Síða 1 af 1
Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 10:52
af Offroad
Daginn spjallverjar,
Ég hef nokkrar spurningar varðandi uppsetningu á neti í nýju húsi sem ég er að fara að klára. Þetta er 220fm endaraðhús á 2 hæðum í Úlfarsárdalum (væntanlega kominn ljósleiðari þar?!). Inntakið er í bílskúrnum niðri og þar hafði ég hugsað mér að hafa routerinn staðsettann. Ég er hjá Símanum núna en ætla að skipta yfir til 365 með áskriftina þegar ég flyt.
Er ekki líklegt að wifi merkið uppi verði frekar veikt frá routernum niðri í bílskúr (með eldvarnarvegg á milli og nokkuð stór efri hæð)?
Mér finnst wifi signalið á mörkunum í húsinu sem ég er í í dag og það er minna og allt á einni hæð...
Hvað er best að gera til að fá gott merki uppi, setja upp access point kannski?
Mér langar líka til að vera með minn eigin router eftir að skipta um þjónustuaðila, og einhvern frekar öflugan. Hverju mæla menn með í dag?
Einnig, hvernig er að configura portin á þessum routerum sjálfur, þeas. td. 2 port fyrir sjónvarp og hin fyrir net eins og þetta kemur default á leigurouternum sem ég hef núna?
Geri ráð fyrir 4 myndlyklum í húsinu, eina fasttengda turntölvu og sjálfsagt 5-6 tæki á þráðlausa netinu og vil endilega setja þetta vel upp strax...
Með von um góð svör úr þessum viskubrunni sem hér er að finna! :-)
Kv. Sigurþór
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 11:07
af berteh
Ef þú færð alvöru ljósleiðara frá GR er best að hafa hann staðsettan hjá smáspennu töflu í húsinu. Þá gætir þú haft routerinn inni í húsinu ekkert mál
Myndlyklarnir myndu að sama skapi tengjast frá smáspennutöflu í boxið frá gagnaveitunni en ekki í router eins og þekkt er á DSL netum
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 11:19
af hagur
Ef þú ert með ljósnet, þá er ekki hlaupið að því að nota sinn eigin router. Bæði er erfitt að finna vDSL routera til sölu í verslunum, því þeir eru jú router og modem. Ljósleiðari GR er allt annað mál, þá þarftu bara venjulegan WAN router sem er talsvert úrval af.
Best er að gera eins og berteh stingur uppá, þ.e ef það er séns. Hafa inntakið fyrir ljósleiðarann þannig að routerinn/telsey boxið séu í eða við smáspennutöfluna og þaðan ertu væntanlega með lagnaleiðir útum allt hús. Persónulega myndi ég bara hafa WAN routerinn staðsettan við smáspennutöfluna og staðsetja svo góðan Access point uppá efri hæðinni.
Ég er í jafn stóru húsi og þú ert með, líka á tveim hæðum og ég setti upp svona aðgangspunkt um daginn:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=669 og hann er algjörlega æðislegur. Drægnin og stability frábær og management tólið til að stýra honum á fáa sinn líka. Svo tekur hann straum yfir ethernet þannig að það er hægt að staðsetja hann bara hvar sem er, svo framarlega sem þú ert með CAT5 lögn á staðnum.
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 11:47
af benediktkr
Thread jacking: ef maður er ekki með smáspennutöflu, hvernig er gafulegast að draga CAT?
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 12:04
af KermitTheFrog
Offroad skrifaði:Einnig, hvernig er að configura portin á þessum routerum sjálfur, þeas. td. 2 port fyrir sjónvarp og hin fyrir net eins og þetta kemur default á leigurouternum sem ég hef núna?
Það er vesen. En ef það er ljósleiðari þarna, þá fara myndlyklarnir í ljósleiðaraboxið en ekki í routerinn svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Hins vegar þyrftir þú switch fyrir myndlyklana þar sem það eru bara 1-2 TV port á ljósleiðaraboxunum.
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 13:14
af hagur
benediktkr skrifaði:Thread jacking: ef maður er ekki með smáspennutöflu, hvernig er gafulegast að draga CAT?
Hvernig húsnæði er þetta? Það er oft hægt að draga CAT5 kapla í coax rörin sem eru nú oftast til staðar. Það má ekki draga CAT5 með raflögnum í sömu rörum.
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 13:22
af Klaufi
hagur skrifaði:Ég er í jafn stóru húsi og þú ert með, líka á tveim hæðum og ég setti upp svona aðgangspunkt um daginn:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=669 og hann er algjörlega æðislegur. Drægnin og stability frábær og management tólið til að stýra honum á fáa sinn líka. Svo tekur hann straum yfir ethernet þannig að það er hægt að staðsetja hann bara hvar sem er, svo framarlega sem þú ert með CAT5 lögn á staðnum.
Á hvaða land stilltirðu í uppsetningunni?
Minnir að það sé Taiwan sem gefur mesta sendistyrkinn
Þessir eru alveg frábærir, og ég mæli klárlega með þeim í þessa lausn!
Þeir fást líka oft fyrir klink á ebay
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 14:40
af hagur
Klaufi skrifaði:hagur skrifaði:Ég er í jafn stóru húsi og þú ert með, líka á tveim hæðum og ég setti upp svona aðgangspunkt um daginn:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=669 og hann er algjörlega æðislegur. Drægnin og stability frábær og management tólið til að stýra honum á fáa sinn líka. Svo tekur hann straum yfir ethernet þannig að það er hægt að staðsetja hann bara hvar sem er, svo framarlega sem þú ert með CAT5 lögn á staðnum.
Á hvaða land stilltirðu í uppsetningunni?
Minnir að það sé Taiwan sem gefur mesta sendistyrkinn
Þessir eru alveg frábærir, og ég mæli klárlega með þeim í þessa lausn!
Þeir fást líka oft fyrir klink á ebay
Man það ekki alveg ..... þarf að kanna það
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Mið 18. Mar 2015 15:51
af BugsyB
hagur skrifaði:Klaufi skrifaði:hagur skrifaði:Ég er í jafn stóru húsi og þú ert með, líka á tveim hæðum og ég setti upp svona aðgangspunkt um daginn:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=669 og hann er algjörlega æðislegur. Drægnin og stability frábær og management tólið til að stýra honum á fáa sinn líka. Svo tekur hann straum yfir ethernet þannig að það er hægt að staðsetja hann bara hvar sem er, svo framarlega sem þú ert með CAT5 lögn á staðnum.
Á hvaða land stilltirðu í uppsetningunni?
Minnir að það sé Taiwan sem gefur mesta sendistyrkinn
Þessir eru alveg frábærir, og ég mæli klárlega með þeim í þessa lausn!
Þeir fást líka oft fyrir klink á ebay
Man það ekki alveg ..... þarf að kanna það
Það skiptir engu máli hvaða land þú setur - ef búnaðurinn er verslaður á íslandi með CE merkingu þá uppfyllir hann skilirði og sendir evrópskt þráðlaust merki - afturámóti ef þú verslar þér sendi í USA eða kannski tawain þá er það allt annað mál. það er ekki það sama að kaupa allveg eins sendi í usa eða evrópu. þessir frá usa eru bara betri.
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Fim 19. Mar 2015 21:08
af Icarus
Það er GPON þarna ekki frá GVR.
Ethernet router en bölvað vesen að stilla VLAN.
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Fös 20. Mar 2015 15:00
af benediktkr
hagur skrifaði:benediktkr skrifaði:Thread jacking: ef maður er ekki með smáspennutöflu, hvernig er gafulegast að draga CAT?
Hvernig húsnæði er þetta? Það er oft hægt að draga CAT5 kapla í coax rörin sem eru nú oftast til staðar. Það má ekki draga CAT5 með raflögnum í sömu rörum.
Ég er íbúðarblokk, 2. hæð af 3. Það er bara eitt coax tengi í íbúðinni, coaxinn kemur neðan úr íbúðinni fyrir neðan og upp í íbúðina fyrir ofan. Sama saman með símatengilin.
Ég braut veggin í skrifstofuni minni og lagði kapla þannig þegar ég flutti inn.
Ljósleiðarinn liggur með raflögnum, má það?
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Fös 20. Mar 2015 15:49
af Viktor
benediktkr skrifaði:Ljósleiðarinn liggur með raflögnum, má það?
Já, hann leiðir ekki rafmagn.
Það má hins vegar ekki leggja saman lágspennu(230V) og smáspennu(5V) eins og CAT5 eða símavíra.
Re: Setja upp internet í nýju húsi...
Sent: Fös 20. Mar 2015 17:48
af jonsig
Ég lenti í algeru pain in the ass í þessum twisted peer kapla málum heima .
Við hjónarúmið er ljósleiðaraboxið. Og sjónvarpið mitt er á "eyju" í miðri stofunni ,og eina smáspennudósin þar er fyrir coax skratta sem fer milli hæða
Ég er með þetta mixað þannig núna að ég hef deilt pörunum á einum svona tp kapli í TV og internet. Frá ljósleiðaraboxinu lagði ég kapal meðfram öllum veggjum og náði að koma kaplinum á eyjuna í stofunni , boraði gat að aftanverðri loftnetsdósinn og lét coax samtengi svo kellingin á hæðinni fyrir ofan gæti haldið áfram að horfa á rúv. Og í staðin fyrir loftnetstengilinn er kominn 2xcat5e innstunga.
persónulega hefði ég viljað hafa allt í köplum , en svona er lífið stundum .