Sum Linux distro hökta á gömlum lappa??
Sent: Sun 30. Nóv 2014 22:29
Ég er með gamla Packard Bell fartölvu sem er greinilega ekki í lagi lengur. Ég gafst upp á Windows vegna þess hversu oft það var farið að crasha og ákvað að prufa Linux.
Ég hef núna prufað þrjú mismunandi distro uppsett á tölvunni ásamt einhverjum þar að auki í LiveUSB.
Af þessum þremur sem ég hef sett upp hökta tvö þeirra, þ.e. Fedora 19 og Elementary OS 0.2 hökta á undarlegan hátt. Sem sagt með óreglulegu en tiltölulega stuttu millibili þá er eins og tölvan frjósi en um leið og það kemur einhvers konar input, hvort sem það er mús eða lyklaborð, þá hrekkur hún í gang aftur. Af þeim var Fedora svo gott sem ónothæft vegna þess hversu ört þetta gerðist þar. EOS var hins vegar þolanlega nothæft þar til í vikunni að ég uppfærði en þá versnaði þetta til muna. Þar sem þetta voru 37 uppfærslur sem komu inn þá er frekar tímafrekt að snúa þeim til baka einni í einu til að reyna að finna hver þeirra gerði vandamálið verra.
Þriðja kerfið var Mint Cinnamon 16, Það crashar alveg í stað þess að hökta, svipað og Windows, en yfirleitt með lengra bili á milli. Það fer líka yfirleitt alltaf í gang í fyrstu restart tilraun eftir crash en ég þurfti oft að restarta windows 3-4 sinnum áður en hún hrökk í gang. Stóra vandamálið með Mint er að ég setti það þrisvar upp á vélinni og í öll skiptin virðist það hafa hrunið þannig að það varð unbootable á þrem til fimm vikum.
Ég geri mér grein fyrir að þetta er örugglega eitthvað hardware tengt. Verandi Linux nýliði þá var ég að velta fyrir mér hvort það séu einhver software trix sem ykkur dettur í hug til að reyna að finna út hvað veldur.
Ég hef núna prufað þrjú mismunandi distro uppsett á tölvunni ásamt einhverjum þar að auki í LiveUSB.
Af þessum þremur sem ég hef sett upp hökta tvö þeirra, þ.e. Fedora 19 og Elementary OS 0.2 hökta á undarlegan hátt. Sem sagt með óreglulegu en tiltölulega stuttu millibili þá er eins og tölvan frjósi en um leið og það kemur einhvers konar input, hvort sem það er mús eða lyklaborð, þá hrekkur hún í gang aftur. Af þeim var Fedora svo gott sem ónothæft vegna þess hversu ört þetta gerðist þar. EOS var hins vegar þolanlega nothæft þar til í vikunni að ég uppfærði en þá versnaði þetta til muna. Þar sem þetta voru 37 uppfærslur sem komu inn þá er frekar tímafrekt að snúa þeim til baka einni í einu til að reyna að finna hver þeirra gerði vandamálið verra.
Þriðja kerfið var Mint Cinnamon 16, Það crashar alveg í stað þess að hökta, svipað og Windows, en yfirleitt með lengra bili á milli. Það fer líka yfirleitt alltaf í gang í fyrstu restart tilraun eftir crash en ég þurfti oft að restarta windows 3-4 sinnum áður en hún hrökk í gang. Stóra vandamálið með Mint er að ég setti það þrisvar upp á vélinni og í öll skiptin virðist það hafa hrunið þannig að það varð unbootable á þrem til fimm vikum.
Ég geri mér grein fyrir að þetta er örugglega eitthvað hardware tengt. Verandi Linux nýliði þá var ég að velta fyrir mér hvort það séu einhver software trix sem ykkur dettur í hug til að reyna að finna út hvað veldur.