Uppsetning

Skjámynd

Höfundur
tanketom
</Snillingur>
Póstar: 1043
Skráði sig: Fim 06. Jan 2011 12:39
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Uppsetning

Pósturaf tanketom » Mið 03. Des 2014 18:38

Jæja ég er svona reyna koma betra fyrirkomulag í tölvuni, ég er með 1x 120gb SSD og 1x 2TB disk en ssd diskurinn er fljótur að fyllast nú þegar leikirnir og forrit eru orðinn svo stór :-k
mig langar vita hvernig þið eruð með þetta uppsett, ég var að hugsa hvort ég ætti að losa mig við þennan og fá mér 250gb eða kanski kaupa annan 120gb og hafa þá win á sér disk og leiki á hinn?
Svo er auðvitað 2TB diskurinn bara geymslu diskur, en ég nenni bara ekki alltaf vera eyða leikjum og þurft að downloada þeim aftur.

Hvernig er svo með vírus varnir í dag? Er það er ekki bara orðið gagnlaust fyrir hinn almenna notanda? Er windows vírus/eldveggurinn ekki bara alveg nóg, er þessi TuneUp/Winfix forrit ekki bara vitleysa líka?


Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do


NumiSrc
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Mán 13. Okt 2014 18:45
Reputation: 0
Staðsetning: Suður
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning

Pósturaf NumiSrc » Mið 03. Des 2014 20:05

er það ekki málið bara stækka ssd-inn í 250gb?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7553
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1189
Staða: Tengdur

Re: Uppsetning

Pósturaf rapport » Mið 03. Des 2014 22:03

Ég er með 2x120gb SSD og svo HDD 1x640Gb og svo 2x1,5Tb

SSD fyrir stýrikerfi og almenn forrit
SSD fyrir leiki

640Gb fyrir prívat gögn (redirecta My documents, Downloads, Dropbox o.þ.h.) s.s. hægrismelli á "Desktop" folderinn í user profilenum og í "location" flipanum breyti ég staðss.

1,5 Tb fyrir leikjavideo (hef samt lítið verið að nota það)

1,5 Tb fyrir annað plássfrekt dót sem ég vil eiga.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1701
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Uppsetning

Pósturaf Stutturdreki » Fim 04. Des 2014 10:24

Er með 128GB SSD heima og hef ekkert á honum nema stýrikerfið og það sem fylgir þvi. Öll forrit og leikir fara á annað drif.