Síða 1 af 1
Netflix vesen á Roku með Zhone router
Sent: Fim 15. Jan 2015 16:49
af atlikris
Tek það fram að ég kann litið sem ekkert í svona málum. Hef náð að google mig í gegnum hitt og þetta og hef komist eitthvað áleiðis með þennan vanda. Í einhver skipti þegar ég hef restartað routernum og roku græjunni kemst ég inn a Netflix og get spilað eitthvað. Ef ég svo skipti um efni þá dettur netflix út og segir mig staddan á röngum stað í heiminum til að hafa gaman.
Hér eru stillingarnar mínar og dökka myndin er það sem netflix segir um tenginguna.
http://postimg.org/gallery/2j4tbopto/a7cebb5e/Getur einhver hjálpað?
Re: Netflix vesen á Roku með Zhone router
Sent: Fim 15. Jan 2015 22:22
af Viktor
Ef þú ert með ljósleiðara, kauptu þér annan router t.d.
http://att.is/product/asus-rt-n56u-routerEf þú ert með ljósnet/ADSL, skiptu um símafyrirtæki
Re: Netflix vesen á Roku með Zhone router
Sent: Fös 16. Jan 2015 02:04
af tdog
Neinei, þetta er bara Netflix að fokka í geoblockinu hjá sér. Ég er að lenda í þessu bara með fartölvuna hjá mér líka. Þarf að flusha dns cachenu og restarta network stakkinum til að það virki.
Re: Netflix vesen á Roku með Zhone router
Sent: Fös 16. Jan 2015 10:06
af KermitTheFrog
Og vertu í veseni með netið og hringdu inn í þjónustuverið og þeir geta lítið gert þar sem þú ert með eigin router og kannt ekki á hann.
Re: Netflix vesen á Roku með Zhone router
Sent: Fös 16. Jan 2015 10:17
af Viktor
KermitTheFrog skrifaði:Og vertu í veseni með netið og hringdu inn í þjónustuverið og þeir geta lítið gert þar sem þú ert með eigin router og kannt ekki á hann.
Ef þú ert með Zhone router þá eru allar líkur á því að þú verðir í veseni og getir ekkert gert í því.
Ég hef aldrei á ævi minni lesið fólk kvarta yfir þjónustuverinu hjá Hringdu í þessu sambandi.
Re: Netflix vesen á Roku með Zhone router
Sent: Sun 18. Jan 2015 20:50
af atlikris
Endaði með að fá mér Asus rt-n56u router hjá att.is
Hitti þar á Guðna starfsmann sem kannaðist við þetta vesen og nánast lofaði að hann myndi virka án þess þó að þora að hengja sig upp á það.
Það stóðst hjá honum. Búinn að breyta stillingum eins og stendur víða á netinu og nú rúllar allt vel.
Re: Netflix vesen á Roku með Zhone router
Sent: Fim 22. Jan 2015 19:39
af Viktor
atlikris skrifaði:Endaði með að fá mér Asus rt-n56u router hjá att.is
Hitti þar á Guðna starfsmann sem kannaðist við þetta vesen og nánast lofaði að hann myndi virka án þess þó að þora að hengja sig upp á það.
Það stóðst hjá honum. Búinn að breyta stillingum eins og stendur víða á netinu og nú rúllar allt vel.
Vel valið
Re: Netflix vesen á Roku með Zhone router
Sent: Fim 22. Jan 2015 20:08
af BugsyB
vondafone er bara með drasl routera - ef þeir mundu laga þetta þá væru þeir örugglega ágætis fyrirtæki