HP fartölva nær ekki að tengjast router
Sent: Fös 26. Nóv 2004 18:31
Góðan dag,
til að fyrirbyggja misskilning við ég taka fram að ég er Mac notandi og kann mjög litið á Windows.
Málið er að ég fékk mér LinkSys WAG54G router um daginn. Borðtölvan min (iMac) er ethernet tengd við routerinn og fartölvan (PowerBook) er tengd þráðlaust. Allt svínvirkar.
Hins vegar á sonur minn, sem er með HP fartölvu með Windows XP í erfiðleikum með að tengjast. Ég er með SSID lykilorð (ekki útvarpað), 128 bita WEP lykilorð og leyfi bara ákveðnum MAC addressum að tengjast. Ég setti þetta allt inn á tölvuna hans á miðvikudag og setti MAC addressuna hans inn á routerinn. Fyrir ofan WEP lykilorðið hjá honum er val um "open" eða "shared", það er stillt á "shared". Til að byrja með tengdist hann og allt virtist í lagi. Svo datt hann út seinna um kvöldið og svo virðist sem routerinn hafi dottið út líka. Mér tókst að endurræsa routerinn með því að fara í System Preferences á iMakkanum og smella á "renew DHCP license". Við þetta fór routerinn í gang og vélin hans datt inn. Svo þegar hann ætlaði að fara inn í dag, þá finnur vélin hans ekkert net og okkur hefur ekki tekist að finna út úr því hvað er eiginlega í gangi. Fartölvan mín finnur netið eins og skot þannig að vandinn virðist liggja í HP vélinni. Getur verið að netkortið hans sé bilað?
Á táknmyndinni neðst á skjánum er rauður kross og skilaboðin "wireless connection 2 not connected. Wireless network not available".
Mér þætti mjög vænt um að fá aðstoð við þetta og vil aftur taka fram að ég kann mjög lítið á Windows.
til að fyrirbyggja misskilning við ég taka fram að ég er Mac notandi og kann mjög litið á Windows.
Málið er að ég fékk mér LinkSys WAG54G router um daginn. Borðtölvan min (iMac) er ethernet tengd við routerinn og fartölvan (PowerBook) er tengd þráðlaust. Allt svínvirkar.
Hins vegar á sonur minn, sem er með HP fartölvu með Windows XP í erfiðleikum með að tengjast. Ég er með SSID lykilorð (ekki útvarpað), 128 bita WEP lykilorð og leyfi bara ákveðnum MAC addressum að tengjast. Ég setti þetta allt inn á tölvuna hans á miðvikudag og setti MAC addressuna hans inn á routerinn. Fyrir ofan WEP lykilorðið hjá honum er val um "open" eða "shared", það er stillt á "shared". Til að byrja með tengdist hann og allt virtist í lagi. Svo datt hann út seinna um kvöldið og svo virðist sem routerinn hafi dottið út líka. Mér tókst að endurræsa routerinn með því að fara í System Preferences á iMakkanum og smella á "renew DHCP license". Við þetta fór routerinn í gang og vélin hans datt inn. Svo þegar hann ætlaði að fara inn í dag, þá finnur vélin hans ekkert net og okkur hefur ekki tekist að finna út úr því hvað er eiginlega í gangi. Fartölvan mín finnur netið eins og skot þannig að vandinn virðist liggja í HP vélinni. Getur verið að netkortið hans sé bilað?
Á táknmyndinni neðst á skjánum er rauður kross og skilaboðin "wireless connection 2 not connected. Wireless network not available".
Mér þætti mjög vænt um að fá aðstoð við þetta og vil aftur taka fram að ég kann mjög lítið á Windows.