Síða 1 af 1

Hvaða router? (ljós)

Sent: Mið 01. Júl 2015 11:36
af blitz
Það er loksins að koma ljósleiðari í hverfið okkar og þá fer mig að vanta router.

Er til í að eyða allt að 25.000 fyrir rétta tólið (verður verslaður í DE eða UK).

Fróðari menn - hvað á ég að skoða? Hvað er þokkalega future proof upp á wifi-staðla?

Kv.,

Re: Hvaða router? (ljós)

Sent: Mið 01. Júl 2015 13:28
af Skari
Er ekki sá flinkasti á router en þessi hefur verið að virka fyrir mig fínt
http://tl.is/product/rt-ac87u-broadband ... erformance

Kostar eflaust um 25-30þús í DE

Re: Hvaða router? (ljós)

Sent: Mið 01. Júl 2015 16:39
af mercury
Er međ 2x asus routera og fer sà eldri ađ verđa 3 àra. Aldrei neitt vesen. Mæli klàrlega međ þeim.