Síða 1 af 1

Er í vandræðum með LAN mál

Sent: Lau 13. Nóv 2004 14:53
af Snorri^
Ein tölvan er með þráðlausa tengingu við router en önnur(fartölva) er tengd með snúru í routerinn. Vill geta komist inná harða diskinn á annari tölvunni en þegar ég reyni það þá er einhver læsing á disknum og hún biður um username og password.

Vitið þið hvaða username og password verið er að biðja um? Ekki hvað passwordið er :lol: heldur hvar ég gæti hafið gert það og hvort username-ið sé nafnið á tölvunni?

Einnig þá virðist bara einn geta komist á netið í einu.
Virðist sem að routerinn sé ekki að splitta tengingunni heldur bara að senda á einn stað í einu.
Þegar ég tengi tvær tölvur(turn) í routerinn þá virðist ekki eiga í vandræðum með að splitta tengingunni en ekki með fartölvuna.
plz help

p.s. reply ef eitthvað er óljóst :!:

Sent: Lau 13. Nóv 2004 15:38
af MezzUp
búið að spyrja að þessu áður minnir mig

Prófaðu bara username og password á accountinum sem að þú notar venjulega, það ætti að virka.

Í sambandi við hitt, virkar s.s. að komast á netið á borðtölvunni þegar fartölvan er ekki að accessa netið, eða verður að vera slökkt á fartölvunni eða?

Sent: Sun 14. Nóv 2004 13:22
af Stutturdreki
Þegar þú mappar drif á Tölvu A frá Tölvu B, þarftu að gefa upp username og password sem er gilt á Tölvu A. Og það þarf þá að vera á forminu "TölvaA\Nafn" til að segja Tölvu B að sækja username til Tölvu A.

Þú kemst hugsanlega fram hjá þessu með því að nota sama username og password á báðum vélunum eða ef þú værir með domain.

Er að vesenast með svipað heima, með eina tölvu sem er á domain og eina sem er í workgroup.. get ekki gefið notendum á einni tölvunni aðgang að hinni tölvunni.

Sent: Sun 14. Nóv 2004 18:35
af gumol
Stutturdreki skrifaði:Er að vesenast með svipað heima, með eina tölvu sem er á domain og eina sem er í workgroup.. get ekki gefið notendum á einni tölvunni aðgang að hinni tölvunni.

Hvað með að setja bara báðar á domain eða báðar á workgroup?

Sent: Mán 15. Nóv 2004 08:21
af Stutturdreki
Well, vélin sem fer í domain er vinnu vélin mín (lappi) nenni ekki að byrja daginn á því að bæta henni í domain hérna í vinnunni.

Og, ég er ekki viss um að það sé til neit sem heitir workgroup notandi þannig af ef tölva A og tölva B eru báðar í workgroup þá sé ekki hægt að nota notendur af tölvu A á tölvu B (nema kannski ef þeir heita það sama og hafa sama password).

Þarf að bugga einhvern windows sérfræðinginn hérna, ef ég man einhvern tíman eftir því..

Sent: Mán 15. Nóv 2004 08:30
af gumol
Stutturdreki skrifaði:Og, ég er ekki viss um að það sé til neit sem heitir workgroup notandi þannig af ef tölva A og tölva B eru báðar í workgroup þá sé ekki hægt að nota notendur af tölvu A á tölvu B (nema kannski ef þeir heita það sama og hafa sama password).

Jú jú, það er alveg hægt. Allavega svona oftast (windows) ;)

Sent: Mán 15. Nóv 2004 08:48
af gnarr
opnaðu My Computer -> Tools -> Folder Options -> View -> og setja hak í "Use simple fileshareing"

voila..

Sent: Þri 16. Nóv 2004 13:06
af arnarj
nákvæmlega, þessi skipun sem gnarr benti á leysir þetta vandamál. Ef þú ert með sama user á báðum vélinni ætti þetta að ganga snuðrulaust fyrir sig.