Val á internetþjónustu
Sent: Fim 18. Jún 2015 19:37
Sælir spjallverjar.
Var að velta fyrir mér hvaða ISP þið mælið með. Er staddur á Reyðarfirði, og er samkvæmt flestum netveitum á ljósnetsvæði. Hef verið að skoða hinar og þessar netveitur og ég er heitastur fyrir Hringiðunni, Hringdu eða Vodafone. Síminn kemur ekki til greina þar sem að þeir mæla allt. Er helst að leita að ótakmörkuðu niðurhali eða þá bara netveitu sem mælir erlent niðurhal. Las í gegnum Hringdu þráðinn og það fældi mig aðeins frá þeim, en samt líst mér vel á pakkann hjá þeim. Mér líst líka þokkalega vel á Hringiðuna, verst bara að ég hef bæði sent þeim email, og fyrirspurn á síðunni hjá þeim varðandi hvað þeir bjóða uppá, og engin svör fengið.
Allar ábendingar vel þegnar!
Var að velta fyrir mér hvaða ISP þið mælið með. Er staddur á Reyðarfirði, og er samkvæmt flestum netveitum á ljósnetsvæði. Hef verið að skoða hinar og þessar netveitur og ég er heitastur fyrir Hringiðunni, Hringdu eða Vodafone. Síminn kemur ekki til greina þar sem að þeir mæla allt. Er helst að leita að ótakmörkuðu niðurhali eða þá bara netveitu sem mælir erlent niðurhal. Las í gegnum Hringdu þráðinn og það fældi mig aðeins frá þeim, en samt líst mér vel á pakkann hjá þeim. Mér líst líka þokkalega vel á Hringiðuna, verst bara að ég hef bæði sent þeim email, og fyrirspurn á síðunni hjá þeim varðandi hvað þeir bjóða uppá, og engin svör fengið.
Allar ábendingar vel þegnar!