JReykdal skrifaði:Það er satt að það er ekki nóg að halda hlutina, maður verður að vera viss.
Það hefur aldrei verið tilkynnt að Content Server væri kominn í fullt gang hjá Símanum (þótt það sé verið að vinna í því).
Hvernig væri að tilkynna þá að þið eruð ekki að hýsa þetta þar sem það var mjög skýrt tekið fram að þið væruð að setja upp content server.
Eftir að hafa beðið í meira en viku og séð skjalfta logo á content provider bannernum auk þess að sjá steam.skjalfti.is í netstat þá er ekki hægt að búast við örðu en að Síminn sé að hýsa þetta.
hugi.is/hl skrifaði:Steam Content server hjá Símanum Internet.
Samningar hafa tekist milli Internetþjónustu Símans og Valve um hýsingu á Steam Content server fyrir viðskiptavini Internetþjónustu Símans.
Í þessum töluðum orðum er verið að keyra upp á höfða til Opinna kerfa hf. og sækja vélbúnaðinn fyrir þessa þjónustu, ekkert slor þar á ferð, HP Proliant 360 server.
Reikna má með að þjónusta þessi verði komin í gagnið á allra næstu dögum.
Með fullri virðingu fyrir þér JReykdal þá stendur þarna
skýrum stöfum að þið værið að setja upp
CONTENT server. Greinilegt að Símanum lá of mikið á að tilkynna að þeir væru að bjóða upp á þetta en samkeppnisaðilar ekki að þeir hafa gleymt að segja að við þurfum samt að borga fyrir steam efni.
Ég er nú enginn fróður um lög og reglur á þessu sviði en fyrir mér þá er þetta algjörlega ósættanlegt og að ætlast til að við borgum fyrir þetta download er hreint út sorglegt.
Það er rétt hjá þér að það var aldrei tilkynnt að hún væri komin í gang en þessi tilkynning ásamt skjalfta logo í steam og steam.skjalfti.is í netstat ætti að vera nóg fyrir hinn venjulega viðskiptavin að álykta að hann væri að hagnast á að vera í viðskiptum við símann. Sem hann var greinilega ekki.
Við erum ekki með "content server" frá Valve. Og því hefur hann ekki getað valið mirror sem er merktur Síminn og þess vegna var þetta utanlandsdownload. Það er því miður ekki nóg að halda, allt á Steam servernum okkar er merkt Síminn en í þessu tilfelli var það ekki í boði þar sem við höfum ekki Half Life content frá Valve.
Þarna er Síminn beinlínis að játa að þessi tilkynning er LYGI. Ég veit ekki með ykkur en ég veit ekki hvort ég vilji borga reikninga til fyrirtækis sem lýgur að almenningi.