ég er búinn að eiga í basli með að opna port á MediaAccess routernum mínum. Lenti í svipuðu veseni á gamla routernum.
Ég er búinn að forwarda portunum inni á routernum rétt, eins og á að gera það. Þetta hefur ekki breyst mikið í þessu viðmóti síðustu 10 ár.
En skv.
http://www.canyouseeme.org/ er lokað fyrir portin.
Þau eru assignuð, bæði tcp og udp, á rétta tölvu, hvorki hakað í log né cone, og extended security er óhakað. Ég er með fasta local ip tölu svo að hún breytist ekkert á milli tölvunnar og routersins.
Hvað á þá að gera? Hringja í símann eða eru þið með aðrar lausnir?
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Sun 19. Júl 2015 02:12
af BugsyB
hvaða port er þetta
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Sun 19. Júl 2015 04:02
af Danni V8
Er með Technicolor TG589vn v2 og sama hvað ég reyni, það er ekki séns að opna port í þessu. Er búinn að margprófa þetta með fullt af mismunandi portum.
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Sun 19. Júl 2015 10:06
af brain
Skrítið, er með sama router.
Hosta TS3, hosta fileserver, oft leiki..
Ekkert mál að opna port.
Kannski bara bilaður hjá þér ?
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Sun 19. Júl 2015 11:39
af kizi86
ertu með firewall installaðann í tölvunni þinni?
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Sun 19. Júl 2015 14:09
af DJOli
Já, ég er með uppsettann Comodo. En hvort portið sé þegar forwardað í honum eða ekki, breytir það því nokkuð að vefsíður sjá portið samt sem lokað?
og portin eru v. counterstrike (27000-27015)
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Sun 19. Júl 2015 15:11
af arons4
DJOli skrifaði:Já, ég er með uppsettann Comodo. En hvort portið sé þegar forwardað í honum eða ekki, breytir það því nokkuð að vefsíður sjá portið samt sem lokað?
og portin eru v. counterstrike (27000-27015)
Eina leiðin til þess að síður eins og canyouseeme viti hvort portið sé opið er hvort þau fái eitthvað svar á þeim portum(þaes að það sé eitthvað í gangi á þeim) og local eldveggur getur lokað á þá traffík.
Pakkar koma í router sem beinir þeim á local ip(tölvuna þína) þar sem þær lenda á eldveggnum í tölvunni sem blockar þá þannig að csgo fær þá aldrei
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Sun 19. Júl 2015 23:09
af wicket
Er með þennan router og ca 16 port opin fyrir hinar og þessar þjónustur sem ég er með í gangi.
Allt virkað eins og í sögu. Pottþétt eitthvað á local netinu þínu að trufla.
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Þri 21. Júl 2015 02:31
af DJOli
Ég var að setja upp garry's mod server hérna heima, og ekkert gerist. portið ennþá lokað.
Hérna eru skjáskot af stillingunum hjá mér.
og já, ég var búinn að hleypa srcds.exe í gegnum comodo eldvegginn hjá mér.
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Þri 21. Júl 2015 12:12
af arons4
Byrjaðu að prufa að slökkva alveg á comodo eldveggnum hjá þér. Auðvelt að útiloka það.
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Þri 21. Júl 2015 12:18
af DJOli
Búinn að slökkva alveg á eldveggnum. Núna hef ég fengið nóg og hringi bara í Símann.
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Þri 21. Júl 2015 12:47
af arons4
Finnst alveg lang líklegast að þetta sé innranets vandamál(þá annaðhvort windows firewall eða þessi comodo eldveggur)
Re: MediaAccess tg789vac port opið en lokað.
Sent: Þri 21. Júl 2015 12:49
af DJOli
Tókst að opna portið. Takk fyrir svörin.
Tcp og udp *verða* að matcha. Maður þarf að búa til sitt eigið config inni á beininum til að opna port.
Assigna þarf bæði tcp og udp á 27000-27015.
og serverinn virðist verða að vera í gangi svo hægt sé að gá hvort portið sé opið.