Að velja netveitu?
Sent: Fim 11. Jún 2015 20:57
Er að flytja í skóla í haust og þarf að velja mér internetveitu fyrir næstu 2 árin . Íbúðin er á ljósleiðarasvæði í Reykjavík og ég áætla að vera bara með net, ekkert IpTV eða neitt þannig.
Ætla að byrja með pakka með 100GB erlendu niðurhali eða ótakmarkaðan pakka.
Flestar ljósleiðaratengingar eru gefnar upp með 100Mb/s hraða en 50Mb/s hafa verið miklu meira en nóg fyrir mig síðustu árin svo þessi hraði skiptir mig ekki öllu máli.
Ég legg mest uppúr að tengingin sé stapíl á öllum tíma sólahringsins og þjónusta góð ef ég þarf hana.
Einnig er ég ekki að fara að kaupa router þar sem er óvíst hvert ég fer eftir námið og ætla bara að nota þá routera sem netveiturnar bjóða uppá
Hér er smá samantekt á þeim veitum sem ég myndi vilja versla við, verðin eru öll miðuð við heimasíðurnar hjá hverri veitu fyrir sig.
Síminn – Hef engan áhuga á að versla við þá eftir að þeir fóru að mæla allt upphal/niðurhal og þannig rugl
Vodafone – Hef alltaf verið frekar hrifinn af þeim hvað þjónustu og pakka varðar.
100GB pakki, router og línugjald – 8.202kr á mánuði
Hringdu – Var mjög spenntur fyrir þeim og þá sérstaklega ótakmarkaða pakkanum en eftir að hafa lesið í gegnum Hringdu þráðinn hérna á spjallinu er ég nokkuð óviss um þjónustuna frá þeim. Þráðurinn er reyndar orðinn ansi gamall en þetta virðist vera orðið solid þjónusta í dag
100GB pakki, router og línugjald - 8160 kr á mánuði
Ótakmarkað niðurhal 50Mb/s, router og línugjald – 9369kr á mánuði
365 – Perónulega finnst mér pakkarnir sniðugastir hjá þeim, allavega að lesa um þá, en spurning hvernig það reynist í alvörunni. Þú í stuttu máli færð 20GB frítt á mánuði en borgar í lok mánaðarins og borgar þá fyrir allt umfram þessi 20GB. En þeir mæla allt upphal/niðurhal þannig þeir eru útúr myndinni
Hringiðan – Veit ekkert um þetta fyrirtæki og fann það ekki fyrr en eftir góða stund á Google. Væri gaman að heyra í einhverjum sem er með tengingu hjá þeim og hvernig hún er að virka.
100GB pakki, roter og línugjald - 9060 kr á mánuði
Ótakamarkað niðurhal 100Mb/s, router og línugjald - 10060kr á mánuði
Tal – Svipað og með Hringiðuna, ég þekki ekkert inná þetta fyrirtæki og hef heyrt meira af slæmum sögum en góðum, þó eru það oft ósáttu raddirnar sem hafa hæðst þá væri gaman að heyra hvort að þeir séu málið.
100GB pakki, router og línugjald - 9290kr á mánuði
Símafélagið - Bæti þessu við eftir komment hérna á þræðinum, hafði ekki hugmynd um að þetta fyrirtæki væri til en þeir eru að bjóða flott verð og ef einhver hefur eitthvað að segja um þá væri fínt að heyra það.
100GB pakki, router og línugjald - 8030kr á mánuði
Nú spyr ég, hvað mynduð þið vaktarar velja af þessu útfrá verði, þjónustu og gæðum tengingar? Einnig hvort ég sé að gleyma einhverjum veitum sem er þess virði að kíkja á.
Ætla að byrja með pakka með 100GB erlendu niðurhali eða ótakmarkaðan pakka.
Flestar ljósleiðaratengingar eru gefnar upp með 100Mb/s hraða en 50Mb/s hafa verið miklu meira en nóg fyrir mig síðustu árin svo þessi hraði skiptir mig ekki öllu máli.
Ég legg mest uppúr að tengingin sé stapíl á öllum tíma sólahringsins og þjónusta góð ef ég þarf hana.
Einnig er ég ekki að fara að kaupa router þar sem er óvíst hvert ég fer eftir námið og ætla bara að nota þá routera sem netveiturnar bjóða uppá
Hér er smá samantekt á þeim veitum sem ég myndi vilja versla við, verðin eru öll miðuð við heimasíðurnar hjá hverri veitu fyrir sig.
Síminn – Hef engan áhuga á að versla við þá eftir að þeir fóru að mæla allt upphal/niðurhal og þannig rugl
Vodafone – Hef alltaf verið frekar hrifinn af þeim hvað þjónustu og pakka varðar.
100GB pakki, router og línugjald – 8.202kr á mánuði
Hringdu – Var mjög spenntur fyrir þeim og þá sérstaklega ótakmarkaða pakkanum en eftir að hafa lesið í gegnum Hringdu þráðinn hérna á spjallinu er ég nokkuð óviss um þjónustuna frá þeim. Þráðurinn er reyndar orðinn ansi gamall en þetta virðist vera orðið solid þjónusta í dag
100GB pakki, router og línugjald - 8160 kr á mánuði
Ótakmarkað niðurhal 50Mb/s, router og línugjald – 9369kr á mánuði
365 – Perónulega finnst mér pakkarnir sniðugastir hjá þeim, allavega að lesa um þá, en spurning hvernig það reynist í alvörunni. Þú í stuttu máli færð 20GB frítt á mánuði en borgar í lok mánaðarins og borgar þá fyrir allt umfram þessi 20GB. En þeir mæla allt upphal/niðurhal þannig þeir eru útúr myndinni
Hringiðan – Veit ekkert um þetta fyrirtæki og fann það ekki fyrr en eftir góða stund á Google. Væri gaman að heyra í einhverjum sem er með tengingu hjá þeim og hvernig hún er að virka.
100GB pakki, roter og línugjald - 9060 kr á mánuði
Ótakamarkað niðurhal 100Mb/s, router og línugjald - 10060kr á mánuði
Tal – Svipað og með Hringiðuna, ég þekki ekkert inná þetta fyrirtæki og hef heyrt meira af slæmum sögum en góðum, þó eru það oft ósáttu raddirnar sem hafa hæðst þá væri gaman að heyra hvort að þeir séu málið.
100GB pakki, router og línugjald - 9290kr á mánuði
Símafélagið - Bæti þessu við eftir komment hérna á þræðinum, hafði ekki hugmynd um að þetta fyrirtæki væri til en þeir eru að bjóða flott verð og ef einhver hefur eitthvað að segja um þá væri fínt að heyra það.
100GB pakki, router og línugjald - 8030kr á mánuði
Nú spyr ég, hvað mynduð þið vaktarar velja af þessu útfrá verði, þjónustu og gæðum tengingar? Einnig hvort ég sé að gleyma einhverjum veitum sem er þess virði að kíkja á.