Síða 1 af 1

Tölva man aldrei lykilorð að neti á Bewan router.

Sent: Þri 14. Júl 2015 11:35
af Snorrmund
Góðann daginn

Ég var að fá mér tengingu hjá Vodafone, er með einhvern ljósnets router sem þeir sköffuðu sem að er frá Bewan. Málið er að ég hef verið með tengingu hjá vodafone áður og með router sem leit allavega svipað út, gæti samt verið einhver nýrri týpa.

En núna lendi ég í því að tölvan mín vill aldrei muna lykilorðið að netinu, þannig að ef að ég vek hana úr sleep mode þá þarf ég í hvert einasta skipti að stimpla inn lykilorðið. Hann var með WEP lykilorð fyrst, en ég prufaði að breyta því yfir í WPA án þess að það hafi skipt neinu. Búinn að prufa alla driverana sem eru í boði fyrir tölvuna, þetta kemur eins út á þeim öllum. Er virkilega eina töfra lausninn að reyna að fá annan router hjá Vodafone ?

Þetta er Samsung Series 5 ultra fartölva. Sé á googli mínu að það eru fleiri sem hafa lent í þessu, hjá þeim virkar oftast að henda út öllum driverum og finna driver sem "virkar" en það virðist ekki virka hjá mér. Ef að eina lausnin er að skipta út routernum, hvaða router mæliði þá með ?

Re: Tölva man aldrei lykilorð að neti á Bewan router.

Sent: Þri 14. Júl 2015 11:41
af pepsico
Tengdu þig inn á netið, farðu í eftirfarandi möppu og settu allar skrár í undirmöppunum sem Read Only í File Properties

C:\ProgramData\Microsoft\Wlansvc\Profiles\Interfaces

Vek líka athygli þína á því að WEP og WPA eru eins og að hafa opið hús. WPA2 er lágmarkið í almennilegu öryggi.

Re: Tölva man aldrei lykilorð að neti á Bewan router.

Sent: Þri 14. Júl 2015 14:16
af Snorrmund
Algjör snillld, ég prufa þetta á eftir! Takk kærlega fyrir.

En annars stillti ég á WPA2-PSK þar sem að það var "öruggasti" fídusinn sem hægt var að velja, gleymdi bara að skrifa 2 aftan við áðan :p

Re: Tölva man aldrei lykilorð að neti á Bewan router.

Sent: Þri 14. Júl 2015 22:50
af pepsico
Komið í lag?

Re: Tölva man aldrei lykilorð að neti á Bewan router.

Sent: Mið 15. Júl 2015 10:15
af Snorrmund
Já þetta virkaði! :) Ég þakka kærlega fyrir !