Síða 1 af 1

Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 15:47
af PandaWorker
Sælir vaktarar. Ég hyggst koma neti á milli húsa í sumarbústað úti í sveit. Það eru c. 50m á milli húsanna og malarplan á milli. Mín hugmynd var að grafa cat5e/cat6 vír í röri einhverja 20 - 50cm niður í planið. Ástæða fyrir kapli frekar en wireless er fyrst og fremst áreiðanleiki - netið þarf að hafa 100% uppitíma en að auki er lítill áhugi á að setja upp mikið af þráðlausum endabúnaði utan á húsin.

Hafa menn einhverja reynslu af svona kapallögnum? Hvernig rör er best að nota og hvar fást þau? Hvernig ætti ég að haga frágangi á endunum hvoru megin - bara tengja beint í switch eða er æskilegt að hafa einhvern sér búnað þar sem kapallin fer úr húsi/ofaní jörð? Google leit segir mér að menn séu að nota sérstaka kapla í þetta - fæst þess háttar hér á landi? Allar pælingar vel þegnar!

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 16:01
af Heidar222
Það er hægt að fá skermaðann cat5 kapal sem er stífari og þykkari einangrun á honum.
Mögulega er hægt að nota bara venjuleg 16mm plaströr eins og í húsalögnum en líklega hægt að fá einhver sterkari rör.

Veit ekki alveg með endabúnað en switch gæti mögulega dugað, en er þó ekki viss með það :)
Gangi þér vel með þetta :)

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 16:11
af jonsig
Algjörlega nóg að rista í jörðina fyrir 20mm barka ,og hafa spotta í honum . Ósköp venjulegur cat5e ætti að duga. Þú tengir hann bara í swissinn hjá þér eða routerinn .

Skermaður cat5e eða bara cat6 er vægast sagt overkill.

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 16:26
af andribolla
Ekki nota venjulegt 16mm rör eins og notað er í húsarafmagn
ekki nota 20 mm barka heldur, bæði brotnar öðveldlega og eyðist með tímanum í jarðvegi.

þú færð 20mm svart vatns-plaströr í býko / húsó. svoleiðis rör er sérstaklega varið gegn sýrustiginu sem er í jarðvegi og eyðist því ekki upp.
ef rörið er alveg inn í hús í báða enda er nóg að nota venjulegan cat5 / cat6 streng.

en ef þú ætlar að leggja kapalinn eithverja vegalengd utanhúss er best að nota sérstakan útistreng í það, sem er oftast svartur og varin, fæst í rönning, ískraft og reykjafell að ég held.

og þú ættir ekki að þurfa neinn sérstakan endabúnað annan en bara tengla á báða enda ekki setja rj45 tengi á endana.

;)

kv.Andri

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 16:32
af jonsig
Tekur barkann ca .140 ár að leysast upp..... efast um að nokkur heilvita maður nenni að eiga við 20mm vatsrör í þessu tilviki . Og talandi um overkill .

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 16:38
af andribolla
jonsig skrifaði:Tekur barkann ca . 60 ár að leysast upp..... efast um að nokkur heilvita maður nenni að eiga við 20mm vatsrör í þessu tilviki . Og talandi um overkill .


Er ekki allt sem þú gerir overkill ?
en barkinn verður samt brotnaður um leið og fyrsti bíll keyrir yfir hann, og kapallinn svo stuttu seinna.
en það er ekkert mál að eiga við 20mm vatnsrör, eins og önnur rör.

ef þessi sem stofnaði þráðinn ætlar svo að draga eithvað betra í rörið eftir 5-6 ár þá er vatnsrörið eina vitið.

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 16:41
af jonsig
Hann er að fara grafa kapalinn uþb 50 cm í jörðina .. og í öðrulagi þá verður komið eitthvað nýtt eftir 5-20 ár! amk á hann ekki eftir að nota þetta rör aftur fyrir sterkstraum .

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 16:53
af andribolla
Allt sem þú grefur niður í jörðu verður að fara niður fyrir 50 cm, eða niður fyrir frost svo jarðvegurinn ýti þessu ekki bara upp.
svo er líka hægt að setja þennan úti cat beint í jörðina ef það er sandað vel í kringum hann.

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 17:27
af Gunnar
sammála andra með 20mm svart vatns-plaströr. Það er eina vitið uppá að verja cat-inn.
ekki of dýrt og nautsterkt.

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 19:37
af fantis
Ódýrast væri eflaust að kaupa 20MM Svart PE rör (polyethylene) (Byko/husa) ef ég man rétt var það um 100kr meterinn. Veit ekki alvega hvaða raflangaverslun selur cat kapal í metravís en allt undir 80m af cat5/6 á ekki þurfa magna. Sjálfur myndi ég kaupa 100m og draga 2x cat5, getur verið bölvað vesan að draga í þetta eftir það er lagt.

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 21:32
af pepsico
Ef það er malarplan alla áætlaða leið milli húsanna þá notarðu bara hvaða cat5 kapal sem er inní hvaða rusl barka sem er 50cm undir yfirborði og pælir ekkert meira í þessu.

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 21:42
af arnigrim
skooo hann Einar frændi minn ,, hann lagði klóssett rör á milli húsa og hann kom 100 snurum inn í það , alveg skít massívt helvíti , og hann Einar frændi veit manna best .

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Mán 27. Apr 2015 22:47
af jonsig
og úr hverju er klósettrör ? PVC...

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Þri 28. Apr 2015 10:18
af PandaWorker
Takk fyrir góð svör hér - mjög hjálplegt! Lendingin er að grafa rör með smá sveigjanleika - svart PE rör hljómar skynsamlega. Að draga tvo kapla er líka skynsamlegt, takk fyrir!

Ég átta mig ekki alveg á því sem andribolla segir hér að neðan. Hver er munurinn á tengli og RJ45 tengi? Erum við að tala um dós með RJ45 socket þá?

andribolla skrifaði:
og þú ættir ekki að þurfa neinn sérstakan endabúnað annan en bara tengla á báða enda ekki setja rj45 tengi á endana.

kv.Andri

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Þri 28. Apr 2015 10:26
af Gislinn
PandaWorker skrifaði:Ég átta mig ekki alveg á því sem andribolla segir hér að neðan. Hver er munurinn á tengli og RJ45 tengi? Erum við að tala um dós með RJ45 socket þá?


Já, hann er að meina að í setja svona tengla á endann
Mynd

En ekki láta snúruna, sem fer á milli húsa, vera með svona tengi
Mynd

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Þri 28. Apr 2015 11:14
af Tbot
Frostfrítt er 70 cm og dýpra á Íslandi.

Ef þetta á að vera til lengri tíma, þá er eina vitið að nota svörtu rörin. Eru gerð til að þola jarðveginn. Gulu rörin og barkar eru ætluð í veggi.

Á milli húsa er best að nota skermaðann streng, til að minnka lýkur á jarðtruflunum.

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Þri 28. Apr 2015 12:59
af tdog
Ekki draga skermaðann streng. Þá ertu farinn að tengja saman jarðskautin í báðum húsunum, og það með álpappír, þau eru líklegast á sitthvoru jarðskautinu ef þetta er á sitthvorum mælinum.

Re: Net milli húsa cat5/6

Sent: Þri 28. Apr 2015 16:50
af BugsyB
settu upp tengla sitthvorum meginn - og sniðugt að setja switch eða e-h líka til að fá boost, CAt5 má ekki vera lengri en 100m þá ferðu að tapa merki og vesen