Síða 1 af 1

Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Sun 18. Jan 2015 22:23
af ezkimo
Sælir, Þið getið kannski komið með hugmyndir um hvernig ég ætti að leysa smá vesen sem ég er í.

Ég er með media center vél, sem ég vil hafa snúrutengda við router og svo afruglara sem þarf að snúru tengjast við ljósleiðarabox.
Routerinn og ljósleiðaraboxið er ekki á sama stað og sjónvarpstækin.

Er nokkur möguleiki að flytja bæði merkin með sömu snúru, eða með einu setti af Powerline netkubbum ?
Eða verð brúa bilið sérstaklega fyrir bæði tækin ?

er til einhver töfralausn við þessu ?

K

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Sun 18. Jan 2015 22:32
af hagur
Þú getur flutt 2x100mbit ethernet yfir einn og sama CAT5 kapalinn.

Hér er DIY guide: http://www.instructables.com/id/How-to- ... litter%22/

Svo getur verið að það sé hægt að kaupa tilbúna splittera í einhverjum tölvubúðum hérna.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Sun 18. Jan 2015 22:39
af Viktor
Mynd

tl;dr: þú notar fyrstu tvö pörin :)

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Sun 18. Jan 2015 22:48
af lukkuláki
Þetta er akkúrat svona hjá mér einn kapall úr ljósleiðaraboxinu sem splittast í tvennt í router og afruglara.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Sun 18. Jan 2015 23:50
af Daz

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 19. Jan 2015 07:39
af ezkimo
Frábært. Maður kemur ekki að tómum kofanum hér, frekar en vanalega.
En þá er önnur spurning, Virkar svona splitter með Powerline Adapter ?

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 19. Jan 2015 07:58
af hagur
Góð spurning. Ég myndi ekki treysta á það. Það eru hinsvegar til dual powerline adapterar, þ.e eitt kit sem flytur tvö merki samtímis og er með tvo innganga og tvo útganga. Myndi ná mér í svoleiðis frekar, t.d þessi: http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=699

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 19. Jan 2015 09:26
af einarth
hagur skrifaði:Góð spurning. Ég myndi ekki treysta á það. Það eru hinsvegar til dual powerline adapterar, þ.e eitt kit sem flytur tvö merki samtímis og er með tvo innganga og tvo útganga. Myndi ná mér í svoleiðis frekar, t.d þessi: http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=699


Þessi græja flytur ekki tvö merki samtímis - heldur er bara 2 porta sviss á hvorum enda - s.s. sama netið á báðum portum.

Hef ekki séð power line búnað sem flytur tvo net í einu - en það er hægt að tengja tvö pör af powerline í sama húsinu fyrir sitthvort netið - en þá þarf að passa að þú parir saman hvort par fyrir sig - annars tengjast öll 4 tækin saman í 1 net.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 19. Jan 2015 10:45
af hagur
einarth skrifaði:
hagur skrifaði:Góð spurning. Ég myndi ekki treysta á það. Það eru hinsvegar til dual powerline adapterar, þ.e eitt kit sem flytur tvö merki samtímis og er með tvo innganga og tvo útganga. Myndi ná mér í svoleiðis frekar, t.d þessi: http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=699


Þessi græja flytur ekki tvö merki samtímis - heldur er bara 2 porta sviss á hvorum enda - s.s. sama netið á báðum portum.

Hef ekki séð power line búnað sem flytur tvo net í einu - en það er hægt að tengja tvö pör af powerline í sama húsinu fyrir sitthvort netið - en þá þarf að passa að þú parir saman hvort par fyrir sig - annars tengjast öll 4 tækin saman í 1 net.


Nú okey, takk fyrir leiðréttinguna.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Sun 09. Okt 2016 22:42
af Konig
Afsakið að ég sé að vekja gamlan þráð hér :)

Ég er einmitt í þessum hugleiðingum þar sem það getur reynst erfitt að koma öðrum cat5 kapli í gegnum innanhúslagnir. Er alveg pottþétt að með því að splitta kaplinum sem fyrir er get ég þá mögulega tengt bæði myndlykli Vodafone og Android sjónvarpsboxi með tveim splitterum á báða enda ? Þarf ég ekki switch eða neitt svoleiðis.

Mbk

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Sun 09. Okt 2016 23:28
af Daz
Konig skrifaði:Afsakið að ég sé að vekja gamlan þráð hér :)

Ég er einmitt í þessum hugleiðingum þar sem það getur reynst erfitt að koma öðrum cat5 kapli í gegnum innanhúslagnir. Er alveg pottþétt að með því að splitta kaplinum sem fyrir er get ég þá mögulega tengt bæði myndlykli Vodafone og Android sjónvarpsboxi með tveim splitterum á báða enda ? Þarf ég ekki switch eða neitt svoleiðis.

Mbk

Hefur virkað hjá mér í 3 ár, einn kapall í gegnum vegg, splitter á báðum endum, tengt í afruglara og Meda center sjónvarps megin.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Sun 09. Okt 2016 23:38
af Konig
Daz skrifaði:
Konig skrifaði:Afsakið að ég sé að vekja gamlan þráð hér :)

Ég er einmitt í þessum hugleiðingum þar sem það getur reynst erfitt að koma öðrum cat5 kapli í gegnum innanhúslagnir. Er alveg pottþétt að með því að splitta kaplinum sem fyrir er get ég þá mögulega tengt bæði myndlykli Vodafone og Android sjónvarpsboxi með tveim splitterum á báða enda ? Þarf ég ekki switch eða neitt svoleiðis.

Mbk

Hefur virkað hjá mér í 3 ár, einn kapall í gegnum vegg, splitter á báðum endum, tengt í afruglara og Meda center sjónvarps megin.


Takk fyrir skjót svör ég prófa þetta!

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 10. Okt 2016 06:15
af Cikster
Þessi DIY splitter á netkapalinn er ódýr og mjög góð lausn í flestum tilfellum. Verður bara að hafa í huga að þeim mun lengri (max lengd á netkapli er einhverjir 90 metrar) aukast líkur á truflunum. Einnig ef kapallinn liggur nálægt rafmagni getur það skapað truflanir.

Einnig gæti verið góð hugmynd að prófa tengja tölvu/sjónvarpsbox (android) á fjar endanna og keyra speedtest til að sjá hvort kapallinn sé að ná góðum hraða.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 10. Okt 2016 08:47
af Arnarr
Það að splitta kaplinum getur orksakað hökt á IPTV og ég veit um nokkur dæmi um það. Hinsvegar þá eru líka mörg dæmi til um að þetta virki bara fínt! :)

Konig skrifaði:Afsakið að ég sé að vekja gamlan þráð hér :)

Ég er einmitt í þessum hugleiðingum þar sem það getur reynst erfitt að koma öðrum cat5 kapli í gegnum innanhúslagnir. Er alveg pottþétt að með því að splitta kaplinum sem fyrir er get ég þá mögulega tengt bæði myndlykli Vodafone og Android sjónvarpsboxi með tveim splitterum á báða enda ? Þarf ég ekki switch eða neitt svoleiðis.

Mbk

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 10. Okt 2016 09:39
af lukkuláki
Tengja.jpg
Tengja.jpg (156.36 KiB) Skoðað 2928 sinnum

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 10. Okt 2016 10:07
af russi
Cikster skrifaði:Þessi DIY splitter á netkapalinn er ódýr og mjög góð lausn í flestum tilfellum. Verður bara að hafa í huga að þeim mun lengri (max lengd á netkapli er einhverjir 90 metrar) aukast líkur á truflunum. Einnig ef kapallinn liggur nálægt rafmagni getur það skapað truflanir.

Einnig gæti verið góð hugmynd að prófa tengja tölvu/sjónvarpsbox (android) á fjar endanna og keyra speedtest til að sjá hvort kapallinn sé að ná góðum hraða.



Má benda á að þú nærð max 100mbit með því að spilta þessu, það ætti að duga í flestum tilfellum, kapall verður líka viðkvæmari fyrir truflunum eins og hefur komið hér fram áður, en það þarf ekki að hafa áhrif þar xem þú leggur hann.

Best er að reyna að leggja tvo, það ætti að vera hægt í 16mm röri sem eru með algengustu rörum, þau eru nánast aldrei grennri en það, ættir að koma 4 þar í gegn með herkjum.

Síðan ertu alltaf með option með sett switcha á milli sem styðja VLAN og trunka sambandið ef þú ert bara með 1 cat, kannski dýrari lausn, en virkar og þú heldur hraðanum.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 10:20
af Hauxon
Ég er með sjónvarp þar sem er enginn nettengill og sendi sjónvarp í gegnum rafmagn. Virkar oftast vel en stundum frýs myndin í nokkrar sekúndur. Þá er oftast nóg að taka endabúnaðinn úr sambandi og láta hann tengjast aftur. Hvimleitt en nógu sjaldgæft til þess að ég nenni að gera eitthvað í þvi. Media kontent í Chromecast og Android TV box er svo bara wifi og virkar alltaf.

Svona til að reyna að stela þræðinum. ...hefur einhver dregið netkapal með rafmagnsvírum í sama rör? Eru svoleiðis æfingar kannski dæmdar til að mistakast?...

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 11:21
af hagur
Það er ekki leyfilegt að hafa þetta saman í röri.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 11:52
af Hauxon
hagur skrifaði:Það er ekki leyfilegt að hafa þetta saman í röri.


Veistu hvers vegna það er? Eldhætta?.. hvað getur gerst?

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 12:36
af hagur
Hauxon skrifaði:
hagur skrifaði:Það er ekki leyfilegt að hafa þetta saman í röri.


Veistu hvers vegna það er? Eldhætta?.. hvað getur gerst?


Ég er enginn sérfræðingur í þessu en já ég myndi giska á eldhættu. Svo er líka líklegt að raflögnin geti truflað netsambandið ef þetta liggur þétt saman í röri.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 12:45
af Hizzman
Hauxon skrifaði:
hagur skrifaði:Það er ekki leyfilegt að hafa þetta saman í röri.


Veistu hvers vegna það er? Eldhætta?.. hvað getur gerst?


einhver gæti fengið raflost og dáið!

það eru MJÖG strangar reglur um að halda 230V lögnum frá ÖLLU öðru...

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 12:52
af Hauxon
Gúgglaði aðeins. Skv. alnetinu er það tvennt sem veldur því að há og lágspenna má ekki vera í sama röri. Ein kenningin er að það þurfi að hafa þetta aðskilið til að koma í veg fyrir að þú skrúfir eða neglir í vegg og leiðir saman há og lágspennukerfin sem myndi væntalega öllu sem er tengt í lágspennunni og mögulega kveikja í vírunum. Hin sem ég fann var að háspennu vírarnir væru með töluverða rafsegulspennu sem getur á hitað út frá sér (induction).

Reyndar eru bæð lág- og háspennulagnir út um allt hús hjá mér nema ekki niður í tenglana þar sem sjónvarpið er. Spurning hvað það er miki "áhætta" að draga þetta saman einhverja 4-5 metra út í dós. Hef aldrei upplifað nein vandræði með að netkapall liggi ofan á t.d. lampasnúru.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 14:03
af Hizzman
Hauxon skrifaði:Gúgglaði aðeins. Skv. alnetinu er það tvennt sem veldur því að há og lágspenna má ekki vera í sama röri. Ein kenningin er að það þurfi að hafa þetta aðskilið til að koma í veg fyrir að þú skrúfir eða neglir í vegg og leiðir saman há og lágspennukerfin sem myndi væntalega öllu sem er tengt í lágspennunni og mögulega kveikja í vírunum. Hin sem ég fann var að háspennu vírarnir væru með töluverða rafsegulspennu sem getur á hitað út frá sér (induction).

Reyndar eru bæð lág- og háspennulagnir út um allt hús hjá mér nema ekki niður í tenglana þar sem sjónvarpið er. Spurning hvað það er miki "áhætta" að draga þetta saman einhverja 4-5 metra út í dós. Hef aldrei upplifað nein vandræði með að netkapall liggi ofan á t.d. lampasnúru.



'Reglugerð um raforkuvirki' er skjal sem ber að taka alvarlega! Ég legg til að þú látir raflagnir vera, á meðan þú ert svona klúless.

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 14:48
af russi
Vona nú samt að þú sért ekki með háspennu útum allt hús :D

Þetta kallast lágspenna og smáspenna.
Lágspenna er skilgreint sem 50v til 1000v
Smáspenna er fyrir neðan 50v

Háspenna er 1000v plús

Algengt að fólk rugli þessu saman

Re: Hvernig er best að koma neti yfir í Afruglara og Mediavél?

Sent: Mán 17. Okt 2016 15:11
af Tbot
Það er bannað samkvæmt rafmagnsreglugerðum að hafa saman í röri 230V víra og netkapal.

Þetta snýst um öryggi.

Búnaður tengdur netkapli hefur enga vörn gegn 230V. Þ.e. snerti- og íkveikjuhætta.

Þó er ein undantekning á þessu. Það má hafa ljósleiðaralögn í sama röri og 230V.

ÍST200:2006 raflagnir bygginga, sem er farið eftir ásamt hluta af gömlu reglugerðinni.