Síða 1 af 1

Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Fös 16. Jan 2015 22:34
af Varg
Ég er orðinn þreyttur á þessum rusl leigu routerum sem eru í boði hjá vodafone. Ég er að spá í að kaupa mér router, ég er á ljósleiðara og tek sjónvarpið í gegnum netið. Ég hef verið að spá í þessum hérna http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router, er þessi málið eða mælið þið með einhverju öðru?

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Fös 16. Jan 2015 22:45
af gufan
Ég er með þennan ..

Fékk mér hann einmitt eftir að hafa gefist upp á vodefone routernum

Hann hefur virkað fínt fyrir mig

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Fös 16. Jan 2015 23:08
af steiniofur
Það sama og gufan, ég gafst upp á því sem vodafone skaffaði.

Hefur einmitt virkað fínt hingað til.

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Fös 16. Jan 2015 23:19
af Freysism
Sma pæling en hvaða router ertu með á leigu hjá vodafone ? og af hverju ertu að gefast upp á honum ? Ég er með leigu router fra þeim og með finnst hann alveg fínn hef allavega aldrei þurft að endurræsa hann eða eiga eitthvað við hann.

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Lau 17. Jan 2015 01:33
af suxxass
Freysism skrifaði:Sma pæling en hvaða router ertu með á leigu hjá vodafone ? og af hverju ertu að gefast upp á honum ? Ég er með leigu router fra þeim og með finnst hann alveg fínn hef allavega aldrei þurft að endurræsa hann eða eiga eitthvað við hann.



Routerarnir á íslenskum markaði eru flestallir mjööög svipaðir hvað stabílleika (er það orð?) varðar.

Aðal munurinn er wifi drægni.

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Lau 17. Jan 2015 01:40
af mercury
er einmitt búinn að vera með þennan asus router í rúm 2 ár án vandræða. frábært tæki. keypti svo 66 týpuna til viðbótar þegar ég flutti aftur heim til gömlu "í skóla" og þeir eru virkilega solid.

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Lau 17. Jan 2015 02:27
af Varg
Hann heitir Zhone og ég er farinn að þurfa að reseta hann oft á dag. Hann er búinn að vera fínn í ca 2 ár byrjaði bara að láta svona fyrir ca mánuði

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Lau 17. Jan 2015 10:07
af BaldurÖ
Ég er í sömu pælingum finnst vodfone routerinn ekki alveg nógu góður ég var að spá í þessum.
http://tl.is/product/planet-ethernet-router-ac-750mbps

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Lau 17. Jan 2015 10:54
af dodzy
BaldurÖ skrifaði:Ég er í sömu pælingum finnst vodfone routerinn ekki alveg nógu góður ég var að spá í þessum.
http://tl.is/product/planet-ethernet-router-ac-750mbps

Ég mundi halda að það borgi sig frekar að kaupa sér asus routerinn, hann styður 1gb/s en þessi sýnist mér eingöngu vera 100mb/s, portin á routernum þ.e.a.s. ;)
rosalega villandi að kalla þetta 750mbps router.

Re: Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Lau 17. Jan 2015 17:04
af KermitTheFrog
dodzy skrifaði:
BaldurÖ skrifaði:Ég er í sömu pælingum finnst vodfone routerinn ekki alveg nógu góður ég var að spá í þessum.
http://tl.is/product/planet-ethernet-router-ac-750mbps

Ég mundi halda að það borgi sig frekar að kaupa sér asus routerinn, hann styður 1gb/s en þessi sýnist mér eingöngu vera 100mb/s, portin á routernum þ.e.a.s. ;)
rosalega villandi að kalla þetta 750mbps router.


750mbps á nýja ac wifi staðlinum.

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Lau 17. Jan 2015 20:58
af BugsyB

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 15:50
af BaldurÖ
Ertu þá að meina þennan
http://www.computer.is/vorur/8028/

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 16:06
af audiophile
BaldurÖ skrifaði:Ertu þá að meina þennan
http://www.computer.is/vorur/8028/


Fyrir þennan pening myndi ég fá mér eitthvað aðeins betra..... t.d. http://www.elko.is/elko/is/vorur/Netbun ... Router.ecp

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 17:23
af BaldurÖ
er ekkert mál að skipta gamla vodafone routernum og setja þennan
þarf að breyta eitthvað eða tengist hann sjálfkrafa ?

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 17:50
af darkppl
https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... =EA6300-EN síðast þegar ég var með Linksys þá voru einginn vandamál.

Re: Hvaða router á ég að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 23:50
af Steini B
Ég er búinn að vera með þennann Asus RT-N56U tengdann við Technicolor router (fyrst adsl og svo núna vdsl) í 3 ár
þar sem leigurouterarnir þoldu ekki smá álag, eitthvað sem Asusinn finnur ekkert fyrir svo ég er mjög sáttur með hann
Langar að fara að uppfæra í xDSL router frá Asus svo ég þurfi ekki að vera með 2