Síða 1 af 1
Besta 4g netið í rvk
Sent: Lau 27. Jún 2015 22:38
af Viktor87
Ég er með note 4 (var með galaxy s3) og er með frelsis-áskrift.
Málið er að inni í íbúð hjá mér næst mjög slappt samband (hef aldrei komist upp í h+, hvað þá 3g/4g).
Vinur minn er hjá tal, og hann nær fínu sambandi.
Er virkilega svona mikill munur milli fyrirtækja og hvaðá fyrirtæki mælið þið með fyrir sem mesta 4g coverið?
Re: Besta 4g netið í rvk
Sent: Lau 27. Jún 2015 22:44
af krat
Fyrirtækin eru með mismunandi cover á 4g og meðan önnur leggja upp úr að hafa sem víðast leggja önnur upp með að hafa fleiri senda á þéttari svæðum.
gætir líka stillt síman þannig hann flakki á milli kerfa eftir hraða
Re: Besta 4g netið í rvk
Sent: Lau 27. Jún 2015 22:58
af Viktor87
krat skrifaði:Fyrirtækin eru með mismunandi cover á 4g og meðan önnur leggja upp úr að hafa sem víðast leggja önnur upp með að hafa fleiri senda á þéttari svæðum.
gætir líka stillt síman þannig hann flakki á milli kerfa eftir hraða
Þannig að fyrir mig myndu fleiri sendar á þéttara svæði væntanlega vera málið?
Og ertu að tala um data roaming? Því ég er með það en það virðist lítið segja, á hvorugum símanum sem ég hef átt.
Re: Besta 4g netið í rvk
Sent: Sun 28. Jún 2015 11:25
af Gislinn
Í íbúðinni heima hjá mér er fínt netsamband hjá flestum nema þeim sem eru hjá símanum, þeir eru að ná E í besta falli.