Síða 1 af 1
Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 09:24
af kunglao
Hvaða webbrowser eru menn að nota og af hverju ?
Hvaða gera þeir sem vilja ekki láta google fylgjast með hverju skrefi sem við gerum online.
Firefox.
Chrome.
Explorer.
Eitthvað annað.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 09:27
af machinefart
Set spurningarmerki við chrome í nákvæmlega þessu samhengi
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 09:48
af SolviKarlsson
Ég nota chrome bara upp á að get vera skráður inn á google accountinn minn með allt, en mig langar svo innilega að byrja að nota einhvern annan browser. Hlakka til að heyra hvað fólk er að nota!
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 09:53
af Danni V8
Ég nota Firefox eiginlega bara vegna þess hversu vanafastur ég er. Man ekki lengur hvers vegna ég byrjaði að Firefox frekar en eitthvað annað. En það eru fídusar í Chrome sem mér finnst þægilegir eins og t.d. youtube tv sem virkar ekki í Firefox, þannig ég er með Chrome líka.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 10:35
af kunglao
já Google á youtube núna og getur bara séð 1080p 60fps með chrome sem dæmi
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 10:44
af Hannesinn
Nota Chrome fyrir Plex, Hotmail og Google Calendar. Nota svo Firefox í allt annað.
Google er svo sannarlega að verða hið nýja evil empire, ef það er ekki þegar orðið það, en það er bara spurning hversu mikið maður getur sniðgengið það.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 10:51
af GullMoli
Firefox, var í upphafi bara tregur og vanafastur. Nú sé ég hinsvegar ekkert eftir þessu og mun halda áfram að nota Firefox, kem amk ekki nálægt Chrome.
Frekar að ég prufi nýja browserinn frá Microsoft þegar hann dettur í almenna notkun.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 10:53
af GuðjónR
Mac: Safari
PC: Chrome
Er að spá í að fara í Firefox þar sem mér finnst Chrome ekki eins góður og hann var, endalaust að hrynja.
IE er og verður IE sama hvaða nafn honum verður gefið og IE= NO NO NO!
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 11:20
af depill
Ég nota Firefox og Firefox Mobile. Firefox Sync er orðið bara djöfulli fínt og ég er mjög ánægður með það.
Ef þið líka kíkið á hvernig Firefox vs Google eru að innleiða W3C staðlana, standa upp fyrir DRM og almennt Internetinu í heild sinni þá ættuð þið að vilja nota Firefox. Google er hratt að vera sama evil empireið og Microsoft var í gamla daga.
Vantar bara alltaf svona "almennilegt" cloud drive sem kemur helst ekki frá Microsoft, Google og alls ekki Dropbox.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 11:24
af Njall_L
Hef notað IE alla mína tíð og aldrei séð ástæðu til að skipta, er með nokkrar tölvur með W8.1 í gangi og loggaður inn á Microsoft Account á þeim öllum þannig að allar stillingar í IE syncast á milli.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 12:07
af AntiTrust
Eftir að ég svissaði alveg yfir í Mac þá hef ég bara haldið mig við Safari, nær öll plugins sem ég nota dagsdaglega eru til í Safari og batterýendingin er svo langtum betri vs. að nota Chrome.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 12:13
af Hannesinn
depill skrifaði:Vantar bara alltaf svona "almennilegt" cloud drive sem kemur helst ekki frá Microsoft, Google og alls ekki Dropbox.
Eina (löglega) leiðin til að fljúga.
https://owncloud.org/
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 13:27
af HalistaX
Chrome því Chrome er bezt!
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 15:29
af DJOli
Byrjaði á Internet Explorer þangað til ég heyrði af Firefox, ætli það hafi ekki verið í kringum 2002-2003 sem ég heyrði fyrst af Firefox.
Notaði Firefox þangað til ég fór að heyra frásagnir af því hvað Google Chrome væri hraður og hægt að optimiza hann betur fyrir háhraðatengingar, ætli það hafi ekki verið svona um 2009-2010 sirka. Hef bara verið að nota Google Chrome allar götur síðan.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 16:03
af Tiger
Safari heima.
Firefox í vinnuni (windows rusl).
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 16:12
af axyne
Nota Firefox og gert í fjölda mörg ár, hef samt verið fyrir vonbrigðum með mobile útgáfuna, finnst chrome mikið betri en held samt áfram að þrjóskast við að nota hana því ég er og hef alltaf verið sáttur með desktop útgáfuna og það er þæginlegt að notast við syncið, borðtölvan/fartölvan/síminn/spjaldtölvan.
Hef verið að hugsa lengi lengi hvort ég eigi að skipta alfarið yfir í Chrome, gerist kannski einn daginn.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 16:19
af darkppl
er að prófa vivaldi.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 16:37
af Tesy
Borðtölvu (PC): Google Chrome
Fartölvu (Mac): Safari (Besti browserinn að mínu mati)
iPad: Safari
iPhone: Safari
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 16:40
af BugsyB
ég hlakka til að nota spartan
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 16:46
af Hrotti
ég er búinn að nota chrome síðan að hann kom út en finnst hann farinn orðinn ansi fyrirferðarmikill. Mig dauðlangar til að skipta og er einmitt spenntur fyrir spartan.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 18:06
af brain
Chorme eins og er.
Hlakka líka til að prófa Spartan
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 19:23
af KermitTheFrog
Notaði Firefox síðan hann kom út (eða svo langt sem ég man) þangað til síðasta vor. Hélt mig alltaf við hann vegna þess hve vanafastur ég er en sagði það þá gott. Hann var orðinn allt of hægur og leiðinlegur. Prófaði Chrome og dettur ekki í hug að fara til baka.
Ég hef ekki ennþá lent í vandamálum varðandi það að Google sé að spæja á mig.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 19:33
af slapi
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 22:20
af intenz
Chrome en er farinn að horfa svolítið til Vivaldi.
Re: Hvaða Web Browser ertu að Nota ?
Sent: Mán 09. Mar 2015 22:28
af nidur
10gb ram fyrir chrome og 6gb fyrir stýrikerfið og öll adobe forritin og svona hérna