Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu


Höfundur
Gefitinib
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 06. Apr 2015 15:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf Gefitinib » Þri 07. Apr 2015 08:44

Daginn,
velkomin/inn öll á fætur eftir páskasukkið.
Hef verið að spekúlera hvernig ég set upp media-serverinn minn en mér hefur dottið í hug að koma honum fyrir inni í geymslu (er í fjölbýlishúsi á jarðhæð, sömu hæð og geymslurnar), einhverra hluta vegna fer hugmyndin um að hafa tölvu í íbúðinni mjög mikið í taugarnar á konunni.
Er möguleiki að leiða net í gegnum rafmagn úr íbúðinni yfir í geymsluna, þar sem ég gæti plantað honum til frambúðar?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf hagur » Þri 07. Apr 2015 09:06

Mér skilst að það sé hæpið að fá þetta til að virka nema sendir og móttakari séu á sömu grein, en það verður væntanlega ekki tilfellið hjá þér þar sem að geymslurnar eru væntanlega á allt annari grein/öryggi. Nema einhver hér geti slegið þetta alveg 100% útaf borðinu, þá er eina almennilega leiðin auðvitað að prófa þetta.

Ef geymslan þín og íbúðin er samliggjandi þá væri freistandi bara að bora gat í gegn og leiða CAT kapal.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 570
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf roadwarrior » Þri 07. Apr 2015 10:12

Það að geymslan og íbúðin sé ekki á sömu grein skiftir engu máli. Það sem skiftir máli er hvort það sé sami FASI á íbúðinni og geymslunni. Í því tilliti getur skift máli aldur og stærð á húsinu sem þú býrð í. Eldri fjölbýlishús eru oft með einungis einn fasa inn. Svo spilar líka inní hvort geymslan sé á sameiginlegum mæli fyrir sameignina. Ekki viss um að aðrir íbúar séu happy ef það er tölvubúnaður í gangi allan sólarhringinn inní þinni geymslu á kostnað húsfélagsins :catgotmyballs




fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 300
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf fedora1 » Þri 07. Apr 2015 10:53

Eru rafmagn á geymslum ekki oftast á mæli íbúðar ? Það var amk. þannig þar sem ég bjó.
En já, þetta er FASA mál og einfaldast að fá svona tæki lánað hjá einhverjum ef þú getur og prófað hvort þetta virki, það er líka mjög breytilegt hvað er mikið af truflunum sem hafa áhrif á hraða... en tcp samskipti virka yfirleitt þokkalega yfir svona, sjónvarpið (notar udp) er hins vegar oftast vesen.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf Tbot » Þri 07. Apr 2015 12:11

Í mörgum fjölbýlishúsum er geymslan á sama mæli og íbúðin. Þannig að það er sami fasi.
Þetta er vegna þess að margir eru með frystikistur og slíkt í geymslum.

Erfitt þó að segja nákvæmlega hvernig þetta er í hverju húsi fyrir sig nema aðstæður séu skoðaðar.




Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 07. Apr 2015 12:42

Það er ekki gefið að geymslan sé á sama fasa þó svo að hún sé á sama mæli. Mælarnir geta verið þrífasa og geymslan getur verið á annari kvísl.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf hagur » Þri 07. Apr 2015 14:01

Gott að fá á hreint að þetta þurfi að vera á sama fasa, en ekki sömu grein. Það meikar talsvert meira sense :happy




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf Blackened » Þri 07. Apr 2015 17:26

Síðan ef að þú ert ævintýragjarn þá er hægt að draga ljósleiðara úr íbúðinni yfir í geymsluna eftir rafmagninu og setja ljósbreytur á sitthvorn endann

...En það er ekki ódýrasta eða þægilegasta leiðin svosem oft á tíðum




Höfundur
Gefitinib
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 06. Apr 2015 15:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf Gefitinib » Þri 07. Apr 2015 20:57

Sælir/Sæl,
takk fyrir rösk og góð svör.
Held að eina viti sé að láta reyna á þetta.

Bkv.
Gef




Televisionary
FanBoy
Póstar: 702
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 122
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf Televisionary » Þri 07. Apr 2015 21:24

Einu sinni bjó ég í gömlu fjölbýlishúsi á annari hæð og þar var skorsteinn sem hafði verið tekin úr notkun og fékkst leyfi til að bora í hann og draga netkapla þar í gegn og yfir þvottahúsið og inn í geymsluna mína, þar hýsti ég rack mount netþjón sem blés eins og þota (Apple Xserve).

Það kom mér á óvart hversu vel gekk að fá samþykki fyrir þessu.




magubu
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 31. Jan 2014 09:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf magubu » Mið 08. Apr 2015 16:47

Virkar ekki milli fasa sem er ástæðan fyrir að ég mæli aldrei með þessu fyrir nýleg hús, getur örugglega fengið að kaupa og skila eða jafnvel fundið skilavöru og prófað hana. Oft þarf samt 2-3 skipti til að tengja.



Skjámynd

Bengal
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 392
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Reputation: 22
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir rafmagn - Úr íbúð í geymslu

Pósturaf Bengal » Þri 19. Maí 2015 03:17

Hvernig gekk þetta hjá þér?
Ég er að glíma við sömu pælingu. Er á 4hæð í blokk og þarf að koma neti niðrí geymslu hjá mér :s


    CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz