Síða 1 af 1

2 nettengingar undir sama húsinu? How?

Sent: Fim 21. Maí 2015 15:36
af GunZi
Ég er að reyna að fá mína eigin nettenginu. Og mig vantar að tengjast línunni(bara eitt tengi). Hvað mynduði halda að það kosti að fá símalínu í annað herbergi í húsi?

Hvernig mynduð þið fara að því að hafa 2 nettengingar undir sama húsinu? (Ljósnet)

Re: 2 nettengingar undir sama húsinu? How?

Sent: Fim 21. Maí 2015 16:14
af roadwarrior
Fer allt eftir því hvort símakapallinn sem liggur inní húsið bíður uppá meira en eina línu. Einfaldast að hringja í Símann/Mílu og spyrja þá hvort þeir sjái í kerfinu hjá sér hvort símakapallinn bíður uppá fleiri en eina línu. EF svo er þá á þetta ekki að vera neitt vandamál. Ef húsið er gamalt (eldra en 1980) þá myndi ég halda að líkurnar á því að kapallinn séu með fleiri en eina línu fari minkandi.

Re: 2 nettengingar undir sama húsinu? How?

Sent: Fim 21. Maí 2015 17:03
af Viktor
Langflest hús á Íslandi eru með 2-4 línur inn og jafnvel fleiri, þá þarf bara að leggja kapal úr inntakinu í húsinu yfir í router.