Síða 1 af 1
Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Mið 03. Des 2014 22:12
af Bragi Hólm
Sælir
vantar ódýra en góða snúrulausa leið til að auka styrkin á þráðlausa netinu hjá mér áfram um íbúðina.
Hverju mæla menn með?
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Mið 03. Des 2014 22:47
af Krissinn
Bragi Hólm skrifaði:Sælir
vantar ódýra en góða snúrulausa leið til að auka styrkin á þráðlausa netinu hjá mér áfram um íbúðina.
Hverju mæla menn með?
Ég nota Repeater og það virkar mjög vel
Semsagt hann pikkar upp wifi samband og styrkir það. Hugsa að þetta sé ódýr og þægileg lausn. Getur fengið Repeater, stundum kallað wifi Extender í hvaða tölvubúð sem er hugsa ég :p
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Mið 03. Des 2014 23:16
af gufan
Wifi vesenið er mjög staðbundið. Í húsinu hjá mér eru þykkir steinveggir sem routerinn var engan veginn að drífa í gegnum.
Þetta varð ekki almenninlegt hjá mér fyrir enn lagði snúru miðsvæðis í húsið
áður en ég gerði það verslaði ég þennan
http://www.att.is/product/asus-tp-ac52-access-point Nú er hann á efri hæðinni til að jazza upp sambandið þar fyrir létt netbrölt (facebook og það allt)
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Mið 03. Des 2014 23:25
af playman
Þetta er góður og stuttur listi um hverninn meigi boosta wifi signalið.
http://lifehacker.com/5931743/top-10-wa ... home-wi-fi
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Mið 03. Des 2014 23:52
af capteinninn
Svo er klassískt að taka tóma Pringles dós, skera lítið gat á botninn og setja á loftnetið, beina því svo í áttina að því svæði sem þú vilt fá betra coverage.
Hef reyndar aldrei prófað þetta en hefur alltaf langað
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Fim 04. Des 2014 09:09
af playman
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Fim 04. Des 2014 09:16
af Squinchy
Hvernig router ertu með?
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Fös 05. Des 2014 09:49
af Bragi Hólm
Bara þennan standard frá vodafone. málið er að nú þarf merki að fara í gegnum 3 steinveggi til að ná inní herbergi þar sem ég er með apple tv setup. Vantar að boosta wifi signalið þangað inn og nenni eki að hafa snúru eftir öllu fyrir utan að það yrði hundleiðinlegt að leggja snúru þar inn vegna uppsetningu íbúðar.
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Fös 05. Des 2014 13:12
af mundivalur
eru loftnet á boxinu ? ég fékk svona dildó
http://www.dealsmachine.com/best_20117.html sem ég setti á lítið box og sú tölva er í 50m fjarlægð og núna er topp samband
Re: Auka styrk þráðlaus nets á einfaldan hátt???
Sent: Fös 05. Des 2014 13:33
af codec
Þessir standard routerar frá yfirleitt frekar slappir, myndi skoða að uppfæra hann.
Staðsetning routers getur skipt miklu máli. Almennt góð regla að hafa þá hátt uppi ef hægt er og miðlægt. Nú eða staðsetja routerinn með tilliti til helstu notkunarstaða þannig að merkið dreifist best þangað sem wifi er mest notað.
Ég rakst á app í morgun sem ég ætla að prófa um helgina heima hjá mér. Maður setur inn "floor plan" og appið reiknar út dreifingu merkisins mögulega hægt að nota til að bæta signalið. Hef ekki prófað ennþá en það lofar góðu.
https://play.google.com/store/apps/deta ... wifisolver .
Hér útskýrir höfundur ítarlega hvernig þetta virkar
http://jasmcole.com/2014/08/25/helmhurts/