Síða 1 af 1

Besti router fyrir ljósleiðara

Sent: Þri 02. Jún 2015 21:33
af PepsiMaxIsti
Góða kvöldið

Svo vill til að ég er að fá ljósleiðara bráðlega og er að hugsa um að kaupa router sjálfur. Hvaða router eru menn að mæla með. Er að fara til USA fljótlega og var að spá í að kaupa þar. Endilega deilið ykkar skoðun.

Kv.

Re: Besti router fyrir ljósleiðara

Sent: Þri 02. Jún 2015 23:22
af nidur
Asus eru mjög góðir.

Re: Besti router fyrir ljósleiðara

Sent: Mið 03. Jún 2015 06:27
af mercury
er með 2stk Asus routera+ síma routerinn. Búinn að eiga ASUS n56u síðan seinnipart 2012 og það hafa aldrei verið nein leiðindi í honum. Bætti seinna við n66u og það er sama sagan með hann. Einfaldir i uppsetningu og ekkert óþarfa crash. Er reyndar að nota þá sem AP eins og er.