Síða 1 af 1

Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 12:12
af Moldvarpan
Jæja, þá held ég að það sé kominn tími á að segja bless við Símann og Vodafone.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/01/27/bjoda_otakmarkad_gagnamagn/

Bæði Hringdu og Hringiðan að bjóða ótakmarkað niðurhal núna :)

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 12:30
af KermitTheFrog
Mynd

Hlakka samt til að sjá hvernig þetta kemur út þegar á heildina er litið. Ætli þeir ráði við að standa við þetta?

Nú er borgað um 7500 kr fyrir ljósnet og 140GB af erlendri umferð hjá TAL hér á heimilinu(síðast þegar ég vissi). Býst við því að það verði bráðum allt talið í kjölfar þessarar sameiningar (eða hvað?). Þetta er allavega spennandi.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 12:56
af hkr
Myndi hiklaust færa mig yfir ef þeir væru með 400mb/s á eitthvað í kringum 10k.

Veit einhver hvort að það sé á planinu hjá þeim?

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:21
af teitan
Fækka áskriftarleiðum, hækka verð... Eftir þessar breytingar verður ennþá dýrara fyrir mig að vera með ljósnet hjá þeim og eru þeir nú nýbúnir að hækka verð hjá sér ásamt því að þeir stungu virðisaukaskattslækkuninni um áramótin í vasann hjá sér en leyfðu ekki viðskiptavinunum að njóta þess.

Þetta Hringdu er farið að lykta meira af græðgi en góðri þjónustu.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:26
af vesley
Nú nota ég ekki einu sinni 50gb og ég er hjá Tal þar sem ég niðurhala mikið af mínu efni hérlendis og ætlaði ég að færa mig í svipaðann pakka hjá Hringdu þar sem ég sá ekki þörf hjá mér fyrir stærri pakka og flækir þetta því aðeins málið hjá mér..

Eins mikið og ég fagna þessu þá vantar minni pakka fyrir þá sem einfaldlega nota ekki netið mikið eða jafnvel lítið sem ekki neitt.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:29
af GuðjónR
teitan skrifaði:Fækka áskriftarleiðum, hækka verð... Eftir þessar breytingar verður ennþá dýrara fyrir mig að vera með ljósnet hjá þeim og eru þeir nú nýbúnir að hækka verð hjá sér ásamt því að þeir stungu virðisaukaskattslækkuninni um áramótin í vasann hjá sér en leyfðu ekki viðskiptavinunum að njóta þess.

Þetta Hringdu er farið að lykta meira af græðgi en góðri þjónustu.


Þú ferð ekki sjálfkrafa í þessa flokka, ef þú ert sáttari með það sem þú hefur þá gerir þú engar breytingar.
Þú verður að hafa samband við þá og biðja um breytingu.

Ég var í 250GB ljósnetpakkanum sem kostaði 8.490.- og sótti um breytingu, fer í ótakmarkað ljósnet sem kostar 7.399.-
Get ekki sagt annað en ég sé súpersáttur með það. :happy

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:29
af Nariur
vesley skrifaði:...


Þeir bjóða ennþá upp á minni pakka, 10, 50 og 100 GB.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:32
af depill
vesley skrifaði:Nú nota ég ekki einu sinni 50gb og ég er hjá Tal þar sem ég niðurhala mikið af mínu efni hérlendis og ætlaði ég að færa mig í svipaðann pakka hjá Hringdu þar sem ég sá ekki þörf hjá mér fyrir stærri pakka og flækir þetta því aðeins málið hjá mér..

Eins mikið og ég fagna þessu þá vantar minni pakka fyrir þá sem einfaldlega nota ekki netið mikið eða jafnvel lítið sem ekki neitt.


Sé ekki betur en þetta er í boði fyrir þig
http://hringdu.is/internet/ljosnet
http://hringdu.is/internet/ljosleidari

Foreldrar mínir eru með 150 GB á 6.290 ( frekar en 6.190 ) Ljósnet. Á allavega von á því að halda þeim bara þar, hef ekki fengið tilkynningu um að þær þjónustuleiðir verði lagðar eithvað niður

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:39
af teitan
GuðjónR skrifaði:
teitan skrifaði:Fækka áskriftarleiðum, hækka verð... Eftir þessar breytingar verður ennþá dýrara fyrir mig að vera með ljósnet hjá þeim og eru þeir nú nýbúnir að hækka verð hjá sér ásamt því að þeir stungu virðisaukaskattslækkuninni um áramótin í vasann hjá sér en leyfðu ekki viðskiptavinunum að njóta þess.

Þetta Hringdu er farið að lykta meira af græðgi en góðri þjónustu.


Þú ferð ekki sjálfkrafa í þessa flokka, ef þú ert sáttari með það sem þú hefur þá gerir þú engar breytingar.
Þú verður að hafa samband við þá og biðja um breytingu.

Ég var í 250GB ljósnetpakkanum sem kostaði 8.490.- og sótti um breytingu, fer í ótakmarkað ljósnet sem kostar 7.399.-
Get ekki sagt annað en ég sé súpersáttur með það. :happy


Ég hef verið með 100GB og samkvæmt síðunni hjá þeim þá er sú leið ekki lengur til í ljósnetinu og þá hlýt ég annað hvort að þurfa að fara í 50GB pakkann sem er reyndar ódýrari leið en sú sem ég er með í dag, en um leið og ég fer yfir það þá bætist við aukakostnaður sem gerir leiðina miklu dýrari en þá sem ég er með í dag, eða þá að bæta við 1100 kr. á mánuði og fara í ótakmarkað.

Og afhverju kostar 1400 kr. meira að vera með ótakmarkað á ljósneti held en á sama hraða á ljósleiðara? Er til einhver rökrétt skýring á því?

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:45
af Plushy
teitan skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
teitan skrifaði:Fækka áskriftarleiðum, hækka verð... Eftir þessar breytingar verður ennþá dýrara fyrir mig að vera með ljósnet hjá þeim og eru þeir nú nýbúnir að hækka verð hjá sér ásamt því að þeir stungu virðisaukaskattslækkuninni um áramótin í vasann hjá sér en leyfðu ekki viðskiptavinunum að njóta þess.

Þetta Hringdu er farið að lykta meira af græðgi en góðri þjónustu.


Þú ferð ekki sjálfkrafa í þessa flokka, ef þú ert sáttari með það sem þú hefur þá gerir þú engar breytingar.
Þú verður að hafa samband við þá og biðja um breytingu.

Ég var í 250GB ljósnetpakkanum sem kostaði 8.490.- og sótti um breytingu, fer í ótakmarkað ljósnet sem kostar 7.399.-
Get ekki sagt annað en ég sé súpersáttur með það. :happy


Ég hef verið með 100GB og samkvæmt síðunni hjá þeim þá er sú leið ekki lengur til í ljósnetinu og þá hlýt ég annað hvort að þurfa að fara í 50GB pakkann sem er reyndar ódýrari leið en sú sem ég er með í dag, en um leið og ég fer yfir það þá bætist við aukakostnaður sem gerir leiðina miklu dýrari en þá sem ég er með í dag, eða þá að bæta við 1100 kr. á mánuði og fara í ótakmarkað.

Og afhverju kostar 1400 kr. meira að vera með ótakmarkað á ljósneti held en á sama hraða á ljósleiðara? Er til einhver rökrétt skýring á því?


Þegar svona breytingar eru gerðar eru ólíklegt að viðskiptavinir séu neyddir til að breyta þeim þjónustuleiðum sem þeir eru með. Fá eflaust allir að halda sinni þjónustuleið ef þeir vilja en nýjum viðskiptavinum stendur hins vegar eflaust ekki til boða gömlu leiðirnar.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:48
af GuðjónR
teitan skrifaði:Ég hef verið með 100GB og samkvæmt síðunni hjá þeim þá er sú leið ekki lengur til í ljósnetinu og þá hlýt ég annað hvort að þurfa að fara í 50GB pakkann sem er reyndar ódýrari leið en sú sem ég er með í dag, en um leið og ég fer yfir það þá bætist við aukakostnaður sem gerir leiðina miklu dýrari en þá sem ég er með í dag, eða þá að bæta við 1100 kr. á mánuði og fara í ótakmarkað.

Og afhverju kostar 1400 kr. meira að vera með ótakmarkað á ljósneti held en á sama hraða á ljósleiðara? Er til einhver rökrétt skýring á því?


Þú verður áfram í þinni 100GB leið nema þú biðjir sjálfur um breytingar.
Þeir fara ekki að setja þig í annan og óhagstæðari flokk án þess að að tala við þig.
250GB flokkurinn er farinn en ef ég hefði ekki beðið um breytingu þá hefði ég haldið áfram í honum.

En ef þú ferð yfir 100GB þá mátti eiga von á:
Auka 10 GB gagnamagn* 1.500 kr
Auka 50 GB gagnamagn* 4.995 kr

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 16:53
af teitan
Plushy skrifaði:
teitan skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
teitan skrifaði:Fækka áskriftarleiðum, hækka verð... Eftir þessar breytingar verður ennþá dýrara fyrir mig að vera með ljósnet hjá þeim og eru þeir nú nýbúnir að hækka verð hjá sér ásamt því að þeir stungu virðisaukaskattslækkuninni um áramótin í vasann hjá sér en leyfðu ekki viðskiptavinunum að njóta þess.

Þetta Hringdu er farið að lykta meira af græðgi en góðri þjónustu.


Þú ferð ekki sjálfkrafa í þessa flokka, ef þú ert sáttari með það sem þú hefur þá gerir þú engar breytingar.
Þú verður að hafa samband við þá og biðja um breytingu.

Ég var í 250GB ljósnetpakkanum sem kostaði 8.490.- og sótti um breytingu, fer í ótakmarkað ljósnet sem kostar 7.399.-
Get ekki sagt annað en ég sé súpersáttur með það. :happy


Ég hef verið með 100GB og samkvæmt síðunni hjá þeim þá er sú leið ekki lengur til í ljósnetinu og þá hlýt ég annað hvort að þurfa að fara í 50GB pakkann sem er reyndar ódýrari leið en sú sem ég er með í dag, en um leið og ég fer yfir það þá bætist við aukakostnaður sem gerir leiðina miklu dýrari en þá sem ég er með í dag, eða þá að bæta við 1100 kr. á mánuði og fara í ótakmarkað.

Og afhverju kostar 1400 kr. meira að vera með ótakmarkað á ljósneti held en á sama hraða á ljósleiðara? Er til einhver rökrétt skýring á því?


Þegar svona breytingar eru gerðar eru ólíklegt að viðskiptavinir séu neyddir til að breyta þeim þjónustuleiðum sem þeir eru með. Fá eflaust allir að halda sinni þjónustuleið ef þeir vilja en nýjum viðskiptavinum stendur hins vegar eflaust ekki til boða gömlu leiðirnar.


Má vera, kemur væntanlega í ljós þegar ég fæ næsta reikning frá þeim. En mér finnst furðulegt að það sé ekki til nein millileið lengur frá 50GB upp í ótakmarkað, verðlega séð þá er ansi stórt stökk frá 50GB upp í ótakmarkað.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 17:10
af vesley
depill skrifaði:
vesley skrifaði:Nú nota ég ekki einu sinni 50gb og ég er hjá Tal þar sem ég niðurhala mikið af mínu efni hérlendis og ætlaði ég að færa mig í svipaðann pakka hjá Hringdu þar sem ég sá ekki þörf hjá mér fyrir stærri pakka og flækir þetta því aðeins málið hjá mér..

Eins mikið og ég fagna þessu þá vantar minni pakka fyrir þá sem einfaldlega nota ekki netið mikið eða jafnvel lítið sem ekki neitt.


Sé ekki betur en þetta er í boði fyrir þig
http://hringdu.is/internet/ljosnet
http://hringdu.is/internet/ljosleidari

Foreldrar mínir eru með 150 GB á 6.290 ( frekar en 6.190 ) Ljósnet. Á allavega von á því að halda þeim bara þar, hef ekki fengið tilkynningu um að þær þjónustuleiðir verði lagðar eithvað niður



hehe.... aulaskapur í mér að skoða vefsíðuna ekki betur en þetta.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 18:32
af HringduEgill
Sælir,

Vonandi eru allir ánægðir með nýju ótakmörkuðu pakkana okkar. Hérna eru nokkur atriði varðandi breytinguna:

1. Viðskiptavinir haldast í þeim þjónustuleiðum sem þeir eru í þar til óskað er eftir breytingu.
2. Á Ljósneti verða áfram 10 og 50 GB pakkar. Minni pakkinn mun lækka í verði.
3. Á Ljósleiðara verða áfram 10, 50 og 100 GB pakkar. Verðin á þeim haldast óbreytt.
4. Á ADSL verða áfram 10 og 50 GB pakkar. Minni pakkinn og ADSL 12 MB Ótakmarkað lækka í verði.

Kveðja,
Egill

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Þri 27. Jan 2015 18:58
af teitan
HringduEgill skrifaði:Sælir,

Vonandi eru allir ánægðir með nýju ótakmörkuðu pakkana okkar. Hérna eru nokkur atriði varðandi breytinguna:

1. Viðskiptavinir haldast í þeim þjónustuleiðum sem þeir eru í þar til óskað er eftir breytingu.
2. Á Ljósneti verða áfram 10 og 50 GB pakkar. Minni pakkinn mun lækka í verði.
3. Á Ljósleiðara verða áfram 10, 50 og 100 GB pakkar. Verðin á þeim haldast óbreytt.
4. Á ADSL verða áfram 10 og 50 GB pakkar. Minni pakkinn og ADSL 12 MB Ótakmarkað lækka í verði.

Kveðja,
Egill


Hvenær munu þessar verðlækkanir á minni pökkunum verða að veruleika?

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Mið 28. Jan 2015 08:27
af HringduEgill
teitan skrifaði:
HringduEgill skrifaði:Sælir,

Vonandi eru allir ánægðir með nýju ótakmörkuðu pakkana okkar. Hérna eru nokkur atriði varðandi breytinguna:

1. Viðskiptavinir haldast í þeim þjónustuleiðum sem þeir eru í þar til óskað er eftir breytingu.
2. Á Ljósneti verða áfram 10 og 50 GB pakkar. Minni pakkinn mun lækka í verði.
3. Á Ljósleiðara verða áfram 10, 50 og 100 GB pakkar. Verðin á þeim haldast óbreytt.
4. Á ADSL verða áfram 10 og 50 GB pakkar. Minni pakkinn og ADSL 12 MB Ótakmarkað lækka í verði.

Kveðja,
Egill


Hvenær munu þessar verðlækkanir á minni pökkunum verða að veruleika?


1. mars.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Mið 28. Jan 2015 18:21
af teitan
HringduEgill skrifaði:
teitan skrifaði:
HringduEgill skrifaði:Sælir,

Vonandi eru allir ánægðir með nýju ótakmörkuðu pakkana okkar. Hérna eru nokkur atriði varðandi breytinguna:

1. Viðskiptavinir haldast í þeim þjónustuleiðum sem þeir eru í þar til óskað er eftir breytingu.
2. Á Ljósneti verða áfram 10 og 50 GB pakkar. Minni pakkinn mun lækka í verði.
3. Á Ljósleiðara verða áfram 10, 50 og 100 GB pakkar. Verðin á þeim haldast óbreytt.
4. Á ADSL verða áfram 10 og 50 GB pakkar. Minni pakkinn og ADSL 12 MB Ótakmarkað lækka í verði.

Kveðja,
Egill


Hvenær munu þessar verðlækkanir á minni pökkunum verða að veruleika?


1. mars.


En stendur til að leyfa viðskiptavinum að njóta þess að virðisaukaskattur lækkaði úr 25,5% í 24% um áramótin (eins og t.d. síminn og vodafone gerðu) eða ætlið þið að stinga því ykkar vasa?

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Mán 23. Feb 2015 10:03
af Moldvarpan
Langaði að spurja þá sem eru í viðskiptum hjá Hringdu, hvernig hefur netið verið hjá ykkur þennan mánuðinn eftir að þeir fóru að bjóða ótakmarkað niðurhal? Hraðinn enn góður og netið stabílt?

Er enn hjá símanum, en þessar upload mælingar eru alveg að drepa mig.

Re: Hringdu bjóða ótakmarkað niðurhal

Sent: Mán 23. Feb 2015 10:07
af GuðjónR
Moldvarpan skrifaði:Langaði að spurja þá sem eru í viðskiptum hjá Hringdu, hvernig hefur netið verið hjá ykkur þennan mánuðinn eftir að þeir fóru að bjóða ótakmarkað niðurhal? Hraðinn enn góður og netið stabílt?

Er enn hjá símanum, en þessar upload mælingar eru alveg að drepa mig.


Finn engan mun, fínn hraði :)