Emerald Express - Staðan?
Sent: Mán 11. Maí 2015 14:27
Ég hef verið að grenslast fyrir um fréttir af þessu verkefni öðru hverju. Tók eftir því að emeraldnetworks.com er nú farin niður sem kemur svo sem ekki á óvart þar sem þeir höfðu ekki sett inn fréttir í rúmt ár. Fann svo þessa frétt hér frá 27. apríl síðastliðnum (http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... f_emerald/) þar sem kemur fram að nýjir aðilar séu búnir að taka við verkefninu og ætli ekki að standa fyrir tengingu við Ísland. Árið 2013 gerði Emerald Express samning við vodafone (http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... sta_haust/) er sá samningur þá fallinn úr gildi? Hér er önnur frétt frá 2013 (http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... a_irlandi/) þar sem talað er um að Íslenska fjárfestingafyritækið Thule Investments sjái um fjármögnun strengsins til Íslands. Spurning hvort þeir séu farnir á hausinn eða búnir að bakka frá verkefninu?
Mig langaði nú bara athuga hvort einhver væri með nánari upplýsingar um þetta.
Mig langaði nú bara athuga hvort einhver væri með nánari upplýsingar um þetta.