Síða 1 af 1

DNS hjálp

Sent: Fim 04. Des 2014 22:13
af aegiir
Gott kvöld, spurning hvort þið getið aðstoðað mig aðeins.

Málið er að ég er að hýsa vefsíðu hjá wix.com, þar eru nameserverar ns1.wix.com og ns2.wix.com. Ég er búinn að setja inn íslenska lénið sem ég á þar.

Málið er að Isnic virðist ekki samþykkja annan þessara nafnþjóna. Ég heyrði eitthversstaðar að freeDNS gæti hjálpað mér, en skil ekki hvernig það virkar.

Getið þið aðstoðað mig í þessu?

Re: DNS hjálp

Sent: Fim 04. Des 2014 23:02
af MatroX
ég notaði bara free dns hjá 1984.is lét beina á þeirra nameservera svo færðu flott control panel hjá þeim sem þú beinir svo á síðuna hja þér

Re: DNS hjálp

Sent: Fim 04. Des 2014 23:11
af aegiir
Takk fyrir þetta!

Set ég þá nafnþjóna 1984 inn á isnic? Isnic er að minnsta kosti að vísa á 1984 nameservera núna

Ég er búinn að stofna aðgang fyrir free dns hjá 1984, set ég þá í host Wix nameservera og "bendir á" 1984 nameservera?

Þarf ég að gera eitthvað meira, skil ekki alveg uppsetninguna á þessu free dns.