Síða 1 af 1
Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 10:12
af GuðjónR
Var að prófa win8.1 á gamla HP lappanum og þráðlausa netið er í ruglinu.
Slítur sambandi á 2-3 mín fresti eða um leið og eitthvað álag er, t.d. download.
HP er þekkt fyrir lélegt support, en þetta slær nú flest út, eina stýrikerfi sem þeir supporta er VISTA.
Vista var handónýtt kerfi, kannski er málið að setja gamla XP bara upp?
Eða er hægt að stilla þetta þannig að þráðlausa hangi inni?
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 10:25
af methylman
Orkusparnaður er einmitt að flækjast fyrir mörgum þ.e. "allow windows to power off this device to save power" alveg ferlegt rugl.
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 10:34
af GuðjónR
methylman skrifaði:Orkusparnaður er einmitt að flækjast fyrir mörgum þ.e. "allow windows to power off this device to save power" alveg ferlegt rugl.
Já einmitt, ég mundi eftir þeim þræðinum og var búinn að afvirkja þann möguleika.
Mig grunar að tölvan sé bara orðin "lúin" og þá sérstaklega netkortið.
Á gamla Vista diskinn ofan í skúffu, kannski besta leiðin til að sjá hvort þetta er drivera tengt eða hardware að setja það upp.
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 10:34
af Nördaklessa
vista já....ef ég man rétt þá hættu Microsoft að styðja það fyrir ca 2 árum?
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 10:50
af GullMoli
Ég lenti í því að fá BSOD þegar ég setti Win8.1 upp á gamlan T61 thinkpad lappa. Þá var það driver issue, INTEL voru ekki með Win8 driver fyrir netkortið (intel kort) sem orsakaði þetta.
Lausnin var nýtt netkort af Ebay
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 11:17
af GuðjónR
GullMoli skrifaði:Ég lenti í því að fá BSOD þegar ég setti Win8.1 upp á gamlan T61 thinkpad lappa. Þá var það driver issue, INTEL voru ekki með Win8 driver fyrir netkortið (intel kort) sem orsakaði þetta.
Lausnin var nýtt netkort af Ebay
Mig grunar að þetta sé eitthvað svipað, þ.e. drivera vesen. Það er intel netkort í tölvunni.
Verð líklega að downgreida þar sem tölvan er ekki þess virði að uppfæra netkortið.
En eitt kemur mér mjög á óvart, þ.e. hvað Win8.1 er fljótt að venjast. Windows takkinn (á lyklaborðinu) og search er bara snilld.
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 12:43
af GullMoli
GuðjónR skrifaði:GullMoli skrifaði:Ég lenti í því að fá BSOD þegar ég setti Win8.1 upp á gamlan T61 thinkpad lappa. Þá var það driver issue, INTEL voru ekki með Win8 driver fyrir netkortið (intel kort) sem orsakaði þetta.
Lausnin var nýtt netkort af Ebay
Mig grunar að þetta sé eitthvað svipað, þ.e. drivera vesen. Það er intel netkort í tölvunni.
Verð líklega að downgreida þar sem tölvan er ekki þess virði að uppfæra netkortið.
En eitt kemur mér mjög á óvart, þ.e. hvað Win8.1 er fljótt að venjast. Windows takkinn (á lyklaborðinu) og search er bara snilld.
Jebb, nokkuð þægilegt.
Annars kostaði netkortið sem ég keypti um $10 og það flaug beint í gegnum tollinn án gjalda.
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 13:04
af FreyrGauti
Nördaklessa skrifaði:vista já....ef ég man rétt þá hættu Microsoft að styðja það fyrir ca 2 árum?
Mainstream support já, en fær áfram öryggisuppfærslur til 2017.
http://windows.microsoft.com/en-us/windows/lifecycle
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 18:15
af zedro
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 20:56
af GuðjónR
Linux er ekki "my cup of tea" ... of hrátt eitthvað, sérstaklega eftir að hafa séð þetta colorful win8.1...
Win 8.1 kemur nú bara nokkuð skemmtilega á óvart ... hugsa að win10 verði geggjað!
Fann smá trix til að halda netinu "lifandi" ... þegar það dettur út þá er nóg að slökkva á netkortinu með takkanum framan á í smá stund og kveikja aftur ...
Það er eins og netkortið restarti sér eða eitthvað ... tölvan þolir ekki download og torrent er bara NO NO ...
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 21:10
af Bjosep
GuðjónR skrifaði:Linux er ekki "my cup of tea" ... of hrátt eitthvað, sérstaklega eftir að hafa séð þetta colorful win8.1...
Win 8.1 kemur nú bara nokkuð skemmtilega á óvart ... hugsa að win10 verði geggjað!
Fann smá trix til að halda netinu "lifandi" ... þegar það dettur út þá er nóg að slökkva á netkortinu með takkanum framan á í smá stund og kveikja aftur ...
Það er eins og netkortið restarti sér eða eitthvað ... tölvan þolir ekki download og torrent er bara NO NO ...
Getur verið mögulegt að tölvan sé að reyna að tengjast ipv6 sem er ekki í boði og því verði þetta óstöðugt?
Gætir prufað að afvirkja ipv6 og athugað hvort það breytir einhverju.
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Mán 24. Nóv 2014 23:13
af KermitTheFrog
]Biddu er Guðjón að tala vel um Windows 8.1? Hver komst inn á aðganginn hans?
Re: Wi-fi virkar ílla eftir windows 8.1 uppfærslu
Sent: Þri 25. Nóv 2014 01:52
af Viktor
KermitTheFrog skrifaði:Biddu er Guðjón að tala vel um Windows 8.1? Hver komst inn á aðganginn hans?