Það er líka lykilatriði að viðmót og útlit sé ekki gjörbylt frá fyrra útliti, heldur að nýja útlitið sé framþróun á eldra útlitinu og fólki geti tengt útlitið við eldra útlitið... þ.e. þú vilt byggja á reynslu fólks. Það eru mörg dæmi að fólk bregst illa við breytingum.
Þeir sem hafa heyrt um GAP logo ruglið vita hvað ég er að tala um, en fatarisinn GAP breytti klassísku logoi í eitthvað allt öðruvísi og fólk bara varð hneykslað (
http://money.cnn.com/2010/10/08/news/co ... /gap_logo/).
New Coke er líka annað rugl (
http://en.wikipedia.org/wiki/New_Coke) þar sem CocaCola ákvað að breyta uppskriftinni að Coke, en fólk bara varð brjálað það vildi gamla góða kókið sitt aftur!
Annað disaster, sem mér sýnist að sé í uppsiglingu, er redesignið á CNN.com sem var launchað í vikunni. Þetta look er alveg hörmung hvað uppsetningu varðar, það virðist vera vandað, en mér líður einsog ég sé orðinn dyslexic á upplýsingar þarna. Þegar maður fer á síðuna þá er aðalfréttin fullscreen og maður sér ekkert annað, þarf að scrolla niður aðeins til að sjá fyrirsagnirnar úr öðrum fréttum (engar myndir). Gamla designið var orðið dated, en nýja lookið er ekki að bæta úr.
Góð hönnun er ekkert sjálfgefin. Stundum gleyma menn algjörlega að hugsa um hvað það er sem fólk er að sækjast eftir og hanna bara upp á að hanna. Afhverju er þessi flipi til hægri (Hafðu samband, Leiðarvísir, Hjálp) allt í einu orðinn svo mikilvægur að hann verður að vera þarna ALLTAF á ÖLLUM síðum? Stundum þvælast bara hlutir fyrir.
Svo skil ég ekki afhverju nýji playerinn þarna á ruv.is leyfir mér ekki að spóla til baka á RÁS2, þannig að ég geti spilað síðustu 10-20 mín ef ég missti t.d. af fréttunum sem voru að klárast. Geta þeir ekki lagað það fyrst?
Annars er ég aðeins að klára mér í hausnum yfir svona þróun á vefviðmótum almennt. Þetta virðist vera orðið rosalega flókið og "fluid", þ.e. á þann hátt að maður þarf rétt að scrolla og allt útlitið breytist með, headerinn breytist, alltíeinu kominn einhver menu til hliðar, o.s.frv. Ég er bara kannski svona vanur því að síðan sem ég loadaði inn sé síðan sem ég scrolla. Einsog þetta með að headerinn verði fixed uppi... ég skil ekki alveg afhverju þetta er orðið svona mikilvægt að hafa þarna uppi... þetta er ekki að hjálpa mér neitt við að skoða efnið á síðunni.