Getur linux tölva (t.d. Mandrake) truflað windows server
Sent: Lau 27. Nóv 2004 19:56
Getur linux tölva (t.d. Mandrake) truflað windows server?
Ég set dæmið upp þannig að í einu fyrirtæki er windows 2003 server sem þjónar 4 - 5 windows XP tölvum. Á einum stað er opið lan tengi sem tölvur sem eru ekki hluti af netkerfinu geta komist í netsamband, þær geta ekki komist inn á netkerfið sjálft.
Nú er svo mikil vírusa ásókn í windows að ég set upp linux (mandrake) til þess að þurfa ekki stanslaust að vera að vesenast í björgunaraðgerðum vegna vírusa sem komast jafnvel framhjá öllum vörnum, (er ekki með sp2).
Svo kemur allt í einu, tveimur mánuðum eftir að ég set upp linux, vandamál sem lýsir sér þannig að engin tölva í kerfinu kemst á netið. Skuldinni er umsvifalaust skellt á linux vélina og netstjórinn segir að hún hafi truflað allar hinar tölvunar.
Er þetta rétt? Ég hefði haldið að serverinn myndi bara láta linux tölvuna eiga sig vegna þess að hún er ekki skráð inn í netkerfið sjálft og ekki inni í domain eða neitt. Ég er búinn að leita á netinu að upplýsingum um svipuð mál en ekkert fundið.
Með Kveðju, gebbi
Ég set dæmið upp þannig að í einu fyrirtæki er windows 2003 server sem þjónar 4 - 5 windows XP tölvum. Á einum stað er opið lan tengi sem tölvur sem eru ekki hluti af netkerfinu geta komist í netsamband, þær geta ekki komist inn á netkerfið sjálft.
Nú er svo mikil vírusa ásókn í windows að ég set upp linux (mandrake) til þess að þurfa ekki stanslaust að vera að vesenast í björgunaraðgerðum vegna vírusa sem komast jafnvel framhjá öllum vörnum, (er ekki með sp2).
Svo kemur allt í einu, tveimur mánuðum eftir að ég set upp linux, vandamál sem lýsir sér þannig að engin tölva í kerfinu kemst á netið. Skuldinni er umsvifalaust skellt á linux vélina og netstjórinn segir að hún hafi truflað allar hinar tölvunar.
Er þetta rétt? Ég hefði haldið að serverinn myndi bara láta linux tölvuna eiga sig vegna þess að hún er ekki skráð inn í netkerfið sjálft og ekki inni í domain eða neitt. Ég er búinn að leita á netinu að upplýsingum um svipuð mál en ekkert fundið.
Með Kveðju, gebbi