Síða 1 af 1

Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 20:57
af Njall_L
Er að flytja í skóla í haust og þarf að velja mér internetveitu fyrir næstu 2 árin ](*,) . Íbúðin er á ljósleiðarasvæði í Reykjavík og ég áætla að vera bara með net, ekkert IpTV eða neitt þannig.
Ætla að byrja með pakka með 100GB erlendu niðurhali eða ótakmarkaðan pakka.
Flestar ljósleiðaratengingar eru gefnar upp með 100Mb/s hraða en 50Mb/s hafa verið miklu meira en nóg fyrir mig síðustu árin svo þessi hraði skiptir mig ekki öllu máli.
Ég legg mest uppúr að tengingin sé stapíl á öllum tíma sólahringsins og þjónusta góð ef ég þarf hana.
Einnig er ég ekki að fara að kaupa router þar sem er óvíst hvert ég fer eftir námið og ætla bara að nota þá routera sem netveiturnar bjóða uppá

Hér er smá samantekt á þeim veitum sem ég myndi vilja versla við, verðin eru öll miðuð við heimasíðurnar hjá hverri veitu fyrir sig.

Síminn – Hef engan áhuga á að versla við þá eftir að þeir fóru að mæla allt upphal/niðurhal og þannig rugl [-X

Vodafone – Hef alltaf verið frekar hrifinn af þeim hvað þjónustu og pakka varðar.
100GB pakki, router og línugjald – 8.202kr á mánuði

Hringdu – Var mjög spenntur fyrir þeim og þá sérstaklega ótakmarkaða pakkanum en eftir að hafa lesið í gegnum Hringdu þráðinn hérna á spjallinu er ég nokkuð óviss um þjónustuna frá þeim. Þráðurinn er reyndar orðinn ansi gamall en þetta virðist vera orðið solid þjónusta í dag \:D/
100GB pakki, router og línugjald - 8160 kr á mánuði
Ótakmarkað niðurhal 50Mb/s, router og línugjald – 9369kr á mánuði


365 – Perónulega finnst mér pakkarnir sniðugastir hjá þeim, allavega að lesa um þá, en spurning hvernig það reynist í alvörunni. Þú í stuttu máli færð 20GB frítt á mánuði en borgar í lok mánaðarins og borgar þá fyrir allt umfram þessi 20GB. En þeir mæla allt upphal/niðurhal þannig þeir eru útúr myndinni :no

Hringiðan – Veit ekkert um þetta fyrirtæki og fann það ekki fyrr en eftir góða stund á Google. Væri gaman að heyra í einhverjum sem er með tengingu hjá þeim og hvernig hún er að virka.
100GB pakki, roter og línugjald - 9060 kr á mánuði
Ótakamarkað niðurhal 100Mb/s, router og línugjald - 10060kr á mánuði


Tal – Svipað og með Hringiðuna, ég þekki ekkert inná þetta fyrirtæki og hef heyrt meira af slæmum sögum en góðum, þó eru það oft ósáttu raddirnar sem hafa hæðst þá væri gaman að heyra hvort að þeir séu málið.
100GB pakki, router og línugjald - 9290kr á mánuði

Símafélagið - Bæti þessu við eftir komment hérna á þræðinum, hafði ekki hugmynd um að þetta fyrirtæki væri til en þeir eru að bjóða flott verð og ef einhver hefur eitthvað að segja um þá væri fínt að heyra það.
100GB pakki, router og línugjald - 8030kr á mánuði

Nú spyr ég, hvað mynduð þið vaktarar velja af þessu útfrá verði, þjónustu og gæðum tengingar? Einnig hvort ég sé að gleyma einhverjum veitum sem er þess virði að kíkja á.

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 21:18
af HalistaX
Ég myndi taka ótakmarkað niðurhal hjá hringdu á 9369 kr á mánuði, hljómar nokkuð solid fyrir mér.

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 21:19
af Dúlli
Mæli með hringdu.

Tal er 365, þeir voru að sameinast minnir mig og þjónustan hjá þeim sökkar út frá því sem ég hef heyrt frá fólki sem ég þekki.

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 21:54
af steinarorri
Við erum hjá Hringiðunni, er sáttur þar.
Ég veit samt ekki hvernig þú reiknar út að endalaust niðurhal + router + lína sé á 11 þúsund.
Tengingin er á 7 þús, router á 500kr og línan á 2.600. Samtals 10 þús :)

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 22:05
af Njall_L
steinarorri skrifaði:Við erum hjá Hringiðunni, er sáttur þar.
Ég veit samt ekki hvernig þú reiknar út að endalaust niðurhal + router + lína sé á 11 þúsund.
Tengingin er á 7 þús, router á 500kr og línan á 2.600. Samtals 10 þús :)


Hárrétt hjá þér og ég þakka ábendinguna, verðið hjá þeim fyrir þetta er 10.060kr á mánuði. Breyti þessu hið snarasta :japsmile

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 22:17
af kizi86
mæli með hringiðunni, góð aldrei verið vesen nema í eitt skiptið þá var það bara pickles með routerinn, veit ekki hvort geti mælt með hringdu, var hjá þeim í eitt ár, og það ár var mjööög sveiflukennt, inn út inn út sambandið, og svo lenti ég í geeeðveiku veseni með reikninga frá þeim, bað sérstaklega um að vera sent greiðsluseðil í pósti því var ekki með heimabanka þá, ekki vandamálið sögðu þeir, svo tveim mánuðum seinna hringdi ég og spurði hvað varð um reikningana sem átti að fá sent í pósti svo gæti borgað þeim, þeir sögðust ætla að senda reikningana með hraði, en þar sem ég er mjög gleyminn gleymdi ég að fylgjast með þessu, og svo 4 mánuðum seinna fékk ég allt í einu löginnheimtubréf frá mótus um að væri komnir dráttarvextir og innheimtugjöld á þetta og það sem hefði átt að vera 40k ish var allt í einu orðið að 100.000kr! ég hringdi með hraði og HRAUNAÐI yfir þessa dúdda í hringdu, fékk allan aukakostnað felldan niður og borgaði þetta og færði mig yfir til annarar netveitu..

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 22:27
af nidur
Það vantar símafélagið á þennan lista hjá þér.

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 23:38
af Njall_L
kizi86 skrifaði:mæli með hringiðunni, góð aldrei verið vesen nema í eitt skiptið þá var það bara pickles með routerinn, veit ekki hvort geti mælt með hringdu, var hjá þeim í eitt ár, og það ár var mjööög sveiflukennt, inn út inn út sambandið, og svo lenti ég í geeeðveiku veseni með reikninga frá þeim, bað sérstaklega um að vera sent greiðsluseðil í pósti því var ekki með heimabanka þá, ekki vandamálið sögðu þeir, svo tveim mánuðum seinna hringdi ég og spurði hvað varð um reikningana sem átti að fá sent í pósti svo gæti borgað þeim, þeir sögðust ætla að senda reikningana með hraði, en þar sem ég er mjög gleyminn gleymdi ég að fylgjast með þessu, og svo 4 mánuðum seinna fékk ég allt í einu löginnheimtubréf frá mótus um að væri komnir dráttarvextir og innheimtugjöld á þetta og það sem hefði átt að vera 40k ish var allt í einu orðið að 100.000kr! ég hringdi með hraði og HRAUNAÐI yfir þessa dúdda í hringdu, fékk allan aukakostnað felldan niður og borgaði þetta og færði mig yfir til annarar netveitu..


Þetta er nákvæmlega það sem Hringdu þráðurinn einkenndist af en ég var að vonast til að þjónustan og stöðugleikinn væri orðinn betri í dag

nidur skrifaði:Það vantar símafélagið á þennan lista hjá þér.


Búin að bæta því inn á listann og þakka ábendinguna :)

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fim 11. Jún 2015 23:46
af rapport
http://vortex.is/

Hringiðan, því það er það eina sem hljómar cool á ensku...

Og líka því að þú getur fengið þrusu routera á leigu hjá þeim og/eða þeir reddað þér díl.

Hef verið hjá Símanum, hætti þar af prinsippástæðum og fór í Hringdu, hætti svo þar vegna afleitrar virkni á netþjónustu og þegar ég heyrði að allt USA samband færi í gegnum UK...

Er núna hjá Hringiðunni og hef aldrei haft betra internetz

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fös 12. Jún 2015 01:53
af frappsi
Hvernig færðu tölurnar fyrir Hringdu og Hringiðuna?
Ég fæ þetta fyrir ótakmarkað ljósnet + línu + leigu á tæki
Hringdu = 7399 + 1890 + 790 = 10079
Vortex = 6990 + 1690 + 490 = 9170

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fös 12. Jún 2015 12:07
af emmi
Hef verið hjá Símafélaginu í rúmt ár núna. Hef ekkert annað en gott um þá að segja.

Re: Að velja netveitu?

Sent: Fös 12. Jún 2015 12:50
af Njall_L
frappsi skrifaði:Hvernig færðu tölurnar fyrir Hringdu og Hringiðuna?
Ég fæ þetta fyrir ótakmarkað ljósnet + línu + leigu á tæki
Hringdu = 7399 + 1890 + 790 = 10079
Vortex = 6990 + 1690 + 490 = 9170


Þessar tölur hjá þér eru reiknaðar út frá ljósneti og eru alveg hárréttar. Ég verð hinsvegar með ljósleiðara og þá er gjaldskráin öðruvísi :happy