Síða 1 af 2
1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 10:40
af Tiger
Ég hef verið með hýsingu hjá 1984.is síðan 2010 og verið mjög sáttur þannig séð, ekkert mikið komið uppá og það litla sem hefur gerst hefur verið leyst hratt og örugglega.
En núna finnst mér verðið hja þeim vera að hækka ansi mikið og hefur það nær tvöfaldast síðan 2011 sem mér finnst ansi mikil "verðbólga" og langar því að spyrja ykkur, er einhver sambærileg þjónusta sem er með basic hýsingu á .is léni sem ekki fylgir sömu verðbólgu?
Verðþróun 1984.is fyrir mína hýsingu er allavegana svona:
2011 8.064 kr
2012 9.678 kr
2013 11.940 kr
2014 16.984 kr
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 11:32
af Hrotti
er þetta bara hækkun hjá þeim, engin þjónustu aukning eða ámóta?
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 12:20
af Tiger
Ekki að mér vitandi eða beðið um að minni hálfu...
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 12:36
af Stuffz
Stóri Bróðir á sterum ?
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 13:14
af krat
Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Ég mun færa mig þegar árið hjá mér er liðið.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 13:56
af techseven
Tiger skrifaði:Ég hef verið með hýsingu hjá 1984.is síðan 2010 og verið mjög sáttur þannig séð, ekkert mikið komið uppá og það litla sem hefur gerst hefur verið leyst hratt og örugglega.
En núna finnst mér verðið hja þeim vera að hækka ansi mikið og hefur það nær tvöfaldast síðan 2011 sem mér finnst ansi mikil "verðbólga" og langar því að spyrja ykkur, er einhver sambærileg þjónusta sem er með basic hýsingu á .is léni sem ekki fylgir sömu verðbólgu?
Verðþróun 1984.is fyrir mína hýsingu er allavegana svona:
2011 8.064 kr
2012 9.678 kr
2013 11.940 kr
2014 16.984 kr
Þessir eru ódýrir:
http://www.opex.is/hysing-og-rekstur/vefhysing/
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 16:47
af GullMoli
Getur tékkað á
www.x.is , þekki nokkra topp menn sem vinna þar.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 17:04
af intenz
GullMoli skrifaði:Getur tékkað á
http://www.x.is , þekki nokkra topp menn sem vinna þar.
+1. Topp menn.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 17:11
af techseven
GullMoli skrifaði:Getur tékkað á
http://www.x.is , þekki nokkra topp menn sem vinna þar.
Já sæll! Þetta er ennþá ódýrara, 200 kall á mánuði fyrir 1 gb sem er nóg fyrir flesta...
Er einhver hér búinn að prófa þessa hýsingu?
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 17:23
af intenz
techseven skrifaði:GullMoli skrifaði:Getur tékkað á
http://www.x.is , þekki nokkra topp menn sem vinna þar.
Já sæll! Þetta er ennþá ódýrara, 200 kall á mánuði fyrir 1 gb sem er nóg fyrir flesta...
Er einhver hér búinn að prófa þessa hýsingu?
Já er með nokkur lén þarna. Rock solid.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 17:28
af rango
Væri ekki tilvalið að útbúa lista yfir þá aðila sem bjóða uppá hýsingar vaktin style e.g. verðsamanburður?
Ég var með reikning hjá X.is áður enn ég fór á eigin vps,
Fílingurinn sem ég fékk hjá X.is var "you get what you pay for"
Hlutir hlóðu hægt þótt þetta væru bara nokkur skjöl og enginn traffík á þeim.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 17:30
af Viktor
Okur
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 18:26
af pattzi
ég nota 3owl.com er reyndar bara með frítt núna þannig borga um 2500 kall á ári fyrir lénið ekkert annað nota það bara fyrir email í dag og myndageymslu
http://3owl.com/1-cent-web-hosting 6 dollarar á ári
frítt
http://3owl.com/
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 20:00
af Tiger
Það var öðlingur hérna inni sem bauðst til að hýsa þetta lén mitt frítt þannig að ég þakka kærlega fyrir það og kveð hér með 1984.is
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Lau 15. Nóv 2014 20:06
af Plushy
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Sun 16. Nóv 2014 12:56
af Stuffz
Hugmynd:
er verðvaktin bara fyrir vélbúnað?
hvað með að bæta hýsingarþjónustum þarna inn líka?
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 01:55
af dori
Alltof margt við hýsingarþjónustur sem gerir það að verkum að þú færð aldrei rétta mynd með því að setja verðin bara upp hlið við hlið.
En það gefur kannski einhverja hugmynd, ég myndi samt ekki taka nokkuð mark á slíku og myndi ekki mæla við því við nokkurn mann TBH.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 09:03
af viddi
Er með VPS hjá
DigitalOcean, er bara mjög ánægður, góður hraði, gott verð og góð þjónusta
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 10:41
af depill
Verðið hjá 1984 er reyndar óbreytt ef þú greiðir 3 ár fram í tímann ( 995, ekki 795 eins og það var ).
Opex eru eðalgæjar á mjög góðu verði.
X.is eru það líka, en finnst eins og effortið sem var upphaflega í þessari þjónustu sé þar ekki, til dæmis get ómögulega spinnað VPS þar.
Ég annars nota DigitalOcean og Azure eftir því sem hentar. Og svo reyndar 1984 fyrir þessa örfáu PHP/Wordpress vefi sem ég er að reka. Veit ekki hvort að ég muni flytja það í Opex næst hvort mér finnist það effortsins virði.
En ég væri mikið til í hýsingaraðila á verðum eins og 1984 og framboð eða með cPanel stjórnborð og Installatron.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 14:03
af hkr
viddi skrifaði:Er með VPS hjá
DigitalOcean, er bara mjög ánægður, góður hraði, gott verð og góð þjónusta
Mæli með DO líka.
Ef þú ert í skóla að þá getur maður fengið $100 inneign hjá DO í gegnum github student pack:
https://education.github.com/pack
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 14:22
af wicket
Hef lengi notað x.is, ekkert vesen. Síðan hefur staðið sig vel þrátt fyrir load þegar það hefur komið.
Hrósa þeim líka fyrir support í það eina skiptið sem ég hef þurft á því að halda, þá var allt leyst vel og hratt og eftirfylgni til fyrirmyndar sem er ekki alltaf sjálfsagt í þessum bransa.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 14:37
af kiddi
Ef þið berið saman stærsta pakkann hjá X.is með 5 GB pláss þá virkar 1984 ekki svo dýrt lengur m.v. ótakmarkað pláss fyrir 200 kr meira (m.v. 3 ára binditíma)
Ég hef verið viðskiptavinur hjá 1984.is frá árinu 2008 og hef sett upp rúmlega 30 vefi fyrir vini og vandamenn ásamt því að reka um ca 8 accounta sjálfur fyrir suma af mínum viðskiptavinum, og sjálfur nota ég eina hýsingu fyrir sjálfan mig þar sem ég er að miðla stórum skrám til minna viðskiptavina og er því iðulega með 5-30GB af plássi í notkun, upload & download hraði er alltaf til fyrirmyndar og ég næ venjulega að sprengja ljósleiðaratenginguna mína sem er 10-12MB/sec þegar ég þarf að koma gögnum til þeirra eða frá. Uppitími hefur verið til algjörrar fyrirmyndar og þjónustan góð þegar á hefur þurft að halda. M.ö.o. er ég hæstánægður með 1984.is og mér finnst verðin hjá þeim gríðarlega sanngjörn miðað við ótakmarkað gagnamagn, frábæran hraða og frábæran uppitíma, og það allt á íslenskri tengingu.
1984.is
Já það er satt að verðin hafa hækkað hjá 1984.is, enda hafa þeir farið úr takmörkuðu gagnamagni/bandvídd yfir í ótakmarkað, sem og auðvitað hefur verðbólgan gert krónurnar okkar lélegri síðan 1984.is kom fyrst á sjónarsviðið. Mér finnst alveg magnað hvað 1984.is geta boðið mikið fyrir lítið, miðað við allt.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 14:43
af techseven
kiddi skrifaði:Ef þið berið saman stærsta pakkann hjá X.is með 5 GB pláss þá virkar 1984 ekki svo dýrt lengur m.v. ótakmarkað pláss fyrir 200 kr meira (m.v. 3 ára binditíma)
Ég hef verið hjá 1984.is frá stofnun þess og hef sett upp rúmlega 30 vefi fyrir vini og vandamenn ásamt því að reka um ca 8 accounta sjálfur fyrir suma af mínum viðskiptavinum, og sjálfur nota ég eina hýsingu fyrir sjálfan mig þar sem ég er að miðla stórum skrám til minna viðskiptavina og er því iðulega með 5-30GB af plássi í notkun, upload & download hraði er alltaf til fyrirmyndar og ég næ venjulega að sprengja ljósleiðaratenginguna mína sem er 10-12MB/sec þegar ég þarf að koma gögnum til þeirra eða frá. Uppitími hefur verið til algjörrar fyrirmyndar og þjónustan góð þegar á hefur þurft að halda. M.ö.o. er ég hæstánægður með 1984.is og mér finnst verðin hjá þeim gríðarlega sanngjörn miðað við ótakmarkað gagnamagn, frábæran hraða og frábæran uppitíma, og það allt á íslenskri tengingu.
1984.is
Já það er satt að verðin hafa hækkað hjá 1984.is, enda hafa þeir farið úr takmörkuðu gagnamagni/bandvídd yfir í ótakmarkað, sem og auðvitað hefur verðbólgan gert krónurnar okkar lélegri síðan 1984.is kom fyrst á sjónarsviðið. Mér finnst alveg magnað hvað 1984.is geta boðið mikið fyrir lítið, miðað við allt.
1984.is er svo sannarlega ekki dýrir miðað við gæði, mér dettur ekki til hugar að stinga upp á að mínir kúnnar flytji sig frá þeim þó þeir hækki eitthvað.
P.S uppitími hjá þeim er eitthvað mjög nálægt 100% - Hef einu sinni eða 2svar séð síðu liggja niðri hjá þeim á ca. 5 árum en það komst í lag eftir örfáar mínutur!
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 15:37
af Tiger
Eins og ég sagði í upphafi þá hef ég ekkert út á 1984.is sem hýsingaraðila að klaga né þjónustu. En ótakmarkað gagnamagn og annað er useless fyrir mig þar sem þeir bara hýsa lénið og öll www umferð fer beint í gegnum myndabankann erlendis (smugmug). Þannig að mín gagnanotkun hjá þeim var 0 í raun (ef ég skil þetta rétt)
Vildi bara heyra hvort ekki væru aðrir sem bjóða uppá það sem ég þarf fyrir minni pening, þar sem jú verðið hjá þeim hefur tvöfaldast hjá mér.
Re: 1984.is hefur 2faldað verð, hvaða hýsing er worth it?
Sent: Mán 17. Nóv 2014 17:14
af Viktor
depill skrifaði:En ég væri mikið til í hýsingaraðila á verðum eins og 1984 og framboð eða með cPanel stjórnborð og Installatron.
Talaðu við gardar hér á Vaktinni
https://portal.giraffi.net/cart.php?gid=4