Síða 1 af 1

Aðstöðuleiga fyrir vélb./server í góðum "sal", ráðl. óskast

Sent: Mán 08. Des 2014 02:13
af ASUSit
Sælir Vaktarar.
Nú sárvantar mig ykkar ráðleggingar varðandi það hvaða möguleikar eru í stöðunni (bestu möguleikarnir) fyrir einstakling í tengslum við það að leigja aðstöðu fyrir netþjón í góðum sal/tækjasal/gagnaveri eða hvaða nafn skal nota svo rétt orðalag sé notað.

Það sem mig vantar því einfaldlega er hýsing fyrir netþjón sem mun í meginatriðum hýsa 1x stk. vefsíðu (www.vefslóð.is/semdæmi) og þ.a.l. þurfa að keyra þær þjónustur sem þar að lúta (hef ekki ákveðið nákvæmlega hvernig því verður hagað). Jafnframt mun hann verða nýttur sem gagnageymsla fyrir talsvert magn gagna sem þurfa að vera aðgengileg fyrir afmarkaðan (um 15 manna hóp) fólks þar sem við erum að vinna að viðamiklu loka- og útskriftarverkefni frá bæði HÍ sem og aðrir einstaklingar erlendis frá sambærilegum háskólum - þannig að um er að ræða remote access að gagnasafninu, hvaða leið svo sem verður valin til að gera aðgang að og vinnslu gagnanna sem auðveldasta fyrir jafnvel þá sem búa yfir lágmarks tölvuþekkingu.

Þar sem við höfum unnið að fyrrnefndu verkefni í um tvo mánuði núna, og erfiðlega hefur gengið að nota þær þjónustur sem boðið er upp á af hálfu skólanna sjálfra - að þá ákvað ég að prófa að fara þessa leið til að auðvelda okkur vinnslu þessa verkefnis auk þess að sjálfsögðu að læra enn betur inn á umsjón með netþjónum sem þessum sjálfur samhliða. Líklegt er að þjónninn myndi keyra eitthvert server distro af Linux og uppfyllir vélbúnaðurinn að öllu leyti þau skilyrði sem sett eru fyrir hýsingu í tækjasölum sem þessum (ISO vottaðir o.fl.).

Núna vantar mig innilega ykkar ráðleggingar um hvernig best er fyrir mig að snúa mér í þessu, við hvaða þjónustuaðila er þægilegast að eiga samskipti og hvar þjónustan er með því skársta sem gerist.

P.S.: ekki hika við að koma með hvers konar comment, ráðleggingar, skammir eða hvaðeina sem ykkur dettur í hug í sambandi við þetta hjá mér.

Ástarkveðjur og kærar þakkir fyrir öll ykkar innlegg hér! :happy

Re: Aðstöðuleiga fyrir vélb./server í góðum "sal", ráðl. ósk

Sent: Mán 08. Des 2014 10:19
af ASUSit
anxious.jpg
anxious.jpg (109.98 KiB) Skoðað 985 sinnum


[-o< [-o< [-o<

Re: Aðstöðuleiga fyrir vélb./server í góðum "sal", ráðl. ósk

Sent: Mán 08. Des 2014 10:21
af depill
Ehh ef þú ert að gera þetta með háskólanum(HÍ) að þá síðast þegar ég var þar, var t.d. Nörd með smá aðstöðu til að geyma vélar. Ég myndi bara hreinlega hafa samband við þá eða RHÍ Og athuga hvort þeir geta ekki geymt þetta fyrir ykkur. Þetta er væntanlega það mikið af gögnum að ég giska að VPS henti ekki. Og þar sem þetta með erlendu transferi ( sérstaklega af miklu magni ) gæti það orðið ágætlega dýrt.

Annars býður DataCell, ThorDC/Advania ( og reyndar Basis, Vodafone, Síminn o.s.frv ) uppá Co-Lo fyrir ekki alltof mikinn pening.

Re: Aðstöðuleiga fyrir vélb./server í góðum "sal", ráðl. ósk

Sent: Lau 13. Des 2014 02:38
af Viktor
Sko!

Hvað erum við að tala um mikið af gögnum?
Svo að ég átti mig á því hvað þú ert að gera - hvað er það sem kemur í veg fyrir það að þið notið skýjaþjónustu frá öðru fyrirtæki? Það er rosalega ódýrt miðað við það að ætla að vera með sinn eigin server og vefsíðuhýsingu.

Það er takmarkað sem þú tekur fram í þessum pósti, svo ég leyfi mér að spyrja :fly

https://www.box.com/en_GB/pricing/