Síða 1 af 1

Framlenging á netinu

Sent: Mið 25. Mar 2015 00:28
af Gormur11
Góða kvöldið,

Ég er í hugleiðingum með netið hjá mér. Bý í nokkuð stóru húsi og þarf að framlengja WiFi hjá mér.

Routerinn frá Símanum er í herbergi við innganginn og þar er ég með heimilistölvuna. Þaðan er kapall fyrir sjónvarpið sem liggur inn í stofu hjá mér og þar myndi ég vilja setja upp annan router sem ég á og nota sem repeater.

Vandamálið er að kapallinn sem fer inn í stofuna þarf að tengjast í tengi #4 á routernum sem er ætlað fyrir sjónvarpið og mér er sagt að ég geti ekki unnið neitt með það þar sem ég get aðeins valið hvort sjónvarpið fari í gegnum þennan kapal eða internetið.

Það fara reyndar 2 Cat5 kaplar inn í stofuna en annar þeirra er notaður fyrir heimasímann, sem ég reyndar nota afskaplega lítið nú á tímum GSM síma.

Eru einhverjir með hugmyndir af lausn málsins?

Re: Framlenging á netinu

Sent: Mið 25. Mar 2015 08:08
af hagur
#1. Henda heimasímanum og nota þann CAT kapal fyrir annan router/accesspoint

#2. Splitta öðrum hvorum kaplinum í tvennt - 1stk CAT5 kapall getur nefnilega borið 2x100mbit tengingar þar sem að 100mbit tenging notar bara 2 pör af 4. Googlaðu diy ethernet splitter. Þá ertu í raun kominn með 3 kapla fram í stofu þar sem tveir eru að vísu takmarkaðir við 100mbit en það er plenty fyrir IPTV afruglara og wireless AP.

Re: Framlenging á netinu

Sent: Mið 25. Mar 2015 08:57
af einarth
Myndi splitta annari lögninni fyrir heimasímann og IpTV - nota hina heila fyrir netsamband (AP) sem þú getur þá haft á Gb (t.d. fyrir 802.11AC).

Það er hægt að kaupa tilbúna splittera í einhverjum tölvubúðum og hef séð þá líka í BYKO.

Kv, Einar.

Re: Framlenging á netinu

Sent: Mið 25. Mar 2015 11:03
af Gormur11
Kærar þakkir herrar mínir.

Kominn með nokkrar hugmyndir af útfærslum á þessu eftir þessar ábendingar ykkar.

Kv,